Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Qupperneq 51

Læknaneminn - 01.12.1976, Qupperneq 51
Frd rdðningarstjóra Björn Tryggvason læknanemi S.l. vor gætti allmikillar svartsýni um sumarvinnu, enda full ástæða til, þar sem útséð var að engan veg- inn myndi takast aS anna öllu framboSi um vinnu. Var því farið að kanna möguleika á sumarvinnu við læknisstörf erlendis, einkum í Noregi en einnig í Svíþjóð. Þótt seint væri farið af stað, bar þetta mjög góða raun og reyndist á endanum ekki hægt að manna allar þær stöður, sem í boði voru. Um haustið er hópurinn fór að skila sér heim, kom í Ijós að hér var nær undantekningarlaust um uppgripa- vinnu að ræða og komu menn til baka með bólgnar buddur og fullir vísdóms. Utanlandsferðir þessar urðu svo aftur til þess að meiri vinna var til skipt- anna fyrir þá sem heima sátu. Með hliðsjón af þess- ari reynslu er vonandi að sem flestir stúdentar er geta komið því við taki þelta til athugunar í sumar. Sömuleiðis munu einhverjir 3ja árs menn hafa farið utan og unnið við hjúkrunarstörf. A tímabilinu apríl-maí í fyrra var nokkuð fram- boð á vinnu, eins og venjan hefur verið og gekk sæmilega að manna þær stöður þrátt fyrir ósveigjan- leika nýju reglugerðarinnar. Sá ókostur fylgdi þó því að vinna á þessu tímabili, að mönnum var refs- að fyrir það um sumarið, með því að vera settir aftastir á atvinnuleysisskrána. Sama gilli um stúd- enta sem höfðu unnið eitthvað fyrr um veturinn, þ. e. a. s. eftir 1. desember eins og reglugerð um ráðningar mælir fyrir um. Þetta er mjög slæmt með tilliti til þess að allmargar stöður eru lausar á þessu tímabili, sem ella væru ómannaðar og engum til gagns. Til að koma í veg fyrir þetta þarf breytingu á reglugerð um ráðningar, sem vonandi nær fram að ganga sem fyrst. S.l. sumar komu 125 stöður (mánaðarstöður) til úthlutunar fyrir þá 72 stúdenta, sem vildu vinna hér á landi (35 af 5. ári og 37 af 4. ári) þannig að hver fékk að meðaltali tæplega 2 stöður (miðað við 2,5 sumarið þar áður). 5. árs menn fengu þó hlutfalls- lega miklu meiri vinnu af sumarleyfistímanum, en sumarleyfi þeirra er 3 mán. á móti tæplega 4 mán. 4. árs stúdenta. 13 stúdentar unnu erlendis (10 af 4. ári og 3 af 5. ári) og 6 stúdentar kærðu sig ekki um vinnu (3 af hvoru ári). 3 stúdentar réðu sig í vinnu án samráðs við ráðn- ingarstjóra, þar af 2 allt sumarið, allir af 5. ári. Eins og reglugerð um ráðningar er í dag, veitir hún mjög takmarkaða möguleika til að refsa þessum mönnum, sem eru þar að auki oftast ekki félags- bundnir. Er því vonandi að félagsmenn taki höndum saman og samþykki breytingartillögu við reglugerð- ina þar sem kveðið verður á um harðari refsiákvæði gagnvart brotum sem þessum, svo þau verði úr sög- unni í framtíðinni. I vetur hefur nokkuð verið um vinnu og hefur tek- izt allvel að manna þær stöður og þá einkum af 5. árs mönnum á kúrsus í taugasjúkdómafræði, en einnig af 4. árs stúdentum, sem með breyttu kúrsa- fyrirkomulagi gefst nú meira tækifæri til þess. Varðandi horfur í sumar er lítið hægt að segja, en flest bendir til að töluvert verði um lausar stöður á tímabilinu apríl-maí eins og venjulega. Allnokkur fjöldi kandidata mun vera á förum erlendis og ein- hver hluti 6. árs manna verður í „fílu“ i júní, þannig að sennilega verður mest um vinnu þá, en þó skal bent á það að júlí og ágúst hafa alltaf verið mestu sumarleyfismánuðirnir og vegið þar nokkuð á rcnóti. Gíróseðlar hafa verið sendir út, til að innheimta kr. 1000 fyrir hverja læknisstöðu og kr. 600 fyrir hverja hjúkrunar- eða meinatæknisstöðu, sem veitt var s.l. sumar og hvet ég stúdenta eindregið til að borga þetta lítilræði er hver og einn þarf að greiða. Að lokum vil ég þakka stúdentum og vinnuveit- endum samstarfið á s.l. ári, sem var nær undantekn- ingarlaust mjög gott. Einnig átti ég mjög gott sam- starf við ráðningarnefnd kandidata, sem er mikil- vægt í þessu starfi. LÆKNANE MINN 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.