Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Qupperneq 95

Læknaneminn - 01.06.1970, Qupperneq 95
LÆKNANEMINN 81 batahorfur þeirra ekki verri en saman- burðarhóps völdum af handahófi. Að loknum erindum framsög'umanna bárust fjölmargar fyrirspurnir og urðu líflegar umræður. Fundur haldinn í F.L. 5. marz 1970. Fundarefni var ,,Symposium um alkó- hólisma“. Framsögumenn voru lækna- nemarnir Tómas Zoéga, Pálmi Fri- mannssön og Viðar Strand. Revisor var Jóhannes Bergsveinsson læknir. Ræddi Tómas um alkóhól frá sjónar- hóli lífefnafræðinnar, lífeðlisfræðinnar og lyfjafræðinnar, en einnig gerði hann grein fyrir verkunum lyfsins Antabus. Einnig ræddi hann um þá sjúkdóma og líffæraskemmdir, sem langvarandi of- neyzla alkóhóls getur haft í för með sér, en að lokum fór hann nokkrum orðum um metanól. Þessu næst ræddi Pálmi um skilgrein- ingu alkóhólisma og sjúkdómsorsakir. Taldi hann hvern þann alkóhólista, sem drykki svo mikið að merkja mætti: a) geðtruflun, b) truflun á líkamlegri og andlegri heilsu, c) röskun á eðlilegum samskiptum við samborgarana, d) truflun á félagslegri afkomu, e) skertan fjárhag vegna drykkjunn- ar. Er sagt, að óróleika hafi gætt hjá ýmsum fundarmönnum, þegar Pálmi freistaði þess að flokka skandalíser- ingar og óborgaralega framkomu í fylliríum undir c-lið. Þó dró Pálmi fram ýmis dæmi, sem sýndu, hversu áður- nefnd skilgreining væri ófullkomin. Orsakir alkóhólisma reyndi hann að finna í persónuleika og umhverfi mannsins. Þá ræddi Viðar um sjúkdómsmyndun, einkenni, félagslegar afleiðingar og meðferð alkóhólisma. Einnig flokkaði hann ofdrykkjumenn í þrjá hópa eftir því, hve sjúkdómurinn væri á háu stigi. Viðar ræddi um geðsjúkdóma, er rekja mætti til ofdrykkju, og meðferð þeirra. Að lokum fór hann orðum um samtök fyrrverandi ofdrykkjumanna, sem leit- uðust við að liðsinna ofdrykkjumönnum, og þá sérstaklega um A.A. samtökin, en þau taldi hann hafa náð hvað beztum árangri. Að lokum talaði revisorinn, Jóhannes Bergsveinsson. Sagði hann frá Flóka- deildinni, skipulagningu hennar og starfsemi. Einnig fór hann orðum um skilgreiningu hugtaksins alkóhólismi. Því næst ræddi hann um erfiðleika í meðferð, gildi sjálfræðissviptingar og afstöðu umhverfisins til ofdrykkju- manna. Fjöldi fyrirspurna var borinn fram, en ræðumönnum og revisor síðan klapp- að lof í lófa. Fundur haldinn i F.L. 19. marz 1970. Fundarefni var „Symposium um leu- kemiu.“ Framsögumenn voru lækna- nemamir Friðrik Ingvason, Ólafur Grímur Björnsson og Lúðvík Ólafsson. Revisorar voru læknarnir Eggert Jó- hannsson og Guðmundur Árnason. Fyrst ræddi Friðrik um liffærafræði hvítra blóðkorna, flokkun þeirra og uppruna. Þá flutti Ólafur Grímur langan og lærðan lestur um meinafræði sjúkdóms- ins. Lýsti hann hegðun sjúkdómsins, en sagði orsakir hans óþekktar. Hann gerði síðan grein fyrir skiptingu sjúk- dómsins í flokka. Einnig gerði Ólafur grein fyrir helztu kenningum um or- sakir sjúkdómsins, en fór að lokum nokkrum orðum um tíðni sjúkdómsins. Lúðvík ræddi um greiningu og með- ferð sjúkdómsins. Einnig fór hann orð- um um horfur þeirra, sem leukemiu hafa. Eggert talaði fyrstur revisora, og þakkaði hann ágæt erindi frummæl- enda, en gerði nokkrar athugasemdir við erindi þeirra Friðriks og Ólafs. Þá talaði hinn revisorinn, Guðmund- ur Árnason. Fjallaði hann einkum um hina klínísku hlið efnisins og gerði einn- ig athugasemd við erindi Lúðvíks. Greindi Guðmundur síðan frá þeim hug- myndum, sem liggja að baki lyfjameð- ferðar. Aðalfundur F.L. haldinn 24. marz 1970. Var fyrst tekin fyrir skýrsla stjórnarinnar. Meðal þeirra mála, sem formaður félagsins Guðjón Magnússon reifaði, var fjölritunaraðstaða deildar- félaga innan Háskólans, útgáfa Mein- varpa í umsjá Tómasar Zoéga og Gunn- ars Valtýssonar og góð fyrirgreiðsla á skrifstofu læknafélaganna varðandi vél- ritun. Þá var einnig rætt um fyrirhug- aðan hússjóð F.L., en Guðjón taldi mikla þörf á nýju húsnæði fyrir læknanema. Áleit hann, að 80 m2 mundu nægja og einnig að læknanemar gætu staðið und- ir þessu fjárhagslega. Því næst lagði gjaldkeri félagsins, Reynir Tómas Geirsson, fram endur- skoðaða reikninga fráfarandi stjórnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.