Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 8
Samanburð á dánarmeinum á tímabilinu 1941-’50 annars vegar og við dánarmein á tímabilinu 1951- ’75 hins vegar, gripum við til þess ráðs að reyna að breyta gömlu skráningunni frá 1938 í B-flokka skrá, sem gildi tók 1. jan. 1951. Þetta er að vísu nokkrum annmörkmn háð svo sem sést á kafla VI, Aðrir sjúk- dómar. „Ymis atvik gera það að verkum að samanburður dánarorsaka 1951-60 við dánarorsakir á fyrri tíma- skeiðum er vandkvœðum bundinn og raunar mjög varasamur. Þetta stafar í 1. lagi af hinni nýju flokk- un dánarmeina frá 1951 og nýjum reglum um, hvað skuli skráð um dánarmein, þegar um samverkandi sjúkdóma er að ræða. Fyrrnefnda atriðinu fylgir mikil breyting á töflum frá því, sem var í Mann- fjöldaskýrslum 1941-’50 og fyrr. I öðru lagi má nefna, að dánarvottorð hafa meir og meir komið í stað upplýsinga presta um dánarmein, og frá og með 1951 eru raunar gefin út dánarvottorð um öll manns- lát, svo framarlega sem lík er fyrir hendi. Þá er og um að ræða vaxandi nákvæmni við samningu dánar- vottorða, þar eð læknir kemut' nú orðið oftast við sögu bæði fyrir og eftir andlát og krufningar eru orðnar algengari, svo og vegna þess að læknavísind- um og þekkingu lækna hefur fleygt mjög fram. I sömu átt verkar mikil fjölgun lækna og það að vax- andi hluti mannsláta verður á sjúkrahúsum og elli- heimilum, þar sem góð skilyrði eru til að komast að raun um dánarmein í hverju einstöku tilviki.“ — (Mannfjöldaskýrslur 1951-’60, bls. 39.) Þrátt fyrir þessa augljósu vankanta eru ýmis dán- armein þess eðlis, að auðvelt er að breyta úr gömlu skráningunni (1938) yfir í nýrri skráninguna (1. 1. ’51). Má þar benda á dauðsföll vegna berkla, kik- hósta, skarlatssóttar, mislinga, lungnabólgu og fleiri sýkingarsjúkdóma. Sama má segja um meðfæddar vanskapanir og fæðingaráverka. Ovissan vegna um- flokkunar safnast að mestu í flokk B-46: Hvers kyns aðrir sjúkdómar. c) Uppsetning Kaflar þeir sem hér fara á eftir eru að verulegu leyti unnir upp úr töflum 2-8 í kafla IX. Töflur þess- ar eru settar upp með tilliti til aldurs og dánarmeina. Þær eru unnar úr Mannfj öldaskýrslum. Tvær þær fyrstu eru umflokkun okkar á gömlu dánarmeina- skránni. Þær eru notaðar við könnun á breytingu í tíðni einstakra dánarmeina (kaflar IV-VII). Tafla nr. 9 er flokkun látinna barna eftir kyni og aldri. Tafla 9a tekur fyrir burðarmálsdauða. d) Stöðíun I grein próf. Hrafns Túliníusar5, Geographical Distribution of Malignant Neoplasms and some other Epidemiological Features, er gerð grein fyrir stöðl- un hópa þegar um epidemiologiska rannsókn er að ræða. Höfum við farið eftir þeirri forskrift sem þar er sett fram, þegar staðlað er m. t. t aldurs, (age specific rates). í þessari grein höfum við tekið fyrir dánartölu (mortality) 0-4 ára (þ. e. börn innan 5 ára aldurs). Því skilgreinum við hópinn börn innan 5 ára aldurs sem áhættuhóp (population at risk) á hverju 5 ára tímabili. Frá Hagstofu Islands höfum við fengið uppgefið hve stór þessi hópur er á hverju 5 ára tímabili (sjá töflu 10) og er það meðalfjöldi fyrir þessi tímabil. Þeirri tölu er síðan deilt upp í fjölda látinna og þannig fengið dánartöluhlutfall (mortality rate). Þannig eru Stuðlarit 1, II, og V- XV gerð. I texta við línuritin stendur þó oftast dán- artala þótt réttara sé dánartöluhlutfall. Má þannig lesa úr þessum Stuðlaritum fjölda dauðsfalla vegna ákveðinna dánarorsaka per. 10.000 OMj ára börn. Stuðlarit III, IV-l og 1V-2 og línurit 111 eru hins vegar stöðluð m. t. t. fjölda fæddra og gefið upp sem fjöldi látinna per. 1000 fædd. II. Af tlánavtiilum barnu 0—4 ára Þessi kafli fjallar um dánartölur barna 0M. ára á tímabilinu 1941-’75. Dánartölur eru staðlaðar m. t. t. meðaltals barna á hverju 5 ára tímabili (1941- 1975). Sjá töflu 9 og 10. Stuðlarit 1 er dánartala sveina og meyja 0—1 árs og 1-4 ára. Stuðlarit II er samanburður á dánartölum sveina og meyja 0—4 ára. Niðurstöður; a) Stuðlarit 1 1) Stöðugt minnkandi dánartala 0-4 ára barna, bæði 0-1 árs og 1-4 ára. Minnkunin er hröð fyrstu 3 tímabilin, en hægari frá 1956. 2) Hærri dánartala fyrir árin 1961-’65 en næsta tímabil á undan, og talsvert hærri en vænta hefði mátt út frá útreiknaðri kúrfu (vide infra). 6 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.