Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 36
32
LÆKNANEMINN
Klínisk mynd.
Tíðni sjúkdómsins er hin sama
hjá báðum kynjum. Samkvæmt
klíniskri athugun, eru núna tæp-
lega 20 manns með sjúkdóminn á
íslandi. Sjúkdómurinn byrjar
mjög hægt og sígandi og fer sér-
staklega hægt versnandi. Oftast
hafa liðið 1—10 ár, frá því ein-
kenni fyrst komu fram þar til
sjúkdómurinn hefur verið greind-
ur. Stundum koma klínisk ein-
kenni á 2—3 árum og haldast síð-
an að mestu óbreytt árum saman.
Flestir veikjast á unglingsárum
og fram til 30 ára, varla nokkur
eftir fertugt.
Fyrstu kvartanir eru máttleysi
eða vöðvarýrnun, minnkað húð-
skyn, verkur og parestesiur í öxl-
um, handleggjum og höndrnn
(tafla 1). Við greiningu sjúkdóms-
Tafla 1.
Fyrstu einkenni 30 syring'omyeli sjúkl-
inga.
Lömun og/eða vöðvarýrnun 12
Húðskynstruflun ............... 9
Verkur-parestesiur ............ 6
Önnur byrjunareink............. 3
Tafla 2.
Einkenni 30 syringomyeli sjúklinga við
greiningu sjúkdómsins.
Dissocierað skyntap.......... 30
Periferar paresur með vöðva-
rýrnun í handleggjum ..... 26
Verkur- parestesiur.......... 18
Pyramid-brautar einkenni í
ganglimum................. 14
Bakstrengs einkenni.......... 11
Bulber einkenni............... 9
ins er það húðskynstruflun, sem
er mest áberandi. Öll tilfelli fá
fyrr eða síðar dissocieraða húð-
skynstruflun (tafla 2), þ. e. a. s.
sársauka-, hita- og kuldaskynið er
upphafið eða minnkað, á meðan
snertiskynið er í lagi. Þessi disso-
cieraða skyntruflun getur verið
hvar sem er á líkamanum, en lang-
oftast á handleggjum og á brjóst-
kassa (mynd 1). Hjá tveimur af
Mynd 1.
Staðsetning dissocieraðrar húð-
skynsstruflunar hjá syringomyeli-
sjúklingum. Dökku svæðin sýna
vanalega, ljósu svæðin óvanalega
staðsetningu.
hverjum þremur sjúklingum er
hún á báðum líkamshelmingum, og
symmetrisk í um það bil helming