Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 83
LÆKNANEMINN
■n
cerebri anterior til vinstri og
einnig á vena cerebri interna.
Strax í arteriella fasanum sást
einkennileg tilfærsla á aftasta
hluta arteria pericallosa, hátt og
aftarlega parietal. Hægri carotis
æðamynd var einnig gerð (sjá
mynd).
Sjúklingur var sendur á Landa-
kotsspítala til aðgerðar og heils-
aðist vel eftir hana. Ráðgert var
að taka sjúkling inn aftur til frek-
ari rannsókna, en öll einkenni
hurfu og endurteknar taugakerf-
isskoðanir og heilarit hafa verið
eðlileg.
Sjukdómsgreining frá síðasta blaði:
Carcinoma bronchogenes pulm. sin. með
meinvörpum í nýrnahettum, lifur og
briskirtli.
Barkinn var lóffaður niffur af mein-
vörpum og hafði því ekki dregizt til
vinstri, þrátt fyirir algert lungnahrun.
#
KENNARASYNDRÖMIÐ
Kennarasyndrómið er samsafn ýmissa einkenna, sem fram koma,
þegar hinn sjúki stendur frammi fyrir hópi nemenda. Þessi syndrómi
var fyrst lýst á þriðju norrænu ráðstefnunni um læknisfræðikennslu
af danska læknanemanum Finn Kamper-Jörgensen (í Stokkhólmi, okt.
1969). Nokkur ár eru samt síðan fræðimenn fór að gruna, að einhver
slíkur sjúkdómur væri til.
Skilgreining: Kennarasyndrómið er króniskur smitsjúkdómur, sem
hefur eyðileggjandi áhrif á stúdenta.
Orsök (etiologi): Sjúkdómurinn er hvorki meðfæddur né að hann
teljist til hrörnunarsjúkdóma. Helztu orsakirnar eru: Aldagömul trú,
að háskólamenn án menntunar í uppeldisfræði geti kennt; sú skoðun,
að fræðimennska og rannsóknarástundun sé það eina, sem geti komið
mönnum í ævistöður við háskóla; sú bábilja, að uppeldisfræði sé að-
eins fyrir vangefna.
Tíðni: Samkvæmt dönskum athugunum virðist sjúkdómurinn
óumdeilanlega landlægur innan háskóla. Er að vísu nokkru sjaldgæfari
í yngri aldurshópum. Islenzkar tíðnitölur eru ekki fyrir hendi, en vitað
er um nokkra allilla haldna sjúklinga.
Einkenni: Gangur sjúkdómsins er venjulega hægt versnandi. Ekki
er óalgengt, að sjúkdómurinn byrji akút eftir embættispróf. Klínisk
greining er oftast auðveld, bæði af sögunni og með skoðun. I vafatil-
fellum má nota svokallað „kennslutímapróf“ (sbr. áreynsluhjartarit).
Er það bæði handhægt og öruggt, en fyrst og fremst ódýrt.
Horfur: Ákaflega sjaldgæft er, að sjúkdómurinn gangi til baka.
Króniskur gangur er venjan, og oft verður lokastigið alger fötlun, en í
þeim tilfellum verður samfélagið að koma til hjálpar.
Meðferð: Byrja verður á því að einangra sjúklinginn og gefa hon-
um stóra skammta af pedagoterapeutika. Síðan verði meðferð fylgt
eftir með viðhaldsskömmtum.
Horfur eftir meðferð: Allgóðar.