Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Side 9

Læknaneminn - 01.06.1970, Side 9
LÆKNANEMINN 9 hálsi, stækkun á hægri hlið hjart- ans, sem finnst bezt neðst við hægri bringubeinsrönd með kröft- ugum hjartslætti undir bringspöl- um. Lifrarröndin er finnanleg og oft aum viðkomu, ascites finnst sjaldan. Útlimir eru oft kaldir og cyanosis á nöglum og þær kúptar (clubbing). Tiltölulega fljótt ber á bjúg á ristum og um ökkla, sem hverfur á nóttum til að byrja með. Gagnstætt því, sem finnst við vinstri hjartabilun, er óreglulegur hjartsláttur sjaldgæfur við bilun á hægri ventriculus, nema sjúkl- ingar séu langt leiddir, þó heyrist valhopptaktur („gallop rhythmi“) stundum. I hjartalínuriti sjást teikn um hægri raun, sem lýsir sér með hægri hneigð eða hægri öxulbreyt- ingum, breytingum á T2 og Ts, hvössum og háum P2 og P2. Á Röntgenmynd sést stækkun á hægri hlið hjartans, sérlega þó á lungnaslagæðarboganum. Sé ein- vörðungu um bilun á hægri ventri- culus að ræða, ber að veita eftir- tekt, að á Röntgenmynd sjást ekki nein teikn um aukið blóðmagn í lungum, sem vekur furðu, þegar t. d. um cyanotiskan sjúkling er að ræða. Meðferð. Meðferðin hlýtur fyrst að bein- ast að þeim kvilla, sem hjartabil- uninni veldur, hvort heldur það er hitasótt, blóðleysi, efnaskipta- truflanir, hjartsláttartruflanir eða annað. Þarf að styrkja hjartað á allan hátt, bæði með almennum að- gerðum og lyfjagjöfum. Almenn meðferð. Hvíld: Fyrst er þá að tak- marka fótavist sjúklings, eða leggja hann alveg í rúmið, róa hann á alla lund og reyna að bægja frá honum hugarangri og kvíða. Hér hefur framkoma lækna og hjúkrunarliðs við sjúkling mikið að segja, einnig traust hans á læknum og starfsliði. Mataræði: Maturinn þarf að vera auðmeltur, blandaður, hvorki of feitur né innihaldandi mikið af hitaeiningum. Hann má ekki verða of leiðigjarn, því að í ljós hefur komið, að sjúklingar þessir verða oft vannærðir vegna einhæfs fæð- is, ef ekki er vel að gætt. Sjá verður um, að bætiefni séu gefin aukalega. Saltmagnið í matnum þarf að athuga, forðast allt saltmeti og borðsaltsát. Sumir læknar byrja á því að takmarka saltið í matnum, áður en þeir reyna þvagleysandi meðferð, og tekst þá að halda sjúklingum bjúglausum um hríð. Á Landspítalanum höfum*við ver- ið linir við harkalegar aðgerðir í saltmálum, þar eð maturinn verð- ur þá svo leiðigjarn. Hins vegar fá sjúklingar þessir það, sem kallað er „saltlítið fæði“ og þeg- ar meira liggur við „saltsnautt fæði“. Saltsnauða fæðið inniheldur 2 g af salti. Venjulegt daglegt fæði inniheldur um 10 g salts, sem er töluvert meira en líkaminn þarfn- ast. Ef sjúklingur er látinn forð- ast allt saltmeti og salt með mat, má búast við, að saltinnihald fæð- unnar minnki niður í 5 g á dag. Getur sjúklingur á þann hátt fengið heppilegan, gómsætan mat. Sé öllu salti sleppt við tilbúning fæðunnar, minnkar saltinnihald niður í 2—3 g. Séu skarpari að- gerðir viðhafðar til að draga úr salti í fæðunni, er hætta á, að sjúklingur gefist fljótt upp vegna bragðlauss og leiðigjarns matar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.