Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 76

Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 76
66 LÆKNANEMINN staða líkamans gerist með frjáls- um fitusýrum. Viðstaða þeirra í blóðinu er mjög stutt, helminga- tími þeirra skiptir mínútum. Til samanburðar má geta þess, að helmingatími kýlómíkróna skiptir klukkutímum, en helmingatími lípópróteina er miklu lengri. Fitu- sýrurnar berast um blóðið bundn- ar albúmínum. Mœlingar á lípíöum í blóði. Mælingar á lípíðum í blóði hafa verið stundaðar af kappi æ síðan mönmnn varð ljóst, hve hættuleg- ur faraldur af æðastíflum herjar á vestrænar menningarþjóðir. Sé serum kólesteról og serum þríglýs- eríðar í mjög miklu magni, er ör- ugglega nokkur háski á ferðum. Þessu fylgja æðastíflur (eða þá að sumum æðastíflum fylgi mikil blóðfita), eins og til dæmis við- víkjandi arfbundinni hækkun á þessum efnum, en óljósara er allt, þegar nær dregur meðalgildum þessara efna í blóði manna. Það er ekki efni þessarar greinar að rökræða það, heldur hvernig þessi efni séu mæld og hver séu meðal- gildi þeirra í blóði manna. Einhver rök, sem ekki verða rakin hér, hníga að því, að fituút- fellingar í æðum séu í sam- bandi við truflanir á viðstöðu lípópróteina í blóðinu. Þessi við- staða verði of löng og við það um- myndist þau á óhagstæðan hátt, og verði þá meiri hætta á útfell- ingum. Kólesteról er fremur auðvelt að mæla. Það myndar lituð efnasam- bönd með ferríjónum í fullsterkri brennisteinssýru, blandaðri ís- ediksýru (Block, Jarret & Levin aðferðin). I þessu tilviki má skola lípíðana úr serrnn með ísóprópa- nóli. Önnur aðferð við að mæla kólesteról er að setja serum beint út í ediksýruanhydríð í ediksýru- brennisteinssýru blöndu, og mynd- ast þá litað efnasamband. Sú að- ferð er kennd við Lieberman Buchard. í Hjartavernd er fyrr- nefnda aðferðin notuð. Þríglýseríðarnir eru mældir í Hjartavernd með aðferð kenndri við Lederer og Kessler. Þar er flúr- skinsmæli beitt. Fyrst er efnasam- bandið vatnsrofið (hydrolyserað), og síðan er glýserólið oxíderað í formaldehýd. Það binzt svo acetýlaceton, en það efnasamband hefur sterkt flúrskin og er mælt í flúrskinsmæli. Auðvelt er að mæla fosfólípíða með því að vatnsrjúfa þá og mæla síðan fosfórinn sem losnar. Áhugi manna á mælingu fosfólíp- íða hefur verið miklu minni en á mælingu þríglýseríða og kólester- óls. Þeir eru mun vatnssæknari og æðum manna ekki talin hætta bú- in af þeim. Öðru máli gegnir um frjálsar fitusýrur. Magn þeirra í blóði stendur ef til vill í einhverju hlut- falli við efnaskipti fitunnar, svo að menn hafa nokkuð reynt að mæla magn þeirra. En þar er við nokkurn vanda að etja. Hinn stutti helmingatími gerir það að verkum að fjarlægja verður blóð- frumur hið bráðasta. Þess vegna skyldi nota blóðplasma frekar en serum við ákvörðun þeirra. Við hóprannsóknir slíkar, sem Hjarta- vernd gerir, verður það allörðugt og dýrt að taka plasma. Til þess þyrfti sérstaka manneskju á þön- um með heparínglös, hvort tveggja dýrt, manneskjan og glösin. Þar að auki hafa menn tæplega greint í því ennþá, hvaða lærdóma má draga af niðurstöðunum. Ákvörð- unin sjálf er fremur gölluð. Plasma skal hrista í klóróformi til að skola fitusýrurnar út. Síðan má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.