Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Qupperneq 48

Læknaneminn - 01.03.1974, Qupperneq 48
(cortical sinus), sem umlykur eitilinn og liggur næst undir eitilhýðinu (capsule), Frá þessum stokki hrísl- ast vessagangar gegnum eitilvefinn. Þessir gangar stefna allir á eitilportið, þar sem þeir sameinast og mynda fráfarandi vessagang. Stoðvefur eitla er gerður úr netfrumum (reticul- um cells), sem eru sennilega af bandvefsuppruna. Þessar frumur og þræðir þeirra skipta eitlinum í starfssvæði og mynda möskva, sem umlykja eitil- frumur. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því, að eitilfrumurnar eru á stöðugri hreyfingu innan eitlanna, og verulegur hluti þeirra hefur þar einungis stutta viðdvöl (sjá síðar). Sú mynd, sem fæst við venjulega smásjárskoðun á formalínhertum eitilvef, hrekkur því skammt til þess að varpa Ijósi á gerð og starfsemi lifandi eitla, sem einkennist af hreyfan- leika eitilfrumnanna og víxlverkunum milli þeirra og annarra frumutegunda í eitlinum. Þó má fá all- góða hugmynd um helztu starfssvæði eitilvefs og greina meiriháttar truflanir í starfsemi þeirra með hefðbundinni vefjaskoðun. Aðalsvæðin eru þrjú, börkur, tímgilsvæði og mergur. I eitilberkinum (cortex) eru frumubú (follicles). Þegar eitill er í hvíld eru eitilfrumur búanna flestar litlar og óvirkar (primary follicles). Verði eitill hins vegar fyrir áreitni, byrja eitilfrumurnar í miðju bú- anna að stækka og skipta sér, og myndast þannig vaxtarbú (germinal centres). Eitilfrumur barkarins eru flestar af B-gerð, og er talið, að eitilbúin gegni mikilvægu hlutverki í sérhæfingu B-eitilfrumna. Hjá sjúklingum, sem líða algeran mótefnaskort (agam- maglobulinemia) finnast engin frumubú í eitlum. Tímgilsvæðið (paracortical, thymus dependent area) liggur milli barkar og mergjar eitlanna. Þar eru nær allar eitilfrumur af tímgilgerð (T-lympho- cytes). Sjúklingar með timgilbilun (thymic aplasia, thymic dysplasia) hafa mjög fáar eitilfrumur á þessu svæði. Möskvar stoðfrumunetsins í tímgilsvæðinu eru samfallnir og því sem næst tómir hjá slíkum sjúklingum. Eitilmergurinn er sá hluti eitilvefsins, sem liggur út frá eitilportinu. Þar ber mest á æðum og vessa- göngum, sem stefna saman (converge) að eitilport- inu. Eitilfrumur eru tiltölulega færri á þessu svæði en annars staðar í eitilvefnum. Þær eru bæði af T- og B-gerð, en við bólguáreitti getur safnast talsvert af plasma frumum í eitilmerginn. Plasmafrumur eru B-eitilfrumur á lokastigi sérhæfingar. Þær mynda mikið af mótefnum, en hafa misst hæfileikann til þess að skipta sér. Miltm Miltað hefur tvenns konar hlutverk. Það er blóð- hreinsunartæki en jafnframt afkastamikil mótefna- smiðja og eldisstöð fyrir eitilfrumur. Miltað hefur tvíþætt síukerfi eins og eitlar. Síubúnaður þessara líffæra er þó talsvert ólíkur. I eitlum eru bæði síu- kerfin samtvinnuð í eina heild, en í milta eru þau hvort um sig bundin við ákveðin afmörkuð svæði. Þannig er miltað samsett úr tvenns konar vefjaein- ingum. Annars vegar eru rauðkvikur (red pulps), sem eru hreinsiþrær, er losa blóðið við sýkla og bil- uð blóðkorn. Hins vegar eru eitilvefsflákar, eða grá- kvikur (miltiseitlingar, white pulp), sem gegna svip- uðu hlutverki og eitlar. Þar eru eitilfrumur dregnar úr blóðrásinni um stundarsakir inn í frumubú (folli- cles) eða tímgilsvæði. Milta má því að vissu marki líkja við stóran eitil, sem hreinsar blóð í stað milh- frumuvökva. Vessagangar eru fáir og smáir í milt- anu. Rauðkvikurnar (sjá 5. mynd) mynda í sameiningu mestan hluta miltisvefsins. Þær eru blóðfyllt hólf, sem takmarkast af bandvefsskiptum, er greinast frá yfirborðshýði miltans. Bandvefsskiplin eru klædd netfrumum og einkjarna gleypifrumum, og skiptir þessi klæðning hólfunum í smærri holrúm eða blóð- Capsule , Trabeclnr Vein 5. mynd. Hluti aj rauðkvikuhólfi milta með einum langskurði og þrem- ur þverskurðum af grákvikuslíðrum. (Sjá a.ö.l. texta). 36 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.