Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 64
54
LÆKNANEMINN
ÁSGEIR THEODÓRS, læknanemi og
ÞORSTEINN BLÖNDAL, læknanemi:
Úthljóð og úthljóðsgreining
Síðari grein.
1 þessum greinarhluta verður fjallað
um notkun úthljóða til sjúkdómsgrein-
ingar. Pyrst er stiklað á stóru I sögu
þessarar rannsóknaraðferðar og síðan
getið um helztu notkunarsvið.
1. Almennt yfirlit.
Úthljóðum hefur verið beitt á
margan hátt við sjúkdómsgrein-
ingu undanfarin ár. Enda þótt
þetta sé tiltölulega ný rannsókn-
araðferð, hefur hún þegar sannað
gildi sitt í nokkrum greinum lækn-
isfræðinnar, og fullvíst má telja,
að læknar munu nota úthljóð í
vaxandi mæli í framtíðinni. Marg-
ir hafa lagt hönd á plóginn í end-
urbótum á úthljóðstækni til sjúk-
dómsgreininga og þróun, en hér
verður aðeins þeirra helztu getið
og framlags þeirra.
Árið 1942 gerði Dussik fyrstur
manna tilraun til að nota úthljóð
við s júkdómsgreiningu. ,Hann beitti
svonefndri ,,transmission“ aðferð
og staðsetti sendara og mót-
taka sitt hvoru megin þess, sem
rannsakað var. Seinna kom á dag-
inn, að endurkaststæknin reynd-
ist hagkvæmari aðferð við notkun
úthljóða, þar sem sendir og mót-
taki (kanninn) eru sömu megin.
Ludwig og Struthers sýndu fyrst-
ir manna fram á hagnýti þeirrar
aðferðar árið 1949. Þeir félagar
reyndu að finna gallsteina og
aðra aðskotahluti, sem grafnir
voru í vöðva í hundi. Þeir urðu
þess varir, að mjúkvefurinn, sem
umlukti aðskotahlutina, gaf frá
sér margfalt, en óstöðugt út-
hljóðsendurkast, sem truflað
gæti greiningu. Nokkrum árum
síðar kom í ljós, að mögulegt var
að greina illkynja æxli í brjóstum
með úthljóðum.
Árið 1953 byrjuðu þeir Hertz
og Edler að nota línusjáraðferðina
(A-scop) til rannsókna á hjart-
anu. Niðurstöður þeirra leiddu í
ljós, að hægt var að skrá hreyf-
ingu hjartavöðvans út frá út-
hljóðsendurkasti, sem kom fiá
skilum hjartavöðva og annarra
vefja, t. d. blóðs. Út frá þessum
upplýsingum töldu menn, að sér-
stakt endurkast, sem líklegast
kæmi frá vinstri höll (atrium
sinister), breyttist, ef míturloku-
þröng (stenosis mitralis) væri til
staðar. Við frekari rannsóknir
með úthljóð á lifandi mönnum
sýndu þeir fram á, að þetta end-
urkast kom frá framblöðku
(cuspis anterior) míturlokunnar
(valva mitralis). Þessar niður-
stöður gáfu úthljóðum mikið gildi
í hjartafræðinni og lögðu grund-
völl að þeim rannsóknum,
sem í dag eru framkvæmdar
á mörgum sjúkrahúsum erlendis
til greiningar á míturlokuþröng*.
Þessir sömu menn skýrðu enn-
* Rannsóknirnar byggjast á Doppler
effect.