Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 32

Læknaneminn - 01.12.1976, Blaðsíða 32
socialförsákringssystem, organisation och funktioner inom sjukvárd, socialvárd och vissa andra omráden aktuella för lákaren i hans verksamhet. 5. Ges översiktliga kundskaper om de vanligaste metoderna att máta effekten av sjukvárd. 6. Bibringas kunskap om huvuddragen i upp- fattningen om sjukvárdens framtida utveckl- ing sedd ur Socialstyrelsens, Landstingsför- bundets och Lákarförbundets samt Riksdags- partiernas synvinkel. Fárdigheter: Pá basen av exempel hámtade frán olika sjuk- domar i samhállet och funktioner inom sjukvárd- en, översiktligt kunna analysera sambandet mell- an sjukdom, individ, beteende á ena sidan samt lákare, resurser och samhálle á den andra. Við kennsluna hefur veriö stuðst við bók Gunn- ars Inghe, Socialmedicin. I álitgerð hins opinbera um kennslu læknaefna, SOU: 1967:51, segir að kennsla í félagslækningum skuli vera ein fimm aðalgreina kennslunnar og byggjast á: 1. Faraldsfræði og vitalstatistik. 2. Heilsuvernd (preventiv medicin). 3. Klíniskum félagslækningum (social rehabiliter- ing). 4. Heilsugæzluskipan, lögum og reglum er lúta að heilbrigðismálum. Enginn einn maður hefur mótað jafn mikið fé- lagslækningar í Svíþjóð og prófessor Gunnar Inghe. Hefur hann jafnan verið ötull talsmaður klíniskra félagslækninga. Hann hefur spáð8 að félagslækning- ar muni með tímanum skiptast í þrjár sérgreinar: a) Klíniskar félagslækningar er stundir sjúklinga. b) Faraldsfræðilegar félagslækningar er stundi kennslu og rannsóknir. c) Stjórnunarlækningar er sinni skipulagningu og stjórnun. Það var fyrst í ársbyrjun 1975 að félagslækningar voru viðurkenndar sem sérgrein í Svíþjóð. 28 Bretland Kennsla í félagslækningum fer fram með ýmsum hætti í Bretlandi. Hefur Dr. Una Mclean, kennari við Department of Community Medicine í Edinborg, nýlega gert grein fyrir stöðu þessara mála.15 Víðast hvar fer kennslan fram í samvinnu við félagsvís- indadeild og sálarfræði í byrjun námsins (1. náms- ári), en aðalnám er á vegum félagslækningadeildar eða samfélagslækninga (Community Medicine), hvort heldur maður vill kalla það. A nokkrum stöð- um, þar á meðal í Edinborg, er námið í félagslækn- ingum valfrjálst. Aðrir hafa skýrt frá árangri til- rauna með nám á 1. námsári undir heitinu „Maður- inn og líffræðilegt og félagslegt umhverfi hans“.16 Er árangur þessara tilrauna jákvæður og lagt til að svipuðu námi verði komið á víðar. Sömu sögu er að segja frá Skotlandi17 þar sem athuguð hefur verið breyting á afstöðu til ýmissa atriða í tengslum við heilsugæzlu fyrir og eftir kennsluna. I Southompton hefur verið reynd samkennsla,18 faraldsfræði, sálar- fræði og félagsfræði á 6 vikna námskeiði á fyrsta námsári. Efnið: Man, medicine and society. Við- brögð stúdenta við þessu námskeiði hafa verið mjög góð, gagnrýnin verið mest á félagsfræðina af þess- um þremur greinum. Nátengd kennslunni í félagslækningum í Bretlandi er hin nýja sérgrein, Community Medicine (samfé- lagslækningar), sem áður hefur verið minnzt á og lögleidd var með nýskipan yfirstjórnar heilbrigðis- mála í Bretlandi 1974. Hér átti sér þó fyrst og fremst stað nafnbreyting, sem áður er getið. Hefur mikið verið rætt um hver muni verða framlíð þessarar sér- greinar og eru um það skiptar skoðanir.1 o, 19,20,2 i, 22,23 f'legtir vara við of mikilli bjartsýni og benda á að langur tími muni líða áður en hægt sé að vænta nokkurs árangurs. Réttmæti sérgreinarinnar er ekki dregið í efa en nokkur ágreiningur gerir vart við sig er rætt er um starfssvið og starfsaðferðir. Bandaríkin Aður hefur verið getið um af hverju orðið social- medicine er ekki notað í Bandaríkjunum, en í þess stað heilsuvernd, heilbrigðisfræði eða samfélags- lækningar. Hefur próf. Susser í ítarlegri grein- gert grein fyrir kennslunni í Bandaríkjunum. Kennir þar margra grasa eins og við var að búast og fjölbreytn- LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.