Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 90

Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 90
76 LÆKNANEMINN UM BÆKUR Rannsóknir og samfélag' eftir Arne Engström. Teknisk Tidskrift, 1. tbl„ Í970. Rannsóknir og samfélag nefnist grein I sænsku tæknitímariti, Teknisk Tid- skrift, 1. tbl., 100. árgangur, 1970. Er hún eftir Arne Engström, prófessor í eðlisfræðilegri læknisfræði við Karo- linska Institutet í Stokkhólmi. Verður rakinn hér hluti greinarinnar, sem raunar er öll hin fróðlegasta. Vandamál smáþjóðar. Rannsóknir í náttúruvisindum og tækni verða æ dýrari. Á undanförnum tíu árum hefur kostnaður nauðsynlegs tækjabúnaðar hundraðfaldazt eða þús- undfaldazt, en jafnframt hefur ævi tækjabúnaðarins svo að segja stytzt, þar sem nýr og betri búnaður kemur sífellt á markaðinn. Vilji vísindamaður fá niðurstöður sínar birtar í stórum alþjóðlega viðurkenndum tímaritum, verða þær að vera fengnar með beztu hugsanlegri mælitækni, þ.e. nýjasta og bezta tækjabúnaði. Einnig er ljóst, að rannsóknir í nátt- úruvísindum eru ekki lengur bundnar innan marka hinna vel afmörkuðu ,,sí- gildu" fræða. Sagt er, að eigi að nást árangur í rannsóknum af alþjóðlegum staðli, verði að vera fyrir hendi „minnsti krítíski massi visindamanna", eða nánar til tekið þekking frá mis- munandi sviðum með vel útbúnum rannsóknarstofum. Þessi þróun leiðir óhjákvæmilega til þess, að rannsóknarstofnanir smáþjóða verða að sérhæfa sig mjög til að verða samkeppnishæfar á alþjóðavettvangi. Litil þjóð getur því aðeins spannað brot vísindanna. Því verða smáþjóðir að vinna saman til að geta spannað stærri hluta vísindanna. Greinarhöfund- ur telur vísindalega samvinnu á nor- rænum grundvelli eðlilega og mikilvæga sem hluta af alþjóðlegri samvinnu. Von- ar hann, að viðræðurnar um Nordek leiði til slíkrar samvinnu. Greinarhöfundur getur þess, að á sérsviði hans hafi verið stofnað Euor- opean MOlecular Biology Organisation (Embo), en hann er raunar stofnandi og formaður þeirrar stofnunar. Þessi stofnun fæst nú aðallega við að úthluta styrkjum til evrópskra vísindamanna, sem vilja vinna hver í annars rann- sóknarstofu, en einnig eru skipulögð sérnámskeið og sumarskólar. Hug- myndin er að auka hreyfanieika og sam- bandið milli vísindamanna innan svæð- isins. Einnig er ætlunin að koma vís- indamanni til hjálpar á auðveldan hátt, ef hann þarf rannsókna sinna vegna að komast um stundarsakir að fullkomnari búnaði en hans eigin rannsóknarstofa getur boðið upp á. Þannig getur hann dvalizt í nokkra daga, vikur eða mán- uði á þeim rannsóknarstofum, sem gera hönum kleift að bæta við starfið á eig- in rannsóknarstofu. Einnig styrkir Embo þá vísindamenn, sem eru að ijúka handriti, en vilja, áður en það er gefið út, ræða um einhver atriði í því við sérfræðing í öðru Evrópulandi. Framtíð háskólanna. Geta háskólar í framtíðinni haft for- ystu í rannsóknum ? Mjög þróuð nátt- úrufræðileg og tæknileg vísindastarf- semi fer nú á tímum fram á sérrann- sóknarstofnunum á vegum hins opin- bera eða einstaklinga. Að sjálfsögðu eru rannsóknir á slíkum stofnunum að vissu leyti stýrðar. Það hefur þó sýnt sig, að stofnanir atvinnuveganna, sem vinna að hagnýtum rannsóknum, verða að stunda að einhverju leyti grund- vallarrannsóknir, eigi þær að geta náð hagnýtum árangri. Þær grundvallar- rannsóknir, sem þessar stofnanir byggja upp, fá miklu meiri fjárhagslegan stuðning en háskólastofnanir geta veitt. Ef til vill má hugsa sér, að í fram- tíðinni verði hinar þróuðustu grundvall- arrannsóknir reknar á vegum stórra alþjóðlegra iðnsamsteypa eða í sérrann- sóknarstofum hins opinbera. Gott dæmi um þetta er tölvutæknin. Eiga þá háskólamir einungis að verða embættismannaskólar og veita aðeins vissa vísindalega þjálfun? Á hinn sígildi háskóli að vera húsaskjól frjálsrar hugsunar, eða lendir hann í fjárhagsörðugleikum ? Hinar miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.