Læknaneminn - 01.03.1974, Síða 17
anlegar rannsóknir eru settar í gang, en vesalings
sjúklingurinn týnist í moldviðrinu. Sumir þessara
lækna hafa ómeðvitaða tilhneigingu til að tala um
sjúklinginn með nafni sjúkdómsins, t. d. „Turner",
3>Libmann-Sack“, „Hashimoto“. Mest ber á þessu
njá ungum, framagjörnum læknum.
Ll 4: Sjúhlingurinn sent tœhi til uS
biliiyja upp sjjálfsintintl
Læknar hafa eins og aðrir hugmyndir um sjálfa
S1g, þ. e. sjálfsmynd, sem þeir reyna að halda til
streitu í félagslegum samskiptum sínum. Stundum
getur læknirinn notað sjúklinginn til að byggja upp
sjálfsmyndina og ber mest á þessu í geðlækningum.
Hann talar þá „neikvætt“ um sjúklinginn (sjúkur,
°áreiðanlegur, með karaktergalla o. s. frv.) til að
draga fram hve hann sjálfur sé „jákvæður“ (heil-
Lrigður, áreiðanlegur, heilsteyptur karakter o. s.
frv.).
Ll S: Sjúhlingurinn sem hennslutæhi
Þeir sem stundað hafa klínískt nám þekkja allir
þá niðurlægingu sem sjúklingar verða að þola þeg-
ar þeir eru notaðir sem kennslutæki. Þeir eru varla
spurðir leyfis og sé það gert hætta fæstir þeirra sér
ut í að mótmæla, því slíkt kostar ónáð hjá kerfinu.
Heyndar er verulega gert upp á milli stétta hvað
þetta varðar, því sjaldgæft er að einkasj úklingar
Professoranna og yfirlæknanna, svo og sjúklingar úr
efstu þrepum þjóðfélagsstigans séu notaðir til
kennslu.
Nú, svo er sjúklingurinn sýndur eins og kjötlæri
i verslun, potað í hann og talað um sjúkdóm hans,
en þar gleymist stundum að hann hefur bæði sjón,
heyrn og tilfinningu.
Eins og klíníska kennslan fer fram núna bera
stúdentarnir enga ábyrgð á meðferð sjúklinganna.
Til stúdenta á kúrsus eru aðallega gerðar þær kröf-
ur að þeir taki ákveðinn fjölda af sjúrnölum. Þessir
sjurnalar fara svo oftast lítið lesnir og nær alltaf
gagnrýnislaust inn í skjalasafn sjúkrahússins. Lækn-
u' sjúklingsins tekur jú hvort sem er sinn eigin sjúrn-
ar- Þetta verður til að drepa niður áhuga margra
stúdenta og þeir fara að líta á sjúklingana sem
hverja aðra hluti, sem þeir þurfi að safna sér á-
kveðnum fjölda af til að fá kúrsinn viðurkenndan.
Trúlega hefðu menn meira gagn af kúrsinum ef
þeir tækju sjúrnal af færri sjúklingum, en sæu síðan
að verulegu leyti um meðferð þeirra (þó undir
handleiðslu læknis) og fylgdust með hata. Með því
að auka svona ábyrgð stúdentanna má búast við að
samband þeirra við sjúklingana yrði einlægara og
áhuginn meiri.
3
Hér að framan hefur verið drepið á ýmsa þætti,
sem einkenna sjúkling og lækni og þar með sam-
skipti þeirra. En eftir er að minnast á lækninn í
hlutverki galdramannsins. I öllum frumstæðum
þjóðfélögum eru galdramenn, sem jafnframt eru
læknar þessa þjóðfélags — töfralæknar. Hinn nútíma
læknir er beinn arftaki galdramannsins í hugum
fólks þrátt fyrir það, að læknavísindin, eða kannski
réttara sagt læknislistin, eiga sér ævaforna sögu. I
huga almennings er læknirinn goðborin vera, ó-
manulegur og allt að því óskeikull. Eflaust á mikinn
þátt í þessu hula sú, sem jafnan hefur hvílt yfir lækn-
isfræði, byggingu og störfum líkamans, meinum
hans og sjúkdómum og meðhöndlun þeirra. A okkar
dögum er þetta þó að breytast. Lagt hefur verið
kapp á að fræða fólk um eigin líkama og eðlileg
störf hans, og er það vel. I kjölfarið hefur komið
fræðsla um helztu sjúkdóma og varnir gegn þeim.
En fræðsla um meðhöndlun sjúkdóma, aðgerðir
læknisins og ástæður hans fyrir þeim er enn á byrj-
unarstigi. Fæstir læknar eru nógu opnir gagnvart
sjúklingum sínum, og flestir sjúklingar hafa það
mikinn ótta af lækni sínum, að þeim dytti aldrei í
hug að ganga hart að honum eftir fróðleik um eigið
ástand. Þegar sjúklingur kemur til læknis, er sjúkl-
ingurinn oft í hlutverki barns, sem leitar úrræða
LÆKNANEMINN
11