Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 26
LÆKNANEMINN
n
Mynd 3.
Spennubreytingar af völdum ertistraums af mismunandi styrkleika.
Valdi hann ekki spennufalli að þröskuldi, verður engin hrifspenna.
(Mynd 19 í Katz). Nokkur tregða er á spennubreytingum neðan þrösk-
uldsins, og ræðst hún af rýmd og eðlisviðnámi frumuhimnunnar.
(sjá mynd 4). Samkvæmt jöfnu 3
leiðir hækkun á PK til spennu-
hækkunar og vinnur því á móti
spennufallinu, sem PNa hækkunin
orsakaði. Þar af leiðir, að himnu-
spennan verður aldrei jöfn jafn-
vægisspennu fyrir Na+, og hrif-
spennan því ekki hærri en raun
ber vitni. Þar veldur og nokkru
um, að PNa hækkunin er mjög
skammvinnt fyrirbrigði, svo að
hin jákvæða hleðsla frymisins
nær aldrei að verða svo há, að jafn-
vægi náist milli raffallandi og
þéttnifallandi Na+.
Sérstaklega er athyglisvert, að
gegndræpi frumuhimnu skuli ekki
aukast samtímis gagnvart Na+
og K+. Himnan gerir þannig upp
á milli þessara áþekku jóna,
hvort sem hún er í hvíld eða að
starfi, við háa spennu eða lága.
Þess hefur fyrr verið getið, að
samband PNa hækkunar og himnu-
spennufalls sé jákvætt afturkasts-
kerfi. Samband PK hækkunar og
himnuspennu er hins vegar nei-
kvætt afturkastskerfi, sem stefn-
ir að viðhaldi hvíldarspennu.
Spennufall veldur hækkun á PK,
sem hins vegar vinnur að spennu-
hækkun og þar með „eðlilegu“ PK
á ný.