Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Page 6

Læknaneminn - 01.12.1978, Page 6
Spjall Fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði augnsjúkdóma eða sjónvernd eins og þœr eru oft nefndar miðast fyrst og fremst við hindrun á sjóntapi og blindu. I víð- asta skilningi tekur þetta til nánast flestra sviða augnlæknisþjónustu, en liér verður aðeins drepið á þann hluta sjónverndar, sem snýr að leit sjúkdóma á frumstigi og eingöngu fjallað um leit að hægfara gláku, en leit að starfrœnni sjóndepru meðal barna samfara skjálg og sjónlagsmisrœmis látin liggja milli hluta. Hœgfara gláka er mjög sjaldgœf fyrir fertugsald- ur, en úr því fer sjúkdómurinn að gera vart við sig. Hún er lævís sjúkdómur að því leyti að einkenni koma oft ekki fram fyrr en á lokastigum. Stafar þetta af því að sjónskerpa er framan af mjög lílt skert, en meginskemmdin verður á sjónsviði sjúkl- ingsins og geta þar komið stórar eyður án þess að hann veiti þeim athygli. Nú á dögum er algengast, að hœgfara gláka greinist af tilviljun, þegar sjúkl- ingur af óskyldum ástœðum leitar til auknlœknis og það liefur því verið áhugamál augnlœkna um árabil, að augnþrýstingur vœri mœldur í sem flesium ein- staklingum, því tímanleg uppgötvun glákunnar og rétt meðferð kemur í veg fyrir alvarlegar skemmdir síðar meir. Mœling á augnþrýstingi er hins vegar aðeins gróf síun, þar eð hann einn sér nœgir ekki til sjúkdómsgreiningar og vœri því nauðsynlegt að fylgja eftir grunsamlegum einstaklingum í samvinnu við augnlœkna. Til þessa hefur þessi þáttur sjónverndar verið eft- irlátin augnlœknutn og einstaka áhugamönnum, en einnig hefur augnþrýstingur verið mældur í hóp- rannsóknum Hjartaverndar með góðum árangri og án fylgikvilla og hafa mœlingar þessar sýnt fram á gildi slíkra hópathugana. Leiðir þetta liugann að því hvernig ástand þessara mála er í sjúkrahúsum lands- ins og heilsugœslustöðvum. Stúdentum er kennt að augnskoðun sé hluti al- mennrar klíniskrar skoðunar og mœling á augn- þrýstingi þar á meðal. Hins vegar er reyndin sú, að tnœling á augnþrýstingi heyrir til undantekninga við töku sjúkraskráa. Ef augnþrýslingur vœri mœldur hjá öllum innlógðum sjúklingum á sjúkrahúsum landsins, elliheimilum, og sem víðast á heilsugœslu- stöðvum, hefði það í för með sér könnun á stórum hluta fólks fyrir gláku, auk þess sem mœlingin gœti haft greiningargildi síðar meir, því breyting á augn- þrýstingi er oft fyrsta einkennið um hægjara gláku. Sú staðreynd, að stœrsti hluli sjúklinga á sjúkra- húsum er aldrað fólk og tíðni hœgfara gláku, elli- drers og ellirýrnunar í sjónu eykst með auknum aldri, gerir þörfina á nákvœmari augnskoðun en nu tíðkast, enn mikilvœgari. Hlutverk sjúkrahúsa í nú- tíma heilbrigðiskerfi getur ekki einvörðungu verið bundið við lœkningu á tilteknu líffœri eða líffœra- kerfi, heldur hefur það einnig hlutverki að gegna í almennri sjúkdómaleit og fyrirbyggjandi lœknis- frœði. Er þetta flestum Ijóst, því á degi hverjum er gerður á sjúkrahúsum aragrúi dýrra rannsókna í þessu augnamiði. Með þetta í huga, nýtur mœling á augnþrýstingi algjörrar sérstöðu í samanburði við aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir, kostnaðarhlið henn- ar er hverfandi og tímaeyðsla og fyrirhöfn varl meiri en við venjulega blóðþrýstingsmœlingu. I athugun, er Guðmundur Björnsson lœknir hefur gert á augnhag Borgfirðinga og birtist í þessu blaði, kemur fram að heildar algengi gláku hjá fólki yfir fimmtugt og eldra var 6,5% og jókst tíðnin með aldri þannig að meðal áttrœðra og eldri var um fimmtungur með gláku. Var sérstök leit gerð að öll- um glákusjúklingum og blindum í héraðinu og telur Guðmundur sig hafa náð til þeirra flestra, og verð- ur það að teljasl fágœtur hlutur í tíðnikönnun. Blinda í nefndri atliugun reyndist 3%o og voru al- gengustu orsakirnar hœgfara gláka og ellirýrnun á sjónu. F. J. 4 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.