Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 80
68
LÆKNANEMINN
læknum, sem hafa hugsað þetta
mál af öllu hjarta. Þess má geta,
að meðalneyzla Ameríkumanna er
nálægt 750 mg kólesteróls á dag.
En mig rennir þó grun í það, að
sumir hafi í skúffum sínum mat-
arlista góða, sem leyfa og banna
hitt og þetta, fyrir utan flokk
meðala misgóðra. Þessir matarlist-
ar banna hreint og skýrt allar þær
matartegundir, sem í er mikið
kólesteról eða mettuð fita. Hér
skal að lokum telja nokkra rétti af
þessum lista.
1. Blóðfituhækkandi: Mjólk,
smér, rjómi, feitur ostur, rauða
eggja og allt sem heil egg eru í,
feitt ket, skelfiskur, ket anda og
gæsa, bjúgu, hamborgarar og
margt fleira.
2. Blóðfituáhrifalaust eða -lækk-
andi: Fiskur, jafnvel feitur fisk-
ur, hænsnaket og kjúklinga,
kálfaket, kalkúnar, annað magurt
ket í nokkru hófi, grænmeti allt
nema einstaka feitt grænmeti, sem
líklega sést aldrei á íslandi, baun-
ir og eggjahvíta eins og lystin
leyfir, undanrenna og skyr.
Ekki er nóg að kenna mönnum
hvers þeir eiga ekki að neyta, það
verður að gæta þess, að þeir fái
fullnægjandi næringu í staðinn, ef
horfið er frá notkun ákveðinna
þátta í mataræðinu. Við minnkun
fitu í fæðunni eru það einkum
fituleysanlegu bætiefnin, sem get-
ur orðið bagalega lítið af. Slíkt
má bæta með notkun lýsis og
bætiefna.
#
fijónaband
cje/Jingur f/agari
nunna
drós kynbomba
? 9 7
kona meb fabmcj keiSara —
S vein & arn i skUrb UV