Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 8

Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 8
TABLE 1 Borgarnes-medical district, Iceland. Population 1. Dec. 1977 and ophthalmic patients 1976-1978, number and percentage of population. Population Patients Patients 1. Dec. 1977 Number Percent Age- Both Both Both groups sexes M. F. sexes M. F. sexes M. F. 0- 4 327 175 152 21 8 13 6,4 4,6 8,5 5- 9 333 169 164 94 47 47 28,2 27,8 28,6 10-14 357 185 172 159 77 82 44,5 41,6 47,7 15-19 335 182 153 93 34 59 27,8 18,7 38,6 20-29 606 320 286 157 62 95 25,7 19,4 33,2 30-39 411 223 188 139 53 86 33,8 23,8 45,7 40-49 335 170 165 180 76 104 53,7 44,7 63,0 50-59 266 149 117 185 98 87 69,5 65,8 74,3 60-69 224 117 107 148 72 76 66,1 61,5 71,0 70-79 166 81 85 88 47 41 53,0 58,0 48,2 80+ 117 59 58 88 41 47 75,2 69,5 81,0 Total 3477 1830 1647 1352 615 737 38,9 33,6 44,7 0-39 2369 1254 1115 663 281 382 27,0 22,4 34,2 40+ 1108 576 532 689 334 355 62,2 58,0 66,7 615 til skoðunar eða 33,6%, en af konum komu 737 eða 44,7%. Heimtur úr aldursflokkum eru misjafnar sbr. 1. töflu. Tiltölulega fleiri komu til skoðunar úr eldri aldursflokkunum en þeim yngri; af fertugum og eldri rúmlega 62%, en um 27% af yngri en 40 ára. Flestir að tiltölu komu úr elsta aldursflokknum, 80 ára og eldri eða rúmlega þrír fjórðu hlutar íbúa, enda eru augnsjúkdómar lang tíðastir meðal aldraðs fólks. I heilsugæslustöðinni í Borgarnesi eru flest tæki 'til augnrannsókna og aðstaða til augnskoðunar góð. Rannsóknatæki öll eru af vandaðri gerð, gefin af Lionssamtökunum, bæði af Lionsklúbbnum á staðn- um og heildarsamtökunum. Sjónskerpa var mæld með Snellen sjónprófunar- töflum (6. m fjarlægð). Olæs brön voru prófuð með Snellen E-spjaldi. Sjónlag meðal yngri en 40 ára var mælt með skuggaprófi (retinoskopia, skiaskopia) eftir sjón- stillingarlömum (cyclogyl 1%, Alcon). Augnþrýstingur var mældur með applanations augnþrýstingsmæli meðal allra 30 ára og eldri. 6 Rauflampaskoðun var gerð þegar þurfa þótti og einnig speglun á framhólfshorni (gonioscopia). Miðlægt sjónsvið var mælt á Bjerrum sjónsviðs- tjaldi. Sjónsviðsmæling með Goldman’s sjónsviðs- tæki hefur verið gerð á flestum glákusjúklinganna á göngudeild augndeildar Landakotsspítala. Einnig hafa verið send þangað börn, sem fundust með af- brigðilegt vöðvajafnvægi í skoðun og/eða í með- ferð. Þrívíddarsjón var prófuð með Titmus spjöld- um. Ungbarnavernd heilsugæslustöðvarinnar sendir 4 -5 ára börn í augnskoðun, ef þau ná ekki eðlilegri sjónskerpu eða þegar grunur er um rangeygð, en öll börn á þessum aldri eru sjónprófuð. Skólabörn og unglingar voru send af heilsugæslulæknum, þeg- ar ástæða þótti til, sbr. reglur um skólaskoðun.1 Niðurstöður Sjónskerpa meðal 1275 einstaklinga er sýnd í 1. og 2. mynd. Miðað er við sjónskerpu með besta gleri, þ. e. þegar sjónlagsgalli hefur verið leiðréttur. Glákusjúklingar eru ekki meðtaldir og vísast til 6. töflu varðandi sjón þeirra. Sjónskerpa barna undir 5 ára aldri er af skiljan- legum ástæðum ekki skráð, enda er erfitt að ákvarða sjónskerpu barna fyrr en þau ná fjögurra ára aldri. Sjónskerpa (með besta gleri) er í þessari könnun skipað í fjóra flokka: 1. 6/6 sjón eða betri - full sjónskerpa. 2.6/9-6/15 sjón lítilsháttar skert, en sæmileg sjón á venjulegt prentletur. 3. 6/18-6/24 sjón verulega skert. Aðeins stórt let- ur er læsilegt, „partial sight“. Nemendur eiga í erfiðleikum að fylgjast með í skóla vegna sjón- depru, ef sjónskerpa á betra auga er 6/18 eða minni. 4. 6/60 sjón eða minni. Skv. reglum WHO er sá talinn blindur, sem hefur sjón 6/60 eða minni á betra auga með besta gleri. Þessum flokki er skipt í alblinda og starfsblinda. Á 1. mynd er sjónskerpa allra augna (2550) sýnd í prósentum samkvæmt framanskráðri flokkun í ald- ursflokkum. Glákuaugu eru undanskilin. Ekki var marktækur munur á sjón karla og kvenna. Um 95% augna eru með 6/6 sjón allt til fimmtugs aldurs, en LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.