Læknaneminn - 01.06.1970, Qupperneq 9
LÆKNANEMINN
9
hálsi, stækkun á hægri hlið hjart-
ans, sem finnst bezt neðst við
hægri bringubeinsrönd með kröft-
ugum hjartslætti undir bringspöl-
um. Lifrarröndin er finnanleg og
oft aum viðkomu, ascites finnst
sjaldan. Útlimir eru oft kaldir og
cyanosis á nöglum og þær kúptar
(clubbing). Tiltölulega fljótt ber
á bjúg á ristum og um ökkla, sem
hverfur á nóttum til að byrja með.
Gagnstætt því, sem finnst við
vinstri hjartabilun, er óreglulegur
hjartsláttur sjaldgæfur við bilun
á hægri ventriculus, nema sjúkl-
ingar séu langt leiddir, þó heyrist
valhopptaktur („gallop rhythmi“)
stundum.
I hjartalínuriti sjást teikn um
hægri raun, sem lýsir sér með
hægri hneigð eða hægri öxulbreyt-
ingum, breytingum á T2 og Ts,
hvössum og háum P2 og P2. Á
Röntgenmynd sést stækkun á
hægri hlið hjartans, sérlega þó á
lungnaslagæðarboganum. Sé ein-
vörðungu um bilun á hægri ventri-
culus að ræða, ber að veita eftir-
tekt, að á Röntgenmynd sjást ekki
nein teikn um aukið blóðmagn í
lungum, sem vekur furðu, þegar
t. d. um cyanotiskan sjúkling er að
ræða.
Meðferð.
Meðferðin hlýtur fyrst að bein-
ast að þeim kvilla, sem hjartabil-
uninni veldur, hvort heldur það er
hitasótt, blóðleysi, efnaskipta-
truflanir, hjartsláttartruflanir eða
annað. Þarf að styrkja hjartað á
allan hátt, bæði með almennum að-
gerðum og lyfjagjöfum.
Almenn meðferð.
Hvíld: Fyrst er þá að tak-
marka fótavist sjúklings, eða
leggja hann alveg í rúmið, róa
hann á alla lund og reyna að bægja
frá honum hugarangri og kvíða.
Hér hefur framkoma lækna og
hjúkrunarliðs við sjúkling mikið
að segja, einnig traust hans á
læknum og starfsliði.
Mataræði: Maturinn þarf að
vera auðmeltur, blandaður, hvorki
of feitur né innihaldandi mikið af
hitaeiningum. Hann má ekki verða
of leiðigjarn, því að í ljós hefur
komið, að sjúklingar þessir verða
oft vannærðir vegna einhæfs fæð-
is, ef ekki er vel að gætt. Sjá
verður um, að bætiefni séu gefin
aukalega.
Saltmagnið í matnum þarf að
athuga, forðast allt saltmeti og
borðsaltsát. Sumir læknar byrja á
því að takmarka saltið í matnum,
áður en þeir reyna þvagleysandi
meðferð, og tekst þá að halda
sjúklingum bjúglausum um hríð.
Á Landspítalanum höfum*við ver-
ið linir við harkalegar aðgerðir í
saltmálum, þar eð maturinn verð-
ur þá svo leiðigjarn. Hins vegar
fá sjúklingar þessir það, sem
kallað er „saltlítið fæði“ og þeg-
ar meira liggur við „saltsnautt
fæði“.
Saltsnauða fæðið inniheldur 2 g
af salti. Venjulegt daglegt fæði
inniheldur um 10 g salts, sem er
töluvert meira en líkaminn þarfn-
ast. Ef sjúklingur er látinn forð-
ast allt saltmeti og salt með mat,
má búast við, að saltinnihald fæð-
unnar minnki niður í 5 g á dag.
Getur sjúklingur á þann hátt
fengið heppilegan, gómsætan mat.
Sé öllu salti sleppt við tilbúning
fæðunnar, minnkar saltinnihald
niður í 2—3 g. Séu skarpari að-
gerðir viðhafðar til að draga úr
salti í fæðunni, er hætta á, að
sjúklingur gefist fljótt upp vegna
bragðlauss og leiðigjarns matar,