Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 8
8
LÆKNANEMINN
lengd 10—15 sek.) og mæla einnig
venuþrýsting, sem er hækkaður
(eðlilegur 60—120 mm vatns).
Þreyta við áreynslu: Kemur
snemma í sjúkdómnum og hverf-
ur við hvíld, t. d. er þetta algengt
einkenni við leyndan lungnabjúg.
Er iðulega fyrsta einkennið og á
undan mæðinni.
Hósti: Þrálátur hósti er oft ein-
kenni um leyndan lungnabjúg, og
orsakast hann af reflexboðum frá
berkjum vegna bjúgsins þar. Hóst-
inn er venjulega þurr og kemur í
köstum, versnar við hreyfingu og
í liggjandi stöðu.
Þvaglát um nætur (nocturia):
Þegar sjúklingur hvílist, verða
starfsskilyrðin betri fyrir hið
veiklaða hjarta. Þá berst meira
blóð til nýrna, sem hefur í för með
sér aukna þvagmyndun. Einnig
hefur komið í ljós, að áhrif þvag-
leysandi lyfja aukast í hvíld. Því
er rétt, að þau séu ekki gefin
seint að kvöldi, nema nauðsyn
krefji.
Sjúklingar þessir kvarta oft um
svefnleysi og martröð á nóttum,
og getur þetta verið undanfari
hviðumæðikasta.
Við slioðun á sjúklingi með bil-
un á vinstri ventriculus má búast
við að finna: Stækkun til vinstri
á hjarta með lyftandi broddslætti
(ictus cordis), sem er utan við
miðklavikúlarlínu og nær niður í
6. millirifjabil. Röntgenmynd af
hjarta sýnir stækkun á vinstri
ventriculus. EKG er venjulega
með Tt og Tir breytingar ásamt
vinstri öxulbreytingum. Neðst á
bakflötum lungnanna heyrast fín
slímhljóð, sem hverfa ekki við
hósta, auk þess hjartsláttarbreyt-
nngar, svo sem valhopptaktur
(„gallop rhythmi“) og P2 hækk-
aður. Stækkun á vinstra framhólfi
sést við míturþrengsli og mítur-
leka (mitral stenosis og mitral
insufficiens).
Bilun á hægri ventriculus:
Algengasta orsökin er bilun á
vinstri ventriculus, og þá bilar sá
hægri á eftir, en hafa verður líka
í huga, að þykkt veggjar hægri
ventriculus er aðeins einn þriðji
hluti af þeim vinstri.
Aðalorsakir eru: Míturþrengsli
og míturleki, þrengsli í lungna-
slagæðarloku, þrílokuleki (tricus-
pidal insufficiens), meðfæddir
gallar á miðskipt hjartans, stækk-
un á hægri ventriculus af völdum
ýmiss konar lungnasjúkdóma eða
endurtekins lungnareks (embolia
pulm.), sem skerðir blóðstreymið
í lungunum og hækkar þar með
þrýstinginn í lungnaslagæðinni, og
við það eykst erfiði hægri hliðar
hjartans.
Fyrstu einkenni eru lystarleysi,
vericir í kvið (aðállega á lifrar-
stað) og uppþemba, sem allt má
rekja til aukins blóðmagns í lifur
og meltingarfærum vegna hækk-
aðs venuþrýstings. Venjan er, að
þvaglát eru lítil á daginn, en auk-
in á nóttum. Þegar meiri brögð
verða að þessari tegund hjarta-
bilunar, kvarta sjúklingar um
höfuðverk, ailmennt þróttleysi,
gleymslcu og andlegan sljóleika.
Sé um bilun á hægri ventriculus
að ræða og vinstri hlið hjartans
heilbrigð, ber að hafa í huga
ákveðin teikn: Ef lungnabilun er
mikil getur cyanosan orðið svo
áberandi, að stundum er talað um
„hinn svarta hjartasjúklinq“. Þá
getur sjúklingurinn legið flatur í
rúminu vegna þess, að vinstri hlið
hjartans fær lítið blóð af völdum
eyðileggingar lungnavefsins, og
því er ekki um aukið blóðmagn í
lungum (stasis) að ræða. Sjúkling-
ur hefir mjög þandar venur á