Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 65

Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 65
LÆKNANEMINN 55 fremur, hvernig mögulegt væri að sýna fram á vökva í gollurshúss- holi (pericardial effusion) og sega í höll með úthljóðum. Árið 1954 kynnti Leksell, hvern- ig hægt var að sýna fram á blæð- ingar innan hauskúpu hjá börnum með hljóðmyndun af heila (echo- encefalografíu). Auk þess fann hann, að hægt var að fá fram mið- línuendurkast úthljóða frá köngli (corpus pineale). Gordon, sem að- hylltist aðferð Leksells, áleit þó, að miðlínuendurkastið kæmi frá glærskipt (septum pellucidum) fremur en köngli. Einnig hafa komið fram kenningar um, að hjá börnum séu endurkastsvefirnir glærskipt og veggur þriðja heila- holsins (ventriculus tertius), en hjá fullorðnum köngull. Ágrein- ingur þessi virðist enn óleystur. Donald et al. skýrðu frá því ár- ið 1958, að þeir hefðu notað út- hljóð við rannsóknir, m. a. á þunguðu legi, æxlum í grindar- holi og vatnssýki (ascites). Þeir lýstu og útbúnaði, sem gerði þeim kleift að fá fram sneiðmynd (með sneiðsjá) af kviðar- og grind- arholi. Síðan hefur Ian Don- ald, sem er prófessor í fæðingar- og kvensjúkdómafræði við Glas- gow-háskóla, unnið mikið að þró- un og endurbótum á notkun út- hljóða bylgja í fyrrnefndum grein- um. Til gamans má geta þess, að Donald starfar við Queen Mothers sjúkrahúsið, sem flestir lækna- nemar hér kannast við. I augnlækningafræði hafa út- hljóð (á bilinu 5—15 millj. sveiflur/sek) verið notuð til að greina t. d. æxli í auga, sprungu í hvítu eða aðskotahlut í augntótt. Venjulega er línusjáin notuð við þessar rannsóknir, nema þegar um er að ræða leit að æxlum, en þá er sneiðsjáin hagkvæmari. Mynd 1. Hljóðmyndir af lifur. Sú efri sýnir heil- brig-ða lifur, en sú neðri skorpulifur. Auðvelt er að rannsaka lifur með úthljóðum. Hún leiðir hljóð- bylgjur vel og er mikil andstæða við umhverfi sitt. Sneiðsjármynd af lifur er alsvört, lukt hvítri um- gjörð, en í lifrarsjúkdómi eins og skorpulifur (cirrhosis) fást mörg endurköst úthljóða frá lifrarvefn- um, sem kemur fram á sneiðsjánni sem margir hvítir flekkir (mynd 1). TJthljóð eru ennfremur notuð við rannsóknir á brjóstum, þvag- blöðru, hálsi, nýrum, ganglimum (í leit að æðasega) og gallsteinum (mynd 2).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.