Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.06.1970, Blaðsíða 15
LÆKNANEMINN 15 skipan innan þeirrar deildar hefur verið nær óbreytt frá upphafi. Lífs- nauðsynlegar hjálpargreinar læknisfræðinnar hafa verið algerlega for- smáðar, eða hvar hafa greinar eins og erfðafræði, tölfræði og tölvu- tækni verið faldar? Hefur mörgum þótt nóg um hugmyndafátækt og persónulegt karp hinna þaulsetnu prófessora, en því miður getur ævi- löng seta í sama starfi leitt slíkt af sér. í rekstri stofnana og fyrirtækja víða um heim þykja mannaskipti sjálfsögð og æskileg, að ekki sé talað um í stjórnmálastarfi, þar sem lýðræði er að einhverju metið. Nú þegar aukinn fjöldi starfskrafta á hinum ýmsu sviðum læknisfræðinnar bætist á markaðinn, stóraukast möguleikar á mannaskiptum í kennslu- og rannsóknarstörfum á veg- um læknadeildar og sama gildir um aðrar deildir Háskólans. Vísinda- leg stjórnun er í sjálfu sér ekki frábrugðin stjórnun yfirleitt, henni er vissulega nauðsyn á hæfustu mönnum á hverjum tíma. Mannaskipti hjá starfskröftum Háskólans þurfa að verða eðlilegur hlutur, og eng- inn má telja það sér til minnkunar að hverfa til annarra starfa að fullu og öllu eða um hríð. Þeirri hugmynd virðist aukast fylgi, að prófessorar og aðrir kenn- arar og starfskraftar Háskólans verðx ráðnir til nokkurra ára í senn. Væri sannariega æskilegt, að hreyfing kæmist á kennaralið lækna- deildar, t. d, með því að skipa prófessora og aðra kennara til 5 ára í senn. Nokkurt vandamál er hins vegar, með hverjum hætti ráðning starfskrafta deildarinnar færi fram. Er hæfur og hlutlægur aðali vand- fundinn til slíks starfs. Varðandi kennslukrafta læknadeildar mætti hugsa sér, að þá réðu að % hluta læknanemar, V hluta Læknafélag íslands og að Ýs hluta kennarar deildarinnar. Þessi möguleiki á manna- skiptum er eins og áður segir eina raunverulega tryggingin gegn stöðn- un. Duga þar engar nefndir með útbrunnum starfskröftum. Því fyrr sem kennarar koma og fara líkt og stúdentar, þeim mun betra. HB Geturðu hjálpað, lœknanemi? Spurning sem þessi er alltaf öðru hvoru borin fyrir okkur. Sjaldn- ast er um líf og dauða að tefla, en gera má þó ráð fyrir, að óhöpp og slys verði ekki síður þar sem læknanemar eru en hjá hinum almenna borgara. Þegar ógæfan er á ferðinni, er sjaldnast tími til að búa í hag- inn, svo verjast megi höggum hennar, Grípa verður því það, sem hendi er næst, og leita hverrar þeirrar bjálpar sem býðst. Oft er spurt, hvort einhver læknislærðxxr sé nærri og sé svo fellur í hans hlut að stjórna aðgerðum. Nú er því svo farið, að læknanemar læra ekki hjálp í viðlögum innan læknadeildar. Að vísu er fyrirhuguð slík kennsla í hinu nýja skipulagi, en þangað til allir læknanemar hafa fengið þá tilsögn geta liðið mörg ár. Ástandið er því bannig nxma, að ekki má reikna með kunnáttu í hjálp í viðlögum hjá læknanemum öðrum en þeim, sem komnir eru á síðustu árin. Þetta er okkur til mestxx vansæmdar, og kominn er tími til að bætt verði fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.