Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 27
LÆKNANEMINN 21 til þess að ferðast um Bandaríki Norður-Ameríku og Canada og kynna sér læknanám þar. Skýrsla þessi birtist fyrri hluta árs 1962. Þessi stutta upptalning sýnir greinilega, að ástæða þykir til að veita málum þessum athygli víðar en hjá okkur. Einnig má geta þess, að World Medical Association hefur boðað til alþjóðaráðstefnu um læknanám og læknakennslu síðari hluta næsta árs. Vafalaust má mikils vænta af störfum samvinnunefndar þeirrar um endurskoðun á kennsluaðferð- um í læknisfræði, sem skipuð hef- ir verið af læknadeildum á Norð- urlöndum, en fulltrúi okkar 1 nefndinni er prófessor Tómas Helgason. Svo sem kunnugt er hafa verið gerðar verulegar endurbætur á kennsluaðstöðu og kennsluháttum í efnafræði á undanförnum árum, og mun aðalkennari þeirrar grein- ar hyggja á enn frekari breyting- ar til bóta á næstunni, ef mér skjátlast ekki. Skortur á verklegri kennslu í fyrsta hluta hefir oft verið ræddur bæði innan lækna- deildar og utan. Úr þessu hefir nokkuð verið bætt með krufninga- leiðöngrum til Skotlands, en auð- vitað ber að stefna að því að skapa aðstöðu fyrir anatomiskar dissect- ionir innanlands. En svo mikil sem þörfin er fyrir aukna verklega kennslu í líffærafræði, vefja- og fósturfræði, þá er að mínu áliti nauðsyn á því, að aðstaða sé sköp- uð fyrir verklega kennslu í líf- efnafræði og lífeðlisfræði ennþá brýnni. Satt að segja skil ég ekki, hvernig unnt er að kenna þær fræðigreinar eingöngu af bókum nú á tímum, og gildir raunar sama máli um lyfjafræðina. Hér mun mestu valda skortur á hús- næði, tækjum eða aðstoðarfólki, nema öllu sé til að dreifa, og er enn áminning um brýna nauðsyn á úrbótum í byggingamálum deildarinnar. Varðandi breytingar á kennslu og kennsluformi mun ég annars að mestu einskorða mig við líffæra- meinafræðina og meinvefjafræð- ina, þær greinar, sem ég hef að undanförnu haft nokkur afskipti af. Varðandi breytt kennslufyrir- komulag í þessum greinum er rétt að minnast á nokkur grundvallar- atriði. Ef miða á við það, að tími stúdentanna verði nýttur sem bezt, tel ég að stefna beri að því í ná- inni framtíð að koma á svokall- aðri árgangakennslu. Myndi þá verða byrjað á námsefni með hverjum nýjum árgangi að hausti og kennslan skipulögð þannig, að komizt verði yfir hið tilskilda efni á þeim tíma, sem til þess er ætl- aður, bæði þann hluta, sem farið er yfir í fyrirlestrum eða við- ræðuformi, og hitt, sem kennt er verklega. Slík skipulagsbreyting er hins vegar vart hugsanleg nú, miðað við þá kennslukrafta og það húsnæði og aðstöðu, sem fyrir hendi er. I sambandi við slíka grundvallarbreytingu mætti skipu- leggja vinnu stúdentanna betur, e. t. v. fjölga daglegum kennslu- stundum, verklegum og munnleg- um, og lengja hvert kennslumiss- eri. Einnig mætti hugsa sér að nýta betur tímana eftir hádegi til kennslu en nú er gert. Með þessu móti mætti e. t. v. stytta náms- tímann í heild. Annað atriði varðandi grund- vallarbreytingu á námsfyrirkomu- lagi væri rétt að taka til athugun- ar. Það er frekari aðgreining hins almenna hluta og hins sérhæfða hluta líffærameinafræðinnar. Mætti hugsa sér að kenna hinn al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.