Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 55

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 55
LÆKNANEMINN 55 Ferðalag læknanema um Suðurland, sem auglýst var í síðasta blaði, féil niður vegna ónógrar þátttöku. Hins vegar fóru nokkrir félagsmenn með er- lenda læknanema, sem hér dvöldust í stúdentaskiptum, í ferðalag um Borg- arfjörð hinn 17. júlí s.l. Voru tveir þeirra finnskrar ættar, Risto og Atero, en einn sænskur, Ulf, svo og kona eins, sem lá heima veikur, Eva. Fararstjóri var Viðar Hjartarson, en Magnús Jó- hannsson leiðsögumaður. Ennfremur var í förinni túlkur, Gunnar Benedikts- son (íþróttakennara Jakobssonar), og er það til marks um hæfni hans, að enginn Islendinganna, skildi orð í sænsk- ing sótt heim, en ekki reyndist neinn nógu skáldiega sinnaður til að stinga að henni smáglaðningi, enda ýrði úr lofti og þungt var til jökla. Áð var í Húsafellsskógi, og hljóp Valgarður Egilsson á fell, meðan aðrir snæddu. Dáðust konur að fimi hans og skeggi og gáfu honum mat. Rann hann þá á fellið hið a.nnað sinn, hálfu hrað- ar en áður. Freistuðu sveinsta.ular nokkrir að elta hann, en við i.lan leik og engin laun. Var þá ekið að Surtshelli, Hristist fólk vel saman á þeirri leið og klofaðist síðan við vasaljós um stórgrýttan hell- inn á eftir Magnúsi. Fundust í hellin- I Surtshelli. unni hjá honum. Fer hér á eftir trú- verðug lýsing á ferðalaginu ásamt myndum eftir Karl Proppé. Lagt var af stað í bíti, enda löng leið fyrir höndum. Var fyrst ekið á Þingvöll, „grátstað þjóðarinnar", og gengið um Almannagjá að Öxarárfossi. Urðu þau áhrif hans, að koma varð við í Valhöll, áður en lengra yrði hald- ið. Var síðan lagt á Ka’.dadal og Kerl- um merki þess, að þar höfðu áður menn eða tröll verið (kóktappar og sauða- bein), og var þá óðara út snúið. Ekki virtist þó öllum myrkrið svo leitt sem þau létu, og skyldi nú kanna Stefáns- helli. Vildu þar ýmsir fara til hægri, en a.ðrir til vinstri, er inn var komið. Var valin hin hægri leiðin illu heilli, og varð fátt fyrir á endanum utan klaki og vatn, svo að hroll setti að

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.