Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 43
cysta, sem ekki finnst við neinn
annan sjúkdóm. Séu klínisk syr-
ingomyeli einkenni fyrir hendi og
mænan atrofisk við loftmyelo-
grafiu, er diagnosan syringo-
myeli einnig talin örugg.
Horfur.
Ef ekkert er aðhafzt, heldur
sjúkdómurinn áfram að versna,
hægt og stöðugt, þótt stundum
virðist nær óbreytt ástand geta
haldizt árum saman. Af hverjum
100 sjúklingum með 5 ára sjúkra-
sögu, verða 6 óvinnufærir. Dánar-
orsök er venjulegast einhver ann-
ar sjúkdómur.
Meðferð.
Heilaskurðaðgerð eftir aðferð
Gardners er árangursrík. Skorið
er inn í fossa posterior, foramen
Magendie opnað og settur vöðva-
biti í eða saumað fyrir opið á
ganginum milli IV. ventriculus og
cystunnar. Eftir uppskurðinn
beinast slættir ventricular vökv-
ans niður í spinala subarachnoidal
rúmið á eðlilegan hátt, og vökvinn
í cystunni resorberast. Sjúklingn-
um hættir að versna, nokkur bati
getur orðið, en yfirleitt verður líð-
anin svipuð og hún var á þeim
tíma, sem uppskurðurinn var gerð-
ur. Það er því áríðandi að greina
og meðhöndla sjúkdóminn
snemma.
HEIMILD ARRIT:
Appleby, A., Foster, J. B., Hankins-
son, J. og Hudson, P. (1968): The diag--
nosis and management of the Chiari
anomalies in adult life. Brain 91, 131.
Boman, K. og Iivanainen, M. (1967):
Mynd 4.
Isotop-myelocystografi hjá sjúklingi
með syringomyeli. Ójöfn dreifing iso-
tópsins í cystunni, sem nær frá C, - Ts.