Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN
11
nýrum er Henles lykkjan (pars
ascendens). Sagt er, að fúrósemíð
leiði frekar til hyperglykemiu,
en etakrynsýra til alkalosis. Eins
og nú standa sakir, er talið rétt að
halda þessum tveim lyfjum fyrir
þá sjúklinga, sem lent hafa í end-
urteknum hjartabilunum með
bjúgmyndun. Þótt fræðimenn telji,
að bæði þessi kröftugu lyf verki
minna á húshald líkamans af kalí-
um en hin áhrifaminni lyf í þess-
um flokki, get ég ekki varizt þeirri
hugsun, að bæði fúrósemíð og
etakrynsýra eigi mikinn þátt í
þeim tíðu digitaliseitrunum, sem
við erum farnir að sjá upp á síð-
kastið.
B. Hjartastyrkjandi lyf —
digitalis.
Við höfum notað tabl. Acylanid
(acetyldigitoxin), 0,2 mg í töflu.
Gefa má mettunarskammt, sem er
8—10 töflur, á einum degi, ef
mikið liggur við, en venjulegt er
að gefa 4—6 töflur á dag, þar til
klínisk einkenni um mettun fara
að koma í ljós. Viðhaldsskammtur
er venjulega um 1 tafla á dag 5—6
daga vikunnar.
Síðustu 1—2 árin höfum við
eingöngu notað tabl. digoxini 0,25
mg, með mettunarskammt á sól-
arhring 2,5—3 mg og viðhalds-
skammt eina til tvær töflur á dag.
Verkun af digoxini er hröð, sést
eftir nokkrar til sex klst., og þykir
slík virkun heppilegri en þeirra
digitalistegimda, sem bindast fast-
ar próteinum og eru lengur að
hverfa úr blóðinu. Af digoxini út-
skilst um 15-—20% á dag, en af
digitoxini ekki nema um 7%.
Til hraðdigitaliseringar notum
við inj. Cedilanid (lanatosíð C),
0,8 til 1,2 mg, og eftir 3—4 klst.
0,4 mg sem viðhaldsskammt. Er
svo byrjað á töflumeðferð strax
og sjúklingur er fær um að taka
þær inn.
Sérstök ástæða er að benda á
digitalstegundina digoxin, þar eð
áberandi er, síðustu 1—2 árin hve
oft eru vistaðir sjúklingar með
einkenni um digitaliseitrun. Er þá
heppilegt, að gefin sé sú tegund,
sem fljótar hverfur úr blóðrásinni.
Helztu teikn um digitaliseitrun
frá meltingarfærum eru ógleði,
uppköst, lystarleysi og niðurgang-
ur, frá miðtaugakerfi sjóntruflan-
ir ýmsar, höfuðverkur og svimi
og frá hjarta hvers kyns hjart-
sláttaróreglur, algengastar eru
extrasystólur. Slíkar digitaliseitr-
anir eru þekkt fyrirbrigði og
koma fyrir í auknum mæli í ná-
grannalöndum okkar. Er líklegt,
að kröftug og ákveðin þvagleys-
andi lyfjameðferð eigi hér tölu-
verðan þátt í.
Hjartabilun af völdum hjart-
sláttartruflana.
Fremst í þeim flokki er
atríal fibrillation, sem kem-
ur við ýmsa svæsna hjarta-
sjúkdóma, svo sem lokugalla og
háþrýsting. Á síðari árum hefur
verið tekin upp sú aðferð til að
koma á reglulegum hjartslætti að
gefa raflost — cardioversion. Er
mögulegt að framkvæma þessa
meðferð á svo til öllum sjúklingum
með slíkar truflanir. Þó kemur á
daginn, að mikill hluti þessara
sjúklinga lendir aftur í atríal fibr-
illation á fyrsta ári eftir cardio-
version og tölur héru um frá ýms-
um stöðum eru frá 40-75%. Venju-
an er að gefa kínidín sem við-
haldsskammt, eftir að framkvæmd
hefur verið cardioversion. Önnur
lyf, sem notuð eru við hjartslátt-
artruflunum eru: prókaínamíð,
proprasylyt (propranolol), fenyt-