Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Síða 11

Læknaneminn - 01.06.1970, Síða 11
LÆKNANEMINN 11 nýrum er Henles lykkjan (pars ascendens). Sagt er, að fúrósemíð leiði frekar til hyperglykemiu, en etakrynsýra til alkalosis. Eins og nú standa sakir, er talið rétt að halda þessum tveim lyfjum fyrir þá sjúklinga, sem lent hafa í end- urteknum hjartabilunum með bjúgmyndun. Þótt fræðimenn telji, að bæði þessi kröftugu lyf verki minna á húshald líkamans af kalí- um en hin áhrifaminni lyf í þess- um flokki, get ég ekki varizt þeirri hugsun, að bæði fúrósemíð og etakrynsýra eigi mikinn þátt í þeim tíðu digitaliseitrunum, sem við erum farnir að sjá upp á síð- kastið. B. Hjartastyrkjandi lyf — digitalis. Við höfum notað tabl. Acylanid (acetyldigitoxin), 0,2 mg í töflu. Gefa má mettunarskammt, sem er 8—10 töflur, á einum degi, ef mikið liggur við, en venjulegt er að gefa 4—6 töflur á dag, þar til klínisk einkenni um mettun fara að koma í ljós. Viðhaldsskammtur er venjulega um 1 tafla á dag 5—6 daga vikunnar. Síðustu 1—2 árin höfum við eingöngu notað tabl. digoxini 0,25 mg, með mettunarskammt á sól- arhring 2,5—3 mg og viðhalds- skammt eina til tvær töflur á dag. Verkun af digoxini er hröð, sést eftir nokkrar til sex klst., og þykir slík virkun heppilegri en þeirra digitalistegimda, sem bindast fast- ar próteinum og eru lengur að hverfa úr blóðinu. Af digoxini út- skilst um 15-—20% á dag, en af digitoxini ekki nema um 7%. Til hraðdigitaliseringar notum við inj. Cedilanid (lanatosíð C), 0,8 til 1,2 mg, og eftir 3—4 klst. 0,4 mg sem viðhaldsskammt. Er svo byrjað á töflumeðferð strax og sjúklingur er fær um að taka þær inn. Sérstök ástæða er að benda á digitalstegundina digoxin, þar eð áberandi er, síðustu 1—2 árin hve oft eru vistaðir sjúklingar með einkenni um digitaliseitrun. Er þá heppilegt, að gefin sé sú tegund, sem fljótar hverfur úr blóðrásinni. Helztu teikn um digitaliseitrun frá meltingarfærum eru ógleði, uppköst, lystarleysi og niðurgang- ur, frá miðtaugakerfi sjóntruflan- ir ýmsar, höfuðverkur og svimi og frá hjarta hvers kyns hjart- sláttaróreglur, algengastar eru extrasystólur. Slíkar digitaliseitr- anir eru þekkt fyrirbrigði og koma fyrir í auknum mæli í ná- grannalöndum okkar. Er líklegt, að kröftug og ákveðin þvagleys- andi lyfjameðferð eigi hér tölu- verðan þátt í. Hjartabilun af völdum hjart- sláttartruflana. Fremst í þeim flokki er atríal fibrillation, sem kem- ur við ýmsa svæsna hjarta- sjúkdóma, svo sem lokugalla og háþrýsting. Á síðari árum hefur verið tekin upp sú aðferð til að koma á reglulegum hjartslætti að gefa raflost — cardioversion. Er mögulegt að framkvæma þessa meðferð á svo til öllum sjúklingum með slíkar truflanir. Þó kemur á daginn, að mikill hluti þessara sjúklinga lendir aftur í atríal fibr- illation á fyrsta ári eftir cardio- version og tölur héru um frá ýms- um stöðum eru frá 40-75%. Venju- an er að gefa kínidín sem við- haldsskammt, eftir að framkvæmd hefur verið cardioversion. Önnur lyf, sem notuð eru við hjartslátt- artruflunum eru: prókaínamíð, proprasylyt (propranolol), fenyt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.