Læknaneminn - 01.06.1970, Side 95
LÆKNANEMINN
81
batahorfur þeirra ekki verri en saman-
burðarhóps völdum af handahófi.
Að loknum erindum framsög'umanna
bárust fjölmargar fyrirspurnir og urðu
líflegar umræður.
Fundur haldinn í F.L. 5. marz 1970.
Fundarefni var ,,Symposium um alkó-
hólisma“. Framsögumenn voru lækna-
nemarnir Tómas Zoéga, Pálmi Fri-
mannssön og Viðar Strand. Revisor var
Jóhannes Bergsveinsson læknir.
Ræddi Tómas um alkóhól frá sjónar-
hóli lífefnafræðinnar, lífeðlisfræðinnar
og lyfjafræðinnar, en einnig gerði hann
grein fyrir verkunum lyfsins Antabus.
Einnig ræddi hann um þá sjúkdóma og
líffæraskemmdir, sem langvarandi of-
neyzla alkóhóls getur haft í för með
sér, en að lokum fór hann nokkrum
orðum um metanól.
Þessu næst ræddi Pálmi um skilgrein-
ingu alkóhólisma og sjúkdómsorsakir.
Taldi hann hvern þann alkóhólista, sem
drykki svo mikið að merkja mætti:
a) geðtruflun,
b) truflun á líkamlegri og andlegri
heilsu,
c) röskun á eðlilegum samskiptum við
samborgarana,
d) truflun á félagslegri afkomu,
e) skertan fjárhag vegna drykkjunn-
ar.
Er sagt, að óróleika hafi gætt hjá
ýmsum fundarmönnum, þegar Pálmi
freistaði þess að flokka skandalíser-
ingar og óborgaralega framkomu í
fylliríum undir c-lið. Þó dró Pálmi fram
ýmis dæmi, sem sýndu, hversu áður-
nefnd skilgreining væri ófullkomin.
Orsakir alkóhólisma reyndi hann að
finna í persónuleika og umhverfi
mannsins.
Þá ræddi Viðar um sjúkdómsmyndun,
einkenni, félagslegar afleiðingar og
meðferð alkóhólisma. Einnig flokkaði
hann ofdrykkjumenn í þrjá hópa eftir
því, hve sjúkdómurinn væri á háu stigi.
Viðar ræddi um geðsjúkdóma, er rekja
mætti til ofdrykkju, og meðferð þeirra.
Að lokum fór hann orðum um samtök
fyrrverandi ofdrykkjumanna, sem leit-
uðust við að liðsinna ofdrykkjumönnum,
og þá sérstaklega um A.A. samtökin, en
þau taldi hann hafa náð hvað beztum
árangri.
Að lokum talaði revisorinn, Jóhannes
Bergsveinsson. Sagði hann frá Flóka-
deildinni, skipulagningu hennar og
starfsemi. Einnig fór hann orðum um
skilgreiningu hugtaksins alkóhólismi.
Því næst ræddi hann um erfiðleika í
meðferð, gildi sjálfræðissviptingar og
afstöðu umhverfisins til ofdrykkju-
manna.
Fjöldi fyrirspurna var borinn fram,
en ræðumönnum og revisor síðan klapp-
að lof í lófa.
Fundur haldinn i F.L. 19. marz 1970.
Fundarefni var „Symposium um leu-
kemiu.“ Framsögumenn voru lækna-
nemamir Friðrik Ingvason, Ólafur
Grímur Björnsson og Lúðvík Ólafsson.
Revisorar voru læknarnir Eggert Jó-
hannsson og Guðmundur Árnason.
Fyrst ræddi Friðrik um liffærafræði
hvítra blóðkorna, flokkun þeirra og
uppruna.
Þá flutti Ólafur Grímur langan og
lærðan lestur um meinafræði sjúkdóms-
ins. Lýsti hann hegðun sjúkdómsins,
en sagði orsakir hans óþekktar. Hann
gerði síðan grein fyrir skiptingu sjúk-
dómsins í flokka. Einnig gerði Ólafur
grein fyrir helztu kenningum um or-
sakir sjúkdómsins, en fór að lokum
nokkrum orðum um tíðni sjúkdómsins.
Lúðvík ræddi um greiningu og með-
ferð sjúkdómsins. Einnig fór hann orð-
um um horfur þeirra, sem leukemiu
hafa.
Eggert talaði fyrstur revisora, og
þakkaði hann ágæt erindi frummæl-
enda, en gerði nokkrar athugasemdir
við erindi þeirra Friðriks og Ólafs.
Þá talaði hinn revisorinn, Guðmund-
ur Árnason. Fjallaði hann einkum um
hina klínísku hlið efnisins og gerði einn-
ig athugasemd við erindi Lúðvíks.
Greindi Guðmundur síðan frá þeim hug-
myndum, sem liggja að baki lyfjameð-
ferðar.
Aðalfundur F.L. haldinn 24. marz
1970. Var fyrst tekin fyrir skýrsla
stjórnarinnar. Meðal þeirra mála, sem
formaður félagsins Guðjón Magnússon
reifaði, var fjölritunaraðstaða deildar-
félaga innan Háskólans, útgáfa Mein-
varpa í umsjá Tómasar Zoéga og Gunn-
ars Valtýssonar og góð fyrirgreiðsla á
skrifstofu læknafélaganna varðandi vél-
ritun. Þá var einnig rætt um fyrirhug-
aðan hússjóð F.L., en Guðjón taldi mikla
þörf á nýju húsnæði fyrir læknanema.
Áleit hann, að 80 m2 mundu nægja og
einnig að læknanemar gætu staðið und-
ir þessu fjárhagslega.
Því næst lagði gjaldkeri félagsins,
Reynir Tómas Geirsson, fram endur-
skoðaða reikninga fráfarandi stjórnar.