Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Síða 17

Læknaneminn - 01.12.1976, Síða 17
b. Berklar STUÐLARIT VIII KIKHOSTI Niðurstaða Síðustu börnin létust úr berklum á árunum 1956 —’60; það voru 3 börn. Um 15 ára skeið eru engin dauðstöll skráð í jsessum aldursflokkum hérlendis. Berklar eru nú ekki barnasjúkdómur lengur, heldur fyrst og fremst sjúkdómur í eldri árgöngum. Ekki er hægt að minnast á berkla án þess að geta greinar Sigurðar Sigurðssonar fyrrv. landlæknis,11 þar sem hann gerir heildarúttekt á sögu baráttunnar gegn berklum, og árangri þeirra aðgerða. c. Injluenza Niðurstaða Ljóst er að dánartalan fer lækkandi vegna þessa sjúkdóms. Þó er þessi dánarorsök ábyrg fyrir einu dauðsfallj 1971-’75. Lækkunin stafar að okkar mati fyrst og fremst af bættum heilbrigðisháttum. Benda má á að á hverju ári gengur hér innfluenzufaraldur. Teljum við að bólusetja beri öll veil börn og koma þannig í veg fyrir dauðsföll vegna influenzu.7 d. Kikhósti Niðurstaða Hér er enn eitt dæmi um sjúkdóm, sem ekki leng- ur veldur dauðsföllum og ber það að þakka víðtæk- um bólusetningum gegn sjúkdómi þessum. Tíðni sjúkdómsins á árunum 1941-’45 sýnir vel hvilíkt vandamál sjúkdómurinn var. Ekki fengust upplýs- ingar um það hvenær ónæmisaðgerðir hófust við þessum sjúkdómi. s» e. Lungnabólga Niðurstaða Stuðlarit nr. IX leiðir í ljós það sama og stuðla- rit nr. V, enda er lungnabólga 40—50% af heildar- dánartölu vegna sýkingasjúkdóma 1941-’75. Aug- ljóst er að um fækkun milli tímabila er að ræða og ekki séð fyrir endann á henni. Línurit VII er loga- ritmni af stuðlariti IX, og sýnir þetta ennþá betur. Þessar niðurstöður benda til þess að lungna- bólga sé enn á undanhaldi, sem dánarorsök 0-4 ára barna. Teljum við því, að lungnabólga sem dánar- orsök 0-4 ára barna minnki enn um sinn. Athygli vekur sú staðreynd, að milli tímahila 1941-’45 annars vegar og 1946-’50 hins vegar fellur dánartalan um rúmlega helming, en einmitt á tíma- bilinu 1946-’50 kemst Penicillin í almenna notkun, þótt nolkun þess í smáum stíl hafi hafist fyrir 1945. ÍM5 VíSo Si$5 Si-ko í/-iS Hf tt i/-/s læknaneminn 15

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.