Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 75

Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 75
LÆKNANEMINN 65 ofan fosfórsýra. Hún er þar ester- bundin glýserólinu, svo að þar verða því aðeins tvær fitusýrur og ein fosfórsýrusameind bundin við hverja glýserólsameind. Líka getur fosfórsýran tengzt öðrum mólekúlum þannig, að hluti móle- kúls þess, sem úr verður, sé pól- aður, en hinn ópólaður. Þessi eig- inleiki fosfólípíðanna að hafa bæði hluta mólekúls, sem klofnar í jón- ir og gerir þann hluta mjög pól- aðan, og arman hluta, sem er ópól- aður, gerir þessi efni fær mn að vera í nánu sambýli við vatn og líka við aðra lípíða. Sterarnir í blóðinu eru margvís- legir. Þar eru hin alkunnu stera- hormón á floti, en kólesterólið er þó eina efnið af þessum efnaflokki, sem nokkuð kveður að, hvað magni viðvíkur. Lípóprótein. Samkvæmt eðli og skýrgrein- ingu lípíða eru það efni, sem leys- ast upp í ópóluðum upplausnar- efnum og gæti því virzt harla óeðlilegt, að þau væru í serum, þar eð upplausnarefnið er þar hið mjög pólaða vatn. En við þessu hefur fundizt ráð. Lípíðarnir tengjast próteinum, sem halda þeim á floti. Próteinin eru lípíðun- um eins konar bjarghringir, sem halda þeim á floti og fleyta þeim um blóðið. Líka koma fosfórsýru- mólekúl fosfólípíðanna í góðar þarfir sem tengiliðir við vatnið. Lípópróteinin hafa verið flokk- uð eftir því, hve hratt þau botn- falla í hraðskilvindu. Stundum er talað um alfa og beta lípóprótein, og eðlisþyngd þeirra er misjöfn, stundum er aðeins talað um „mjög eðlislétt lípóprótein“, „eðlislétt lípóprótein" og „eðlisþung lípó- prótein." Er þessum hlutum fundn- ar hæfilegar skammstafanir, og hver hluti hlutaður í marga undir- hluta. 1 lípópróteinunmn hefur pró- teinið lagzt eins og þunnt lag ut- an um örsmáa fitudropa, ef til vill er líka lagskipting í þessu þar sem prótein og fita liggja í lögum. Lípíðarnir í lípópróteinunum eru svo blanda af öllum hinum fyrrnefndu tegundum lípíða. Þar eru þríglýseríðar, fosfó- lípíðar og kólesteról. Hlutfall- ið á milli þessara efna breyt- ist svo á athyglisverðan hátt með auknum eðlisþunga. I þeim léttustu er hlutfallslega minnst prótein og minnst kól- esteról, í þeim eðlisþyngstu hefur þetta breytzt þannig, að nú er hlutur próteins og kólesteróls orð- inn meiri en í þeim léttustu, þó svo að kólesterólið nái mestu prósentumagni í lípíðahópnum í þyngsta hluta hinna léttu lípópró- teina. Blóðlípíðarnir eru þannig bundir próteini, svo að mæling á lípópróteini felur í sér mælingu á lípíðum blóðsins. Eftir fituríka máltíð berst fit- an út í blóðið í smádropum, en um- myndast ekki þegar í stað í hin eiginlegu lípóprótein, þó að hver dropi dragi að sér próteinlag. Þessi hlutur blóðlípíðanna nefnist kýlómíkrónar. Miklu auðveldara og ódýrara er að skilja lípópróteinin niður í hluta með rafdrætti (elektró- foresis) heldur en með hraðskil- vindu. Fredriksson í U.S.A. hefur unnið mikið á þessu sviði og skrifað um aðgreiningu á lípópró- teinum með rafdrætti og klíniskt gildi þess. Frjálsar fitusýrur. Ekki má gleyma þessum hluta lípíða blóðsins. Meiri hluti allra fituflutningana milli vefja og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.