Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Síða 41

Læknaneminn - 01.12.1976, Síða 41
Ieiðír til útkomu E. Látum A vera athöfn, sem byrjar ferlið C, og B vera athöfn, sem með minnstu eyðslu á orku stöðvar ferlið C áður en útkoma E kemur fram. Gerum einnig ráð fyrir að athafnirnar A og B hafi ekki neinar aðrar afleiðingar og að E sé eina siðferðilega mikilvæga útkoman úr ferlinu C. Þá er enginn siðferðilegur munur á því að fram- kvæma athöfn B af ásettu ráði og að framkvæma ekki athöfn A af ásettu ráði, ef gert er ráð fyrir eins hvötum í báðum tilvikum. Þetta lögmál kallar Too- ley ,,siðfræðilegt jafngildislögmál“ (moral symme- try principle). Hér koma svo rökiii gegn „möguleikalögmálinu“. Setjum sem svo að í framtíðinni verði fundið upp efni þannig að ef því yrði sprautað inn í heila kettl- ings myndi kettlingurinn þróast yfir í kött með mannsheila og þar af leiðandi yrði sá köttur gæddur öllum þeim sálfræðilegu eiginleikum sem einkenna fulorðna menn. I fyrsta lagi væri það siðferðilega óverjandi í slíku tilfelli að eigna einslaklingi tegund- arinnar Homo sapiens fullan rétt til lífs án þess að eigna köttum, sem gengið hefðu í gegnum slíkt þró- unarferli, fulan rétt til lífs. I öðru lagi væri ekki full- komlega rangt að sprauta ekki slíku efni í nýfædda kettlinga og drepa þá í staðinn. Möguleikinn á því að breyta kettlingum í persónur leiðir ekki til þess að rangt teljist að drepa nýfædda keltlinga. I þriðja lagi, m. t. t. „jafngildislögmálsins", ef það er ekki fullkomlega rangt að byrja ekki ferlið, þá er ekki rangt að grípa inn í slíkt ferli. T. d. ef kettlingur fengi fyrir slysni sprautu með efninu þá væri í lagi að grípa inn í ferlið svo lengi sem eiginleikar kæmu ekki í Ijós, sem gæfu honum rétt til lífs. Vegna þessa getur ekki verið fullkomlega rangt að eyða einstakl- ingi tegundarinnar Homo sapiens, sem hefur ekki þessa eiginleika, en mun eðlilega fá þá. Hér er það sama sem getur orðið úr kettlingnum og einstaklingi Homo sapiens. Eini munurinn er sá að í mennska ferlinu hefur það sem getur orðið úr því verið til staðar frá byrjun, þróunar lífverunnar, en í tilfellinu með kettlinginn hefur það aðeins verið til staðar frá því að efninu var sprautað inn. Inn- takið er að ef er fullkomlega rangt að drepa eitt- hvað, þá getur ástæðan ekki verið sú að hluturinn fái seinna eiginleika, þó að þeir eiginleikar nægi ein- hverju til að hafa rétt til lífs. Niðuríag Mikilvæg spurning er hvenær lífvera öðlast sjálfs- vitund. Þetta er greinilega viðfangsefni í nákvæma sálfræðilega rannsókn, en hversdaglsleg reynsla sýn- ir það ljóslega að nýfædd börn hafa ekki þá skynj- un, sem að ofan greinir, frekar en nýfæddir kettl- ingar. Hvar á þá að setja markið? Þetta er ekki stórt vandamál, því í flestum tilvikum sem þörf er á barnamorðum, kemur það í Ijós stuttu eftir fæðingu. T. d. mætti leyfa barnamorð í viku eftir fæðingu meðan beðið væri eftir niðurstöðum ýtarlegra rann- sókna sálfræðinga á því hvenær mennsk lífvera öðl- ast sjálfsvitund. Tooley hefur nokkrar áhyggjur af því, hvort full- orðin dýr annarra tegunda en Homo sapiens, hafi ekki einnig fullan rétt til lífs. Framtíðin verður að skera úr um það. Reykjavík, 6/12 ’76 WHICH INTERNE WAS ON DUTV THE NIGHT OF MY ACCIDENT ? LÆKNANEMINN 35

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.