Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Síða 31

Læknaneminn - 01.12.1976, Síða 31
Klínishar félagslwhninfnir Eins og áður hefur komið fram eru í Svíþjóð stundaðar svokallaðar klíniskar félagslækningar. Sama er einnig gert í Noregi.11 I Svíþjóð fer þessi starfsemi fram á tveimur stöðum, á félagsmálastofn- unum, er reknar eru af sveitar- og horgarstjórnum, og á sjúkrahúsum er sjá um svæðisþjónuslu. Er starfið í því fólgið að meðhöndla „erfiða“ sjúklinga, multiproblemfall, hér eftir nefndir vandasjúklingar. Getur verið um að ræða „margvandasjúkdóm“, þar sem saman fer líkamlegur eða geðrænn sjúkdómur og félagsleg vandamál. Margvandasjúkdómsgreining (multiproblemdiagnosfall) eða margvandafjölskykla (multiproblemfamili). I umræðum í Svíþjóð12 hef- ur m. a. verið lagt til að verulegan hluta þessa starfs mætti færa yfir á heimilislækninn á heilsugæzlustöð með því að leggja meiri áherzlu á félagslækningar í framhaldsnámi heimilislækna. Þó er bent á að nokk- ur hluti þessarar starfsemi mundi þá færast yfir á geðlækna (social psykitri). Aðrir13 hafa komið fram með hugmyndir um að klíniskar félagslækning- ar sinntu í ríkari mæli fyrirbyggj andi aðgerðum og jafnvel lióprannsóknum. I ákvörðun yfirvalda um kennslu í félagslækningum í Svíþjóð, frá 1954 til 1967 er kveðið á um að einn fjögurra þátta í kennsl- unni skuli vera klíniskar félagslækningar. Kennsla í iélaifsliehn i n f/n n« Norðurlönd í Nordisk Medicin, nr. 5/1976, birtist yfirlit um námskrár læknadeilda á Norðurlöndunum. Kemur þar fram að félagslækningar eru á námskrá allra há- skóladeildanna, þó undir mismunandi nöfnum eins og almenningsheilsufræði (folkhálsolára), samfund og sjukdom, eða samfélagslækningar. Mismunandi áherzla er lögð á greinina eins og gengur, mestan hluta námstíma fær hún í þeim nýrri háskólum er gert hafa hvað róttækastar breytingar á námsskránni (Kuopio, Tammerfors, Tromsö, Bergen). Á þessum stöðum er mikil áherzla lögð á félagslækningar; þær koma snemma inn á námsskrána og ganga sem rauð- ur þráður í gegnum námið, allt til loka. Allmargir hafa sérstaka kennslu í félagsfræði snemma á náms- tímanum. I heild er þetta yfirlit vert gaumgæfilegrar athugunar fyrir þá er hafa með höndum mótun námsins við HÍ, stúdenta og kennara. Virðist sem íslenzka námsskránin sé að verulegu leyti frábrugð- in hinum. Er ekki grunlaust um að við höfum orðið eftir í þróuninni, enda reglugerðin, sem nú er kennt eftir, orðin hugmyndafræðilega um 10-12 ára göm- ul. I Svíþjóð urðu félagslækningar sjálfstæð náms- grein þegar 1954. Greinin fékk frá upphaíi þá sér- stöðu að vera eina námsefnið er fylgdi stúdentum allt námstímabilið, byrjaði með stuttu námskeiði á fyrsta ári, síðan nokkrir tímar er stúdentar sóttu verklegt nám á sjúkradeildum og loks aðalnámið á síðasta námsári.14 Skipting námstímans er annars sem hér segir: 1. 10 kennslustundir á undirbúningsnámskeiði I. námsárs. 2. Samkennsla, með klíniskum greinum alls 40 kennslustundir, þar af helmingur með lyflækning- um og skurðlækningum, en hinn helmingurinn skiptist á aðrar greinar s. s. barnalækningar, kvensjúkdóma, bæklunarsjúkdóma, endurhæfingu og geðsjúkdóma. 3. Aðalnám, 60 kennslustundir á 2 vikum fer fram á 2. hluta klíniska námsins (5. námsári). Kennsla í félagslækningum hófst í Gautaborg og Lundi árið 1959, í Umeá 1960, Uppsölum 1961, Stokkhólmi 1963 og Linköping 1970 (nýjasti há- skólinn). Yngsta deildin, sem kennir félagslækning- ar í Svíþjóð, er sú sem undirritaður starfar við, Karolinska Institutet, Huddinge sjúkrahúsinu í suð- urhluta Stokkhólms. Deild þessi er undir forystu próf. Eriks Allanders, sem m. a. hefur starfað sem sérfræðilegur ráðunautur við hóprannsóknir Hjarta- verndar á Islandi. Á þeirri deild hafa eftirtalin markmið verið ákveðin fyrir þá kennslu, sem áður er getið um sem aðalnám í félagslækningum: Kunskaper 1. Att fördjupa kunskapen inom epidemiologi. 2. Att ge kunskap om kallmaterialet till uppgift- er om sjukdoms- och dödsorsakspanoramat, dess huvuddrag samt viktigare förándringar. 3. Bibringa grundlággande kunskaper om demo- grafi. 4. Ges översiktliga kunskaper om författningar, 27 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.