Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 76
66
LÆKNANEMINN
staða líkamans gerist með frjáls-
um fitusýrum. Viðstaða þeirra í
blóðinu er mjög stutt, helminga-
tími þeirra skiptir mínútum. Til
samanburðar má geta þess, að
helmingatími kýlómíkróna skiptir
klukkutímum, en helmingatími
lípópróteina er miklu lengri. Fitu-
sýrurnar berast um blóðið bundn-
ar albúmínum.
Mœlingar á lípíöum í blóði.
Mælingar á lípíðum í blóði hafa
verið stundaðar af kappi æ síðan
mönmnn varð ljóst, hve hættuleg-
ur faraldur af æðastíflum herjar
á vestrænar menningarþjóðir. Sé
serum kólesteról og serum þríglýs-
eríðar í mjög miklu magni, er ör-
ugglega nokkur háski á ferðum.
Þessu fylgja æðastíflur (eða þá að
sumum æðastíflum fylgi mikil
blóðfita), eins og til dæmis við-
víkjandi arfbundinni hækkun á
þessum efnum, en óljósara er allt,
þegar nær dregur meðalgildum
þessara efna í blóði manna. Það
er ekki efni þessarar greinar að
rökræða það, heldur hvernig þessi
efni séu mæld og hver séu meðal-
gildi þeirra í blóði manna.
Einhver rök, sem ekki verða
rakin hér, hníga að því, að fituút-
fellingar í æðum séu í sam-
bandi við truflanir á viðstöðu
lípópróteina í blóðinu. Þessi við-
staða verði of löng og við það um-
myndist þau á óhagstæðan hátt,
og verði þá meiri hætta á útfell-
ingum.
Kólesteról er fremur auðvelt að
mæla. Það myndar lituð efnasam-
bönd með ferríjónum í fullsterkri
brennisteinssýru, blandaðri ís-
ediksýru (Block, Jarret & Levin
aðferðin). I þessu tilviki má skola
lípíðana úr serrnn með ísóprópa-
nóli. Önnur aðferð við að mæla
kólesteról er að setja serum beint
út í ediksýruanhydríð í ediksýru-
brennisteinssýru blöndu, og mynd-
ast þá litað efnasamband. Sú að-
ferð er kennd við Lieberman
Buchard. í Hjartavernd er fyrr-
nefnda aðferðin notuð.
Þríglýseríðarnir eru mældir í
Hjartavernd með aðferð kenndri
við Lederer og Kessler. Þar er flúr-
skinsmæli beitt. Fyrst er efnasam-
bandið vatnsrofið (hydrolyserað),
og síðan er glýserólið oxíderað í
formaldehýd. Það binzt svo
acetýlaceton, en það efnasamband
hefur sterkt flúrskin og er mælt í
flúrskinsmæli.
Auðvelt er að mæla fosfólípíða
með því að vatnsrjúfa þá og mæla
síðan fosfórinn sem losnar.
Áhugi manna á mælingu fosfólíp-
íða hefur verið miklu minni en á
mælingu þríglýseríða og kólester-
óls. Þeir eru mun vatnssæknari og
æðum manna ekki talin hætta bú-
in af þeim.
Öðru máli gegnir um frjálsar
fitusýrur. Magn þeirra í blóði
stendur ef til vill í einhverju hlut-
falli við efnaskipti fitunnar, svo
að menn hafa nokkuð reynt að
mæla magn þeirra. En þar er við
nokkurn vanda að etja. Hinn
stutti helmingatími gerir það að
verkum að fjarlægja verður blóð-
frumur hið bráðasta. Þess vegna
skyldi nota blóðplasma frekar en
serum við ákvörðun þeirra. Við
hóprannsóknir slíkar, sem Hjarta-
vernd gerir, verður það allörðugt
og dýrt að taka plasma. Til þess
þyrfti sérstaka manneskju á þön-
um með heparínglös, hvort tveggja
dýrt, manneskjan og glösin. Þar
að auki hafa menn tæplega greint
í því ennþá, hvaða lærdóma má
draga af niðurstöðunum. Ákvörð-
unin sjálf er fremur gölluð.
Plasma skal hrista í klóróformi til
að skola fitusýrurnar út. Síðan má