Læknaneminn - 01.06.1970, Page 90
76
LÆKNANEMINN
UM BÆKUR
Rannsóknir og samfélag'
eftir Arne Engström.
Teknisk Tidskrift, 1. tbl„ Í970.
Rannsóknir og samfélag nefnist grein
I sænsku tæknitímariti, Teknisk Tid-
skrift, 1. tbl., 100. árgangur, 1970. Er
hún eftir Arne Engström, prófessor í
eðlisfræðilegri læknisfræði við Karo-
linska Institutet í Stokkhólmi. Verður
rakinn hér hluti greinarinnar, sem
raunar er öll hin fróðlegasta.
Vandamál smáþjóðar.
Rannsóknir í náttúruvisindum og
tækni verða æ dýrari. Á undanförnum
tíu árum hefur kostnaður nauðsynlegs
tækjabúnaðar hundraðfaldazt eða þús-
undfaldazt, en jafnframt hefur ævi
tækjabúnaðarins svo að segja stytzt,
þar sem nýr og betri búnaður kemur
sífellt á markaðinn. Vilji vísindamaður
fá niðurstöður sínar birtar í stórum
alþjóðlega viðurkenndum tímaritum,
verða þær að vera fengnar með beztu
hugsanlegri mælitækni, þ.e. nýjasta og
bezta tækjabúnaði.
Einnig er ljóst, að rannsóknir í nátt-
úruvísindum eru ekki lengur bundnar
innan marka hinna vel afmörkuðu ,,sí-
gildu" fræða. Sagt er, að eigi að nást
árangur í rannsóknum af alþjóðlegum
staðli, verði að vera fyrir hendi
„minnsti krítíski massi visindamanna",
eða nánar til tekið þekking frá mis-
munandi sviðum með vel útbúnum
rannsóknarstofum.
Þessi þróun leiðir óhjákvæmilega til
þess, að rannsóknarstofnanir smáþjóða
verða að sérhæfa sig mjög til að verða
samkeppnishæfar á alþjóðavettvangi.
Litil þjóð getur því aðeins spannað
brot vísindanna. Því verða smáþjóðir
að vinna saman til að geta spannað
stærri hluta vísindanna. Greinarhöfund-
ur telur vísindalega samvinnu á nor-
rænum grundvelli eðlilega og mikilvæga
sem hluta af alþjóðlegri samvinnu. Von-
ar hann, að viðræðurnar um Nordek
leiði til slíkrar samvinnu.
Greinarhöfundur getur þess, að á
sérsviði hans hafi verið stofnað Euor-
opean MOlecular Biology Organisation
(Embo), en hann er raunar stofnandi
og formaður þeirrar stofnunar. Þessi
stofnun fæst nú aðallega við að úthluta
styrkjum til evrópskra vísindamanna,
sem vilja vinna hver í annars rann-
sóknarstofu, en einnig eru skipulögð
sérnámskeið og sumarskólar. Hug-
myndin er að auka hreyfanieika og sam-
bandið milli vísindamanna innan svæð-
isins. Einnig er ætlunin að koma vís-
indamanni til hjálpar á auðveldan hátt,
ef hann þarf rannsókna sinna vegna að
komast um stundarsakir að fullkomnari
búnaði en hans eigin rannsóknarstofa
getur boðið upp á. Þannig getur hann
dvalizt í nokkra daga, vikur eða mán-
uði á þeim rannsóknarstofum, sem gera
hönum kleift að bæta við starfið á eig-
in rannsóknarstofu. Einnig styrkir
Embo þá vísindamenn, sem eru að
ijúka handriti, en vilja, áður en það
er gefið út, ræða um einhver atriði í
því við sérfræðing í öðru Evrópulandi.
Framtíð háskólanna.
Geta háskólar í framtíðinni haft for-
ystu í rannsóknum ? Mjög þróuð nátt-
úrufræðileg og tæknileg vísindastarf-
semi fer nú á tímum fram á sérrann-
sóknarstofnunum á vegum hins opin-
bera eða einstaklinga. Að sjálfsögðu
eru rannsóknir á slíkum stofnunum að
vissu leyti stýrðar. Það hefur þó sýnt
sig, að stofnanir atvinnuveganna, sem
vinna að hagnýtum rannsóknum, verða
að stunda að einhverju leyti grund-
vallarrannsóknir, eigi þær að geta náð
hagnýtum árangri. Þær grundvallar-
rannsóknir, sem þessar stofnanir byggja
upp, fá miklu meiri fjárhagslegan
stuðning en háskólastofnanir geta veitt.
Ef til vill má hugsa sér, að í fram-
tíðinni verði hinar þróuðustu grundvall-
arrannsóknir reknar á vegum stórra
alþjóðlegra iðnsamsteypa eða í sérrann-
sóknarstofum hins opinbera. Gott dæmi
um þetta er tölvutæknin.
Eiga þá háskólamir einungis að
verða embættismannaskólar og veita
aðeins vissa vísindalega þjálfun? Á
hinn sígildi háskóli að vera húsaskjól
frjálsrar hugsunar, eða lendir hann í
fjárhagsörðugleikum ? Hinar miklu