Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 68
58
LÆKNANEMINN
á legu miðlægra vefja heilans er,
að köngull þarf ekki að vera kalk-
aður til þess að fá áreiðanlegar
niðurstöður við rannsóknirnar.
Þar sem þessum rannsóknum er
beitt í dag, eru þær ekki notað-
ar einar sér, heldur til stuðnings
öðrum rannsóknum. Nákvæmni
þeirra er þó mikil og gefur réttar
niðurstöður í 95—98% tilfella,
borið saman við niðurstöður af
röntgenmyndum, heilaritum og
aðgerðum.
3. Notkun í fæöinga-
og kvensjúkdómafrœði.
Hljóðmyndir af kviðar-
og grindarholi.
í þessum greinum hafa út-
hljóð verið notuð í tiltölulega
stuttan tíma, og hagnýtt gildi
þeirra er nú almennt viðurkennt.
Eins og áður hefur verið rætt um,
er hér ekki gert ráð fyrir, að þær
séu notaðar eingöngu, heldur með
öðrum rannsóknmn. Kostur rann-
sókna með úthljóðum er, hversu
skaðlausar þær reynast sjúkling-
um. Þess vegna er unnt að endur-
taka rannsóknir eins oft og þurfa
þykir, en slíkt er varhugavert,
meðan röntgengeislar eru ein-
göngu notaðir.
í fæðingafræði er bæði notuð
línusjá og sneiðsjá (A-scop og B-
scop). Með línusjá er hægtaðmæla
höfuðbreidd fósturs, sem orðið er
7 mán. eða eldra (Donald et al.
mældu fóstur þetta af mikilli ná-
kvæmni í 95% tilfella, skekkja
aðeins ±3 mm). Það er því mögu-
legt að fylgjast með vexti fóstur-
höfuðsins. Við rannsókn á 50 kon-
um í Bandaríkjunum kom í ljós,
að meðalbreiddaraukning á viku
síðustu 2 mánuðina var 1,8 mm.
Á grundvelli breiddarmælinga er
síðan kleift að áætla þyngd fóst-
ursins. Sneiðsjáin gefur sömu
möguleika, en þá er þyngdin
áætluð út frá mælingum á brjóst-
grind fóstursins. Þannig hefur
mönnum tekizt að reikna út, að
meðal þynging fósturs á viku síð-
ustu mán. er 190 g.
Með örbylgjum hefur einnig
tekizt að greina eftirfarandi:
1) Líknarbelg í legi, sem ekki er
eldri en 6—8 vikna gamall.
2) „Anencephalia“ og vatnshöfuð
(hydrocephalia ).
3) Legköku, en rannsóknir fram-
kvæmdar í Bandaríkjunum
sýndu réttar niðurstöður um
staðsetningu í 97% tilfella.
Ef legkakan lá öll á afturvegg
legsins, var ekki mögulegt að
greina hana með þessari að-
ferð. (Mynd 5).
4) Blöðrufóstur (hydatidiform
mole) á byrjunarstigi. Þetta
mun eina aðferðin til þeirrar
greiningar, áður en það losnar
(á ca. 16. viku) frá leginu.
5) Fósturlát, sem í mörgum til-
vikum er hægt að greina inn-
an nokkurra klukkustunda.
Með röntgengeislum er hins
vegar ekki hægt að staðfesta
grunað fósturlát, fyrr en
nokkrar breytingar hafa orðið
á fóstrinu, t. d. misgengi höf-
uðbeina.
I kvensjúkdómafræði og reynd-
ar við rannsóknir á kviðarholi
yfirleitt er sneiðsjáin notuð en þá
eru teknar myndir í tveim vídd-
um. Með þessari aðferð geta menn
rannsakað lögun einstakra líffæra,
t. d. garna, fylltrar blöðru, legs,
hryggsúlu, nýrna, milta og lifrar.
Bæði ein sér og með öðrum rann-
sóknum hefur notkun úthljóða
mikið gildi til að greina á milli
óholra (solid) æxla og blöðru-
æxla (cystic tumors); skinuhols-
(cavum peritonei) og blöðru-