Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 48
LÆKNANEMINN
48
under social control that may
improve or impair the racial
qualities of future generations,
either physically or mentally".
Stofnuð voru fræðslufélög í
eugenics víðsvegar um Evrópu og
Ameríku. I upphafi aldarinnar
voru gerðar samþykktir í þessrnn
félögum, sem minna mjög á vissa
þætti í hugmyndafræði national-
socialismans, enda ritar brezki
líffræðingurinn L. Hogben svo í
bók sinni „Science in Authority“:
„At the lunatic fringe of biology
there is a body of doctrine called
eugenics. ... A British Eugenics
Society in the thirties drew its
support largely from a vocal
minority of adherents to the Nazi
ideology of Rassenhygiene (79,
84).
Mendel (1822—84) birti erfða-
lögmál sín árið 1866, en grein hans
vakti litla athygli, unz lögmál
hans voru uppgötvuð að nýju um
aldamótin. Fljótlega var mörgum
stoðum rennt undir kenningar
hans með rannsóknum jafnt á
mönnum sem öðrum lífverum.
Voru nú uppi tvennskonar höfuð-
sjónarmið innan erfðafræðinnar.
Annars vegar biometryskólinn
og hinsvegar „Mendels-skólinn".
Helztu forsvarsmenn hins síðar-
nefna voru Englendingurinn W.
Bateson (1861—1926) og Daninn
W. L. Johahnsen (1857—1927).
Johannsen skrifaði bókina „Arve-
lighedens Elementer", sem kom út
árið 1905 og var sérstæð að því
leyti, að tveimur þriðju hlutum
hennar er varið í stærðfræðilegan
undirbúning. Bók þess kom í þýzkri
útgáfu og hafði mikil áhrif á meg-
inlandinu. Merkur atburður átti
sér stað árið 1904 í geðmæling-
um (e. psychometry), er sálfræð-
ingurinn Spearman setti fram
þáttakenningu sína, sem verður
upphaf þáttagreiningar (e. factor
analysis).
Á 2. og 3. tug aldarinnar urðu
miklar framfarir í tölfræði. Ber
þar hæst verk Englendingsins
Ronalds A. Fishers. Hann er af
flestum talinn faðir hinnar fræði-
legu tölfræði (e. mathematical
statistics) og tilraunastærðfræð-
innar (e. experimental design). í
tímaritsgrein er hann birti árið
1918 sýndi hann stærðfræðilega,
að niðurstöður fylgnimælinga
Galtons og eftirmanna hans væru
í samræmi við erfðafræði Mendels
og sameinaði þar með hin tvö
stríðandi sjónarmið innan erfða-
fræðinnar. Stærðfræðirannsóknir
á erfðafræði þýðis (e. population
genetics) hófust 1908—9 með
verkum W. Weinberg. En skriður
komst ekki á þessar rannsóknir
fyrr en um 1930, er einkum Rúss-
ar og Englendingar rannsökuðu
erfðafræðikenningar um þróunar-
hvörf (e. evolutionary processes).
Hæst ber þó nafn Bandaríkja-
mannsins Sewall Wrigth. Bók
Fishers „Genetical Theory of
Natural Selection“, er út kom árið
1930, þykir marka upphaf endur-
reisnartímabils í rannsóknum _ á
náttúruvalskenningu Darwins. IJt-
koma bókar Sir Ronalds „Statis-
tical Methods for Research
Workers“ árið 1925 hafði mikil
áhrif bæði hagnýt og fræðileg. Hér
er rétt að geta bókar D’ Arcy
Thompson „Growth and Form“,
sem út kom í fyrsta skipti árið
1917, og bókar Lotkas „Elements
of Mathematical Biology“, sem
birtist á prenti árið 1925. í báðum
þessum bókum er stærðfræðin
óspart tekin í þjónustu líffræðinn-
ar. Rit, sem hafði mikil áhrif á
notkun tölfræði innan læknisfræð-
innar, var bók Austin Bradford
Hills „Principles of Medical