Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Page 48

Læknaneminn - 01.03.1974, Page 48
(cortical sinus), sem umlykur eitilinn og liggur næst undir eitilhýðinu (capsule), Frá þessum stokki hrísl- ast vessagangar gegnum eitilvefinn. Þessir gangar stefna allir á eitilportið, þar sem þeir sameinast og mynda fráfarandi vessagang. Stoðvefur eitla er gerður úr netfrumum (reticul- um cells), sem eru sennilega af bandvefsuppruna. Þessar frumur og þræðir þeirra skipta eitlinum í starfssvæði og mynda möskva, sem umlykja eitil- frumur. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því, að eitilfrumurnar eru á stöðugri hreyfingu innan eitlanna, og verulegur hluti þeirra hefur þar einungis stutta viðdvöl (sjá síðar). Sú mynd, sem fæst við venjulega smásjárskoðun á formalínhertum eitilvef, hrekkur því skammt til þess að varpa Ijósi á gerð og starfsemi lifandi eitla, sem einkennist af hreyfan- leika eitilfrumnanna og víxlverkunum milli þeirra og annarra frumutegunda í eitlinum. Þó má fá all- góða hugmynd um helztu starfssvæði eitilvefs og greina meiriháttar truflanir í starfsemi þeirra með hefðbundinni vefjaskoðun. Aðalsvæðin eru þrjú, börkur, tímgilsvæði og mergur. I eitilberkinum (cortex) eru frumubú (follicles). Þegar eitill er í hvíld eru eitilfrumur búanna flestar litlar og óvirkar (primary follicles). Verði eitill hins vegar fyrir áreitni, byrja eitilfrumurnar í miðju bú- anna að stækka og skipta sér, og myndast þannig vaxtarbú (germinal centres). Eitilfrumur barkarins eru flestar af B-gerð, og er talið, að eitilbúin gegni mikilvægu hlutverki í sérhæfingu B-eitilfrumna. Hjá sjúklingum, sem líða algeran mótefnaskort (agam- maglobulinemia) finnast engin frumubú í eitlum. Tímgilsvæðið (paracortical, thymus dependent area) liggur milli barkar og mergjar eitlanna. Þar eru nær allar eitilfrumur af tímgilgerð (T-lympho- cytes). Sjúklingar með timgilbilun (thymic aplasia, thymic dysplasia) hafa mjög fáar eitilfrumur á þessu svæði. Möskvar stoðfrumunetsins í tímgilsvæðinu eru samfallnir og því sem næst tómir hjá slíkum sjúklingum. Eitilmergurinn er sá hluti eitilvefsins, sem liggur út frá eitilportinu. Þar ber mest á æðum og vessa- göngum, sem stefna saman (converge) að eitilport- inu. Eitilfrumur eru tiltölulega færri á þessu svæði en annars staðar í eitilvefnum. Þær eru bæði af T- og B-gerð, en við bólguáreitti getur safnast talsvert af plasma frumum í eitilmerginn. Plasmafrumur eru B-eitilfrumur á lokastigi sérhæfingar. Þær mynda mikið af mótefnum, en hafa misst hæfileikann til þess að skipta sér. Miltm Miltað hefur tvenns konar hlutverk. Það er blóð- hreinsunartæki en jafnframt afkastamikil mótefna- smiðja og eldisstöð fyrir eitilfrumur. Miltað hefur tvíþætt síukerfi eins og eitlar. Síubúnaður þessara líffæra er þó talsvert ólíkur. I eitlum eru bæði síu- kerfin samtvinnuð í eina heild, en í milta eru þau hvort um sig bundin við ákveðin afmörkuð svæði. Þannig er miltað samsett úr tvenns konar vefjaein- ingum. Annars vegar eru rauðkvikur (red pulps), sem eru hreinsiþrær, er losa blóðið við sýkla og bil- uð blóðkorn. Hins vegar eru eitilvefsflákar, eða grá- kvikur (miltiseitlingar, white pulp), sem gegna svip- uðu hlutverki og eitlar. Þar eru eitilfrumur dregnar úr blóðrásinni um stundarsakir inn í frumubú (folli- cles) eða tímgilsvæði. Milta má því að vissu marki líkja við stóran eitil, sem hreinsar blóð í stað milh- frumuvökva. Vessagangar eru fáir og smáir í milt- anu. Rauðkvikurnar (sjá 5. mynd) mynda í sameiningu mestan hluta miltisvefsins. Þær eru blóðfyllt hólf, sem takmarkast af bandvefsskiptum, er greinast frá yfirborðshýði miltans. Bandvefsskiplin eru klædd netfrumum og einkjarna gleypifrumum, og skiptir þessi klæðning hólfunum í smærri holrúm eða blóð- Capsule , Trabeclnr Vein 5. mynd. Hluti aj rauðkvikuhólfi milta með einum langskurði og þrem- ur þverskurðum af grákvikuslíðrum. (Sjá a.ö.l. texta). 36 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.