Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 14

Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 14
FIG. 5 Prevalence of senile macular degeneration by age and sex in Borgarnes district, Iceland 1978. Age groups meðal 459 sjúklinga 50 ára og eldri, sem ekki hafa gláku er sýnd í 9. töflu. Skilgreining: Sjónskerpa 6/9 eða minni (með besta gleri) með sýnilegar sjúklegar breytingar í miðgróf. Miðað við fjölda skoðaðra er heildaralgengið 14,2%, en miðað við íbúatölu 8,8%. Þessi ellikvilli færist í aukana eftir sjötugt og eftir áttrætt er um helmingur skoðaðra með sj óndepru af þessum sökum. Algengið er meira meðal kvenna. Sjónskerðing af völdum rýrnunar í miðgróf var sem hér segir: 6/9-6/15 57 augu (26 karlar og 18 konur), 6/18 og minna: 58 augu (18 karlar og 40 konur). Skjálg (strabismus). I aldursflokkum 0-39 ára reyndust 32 vera með skjálg eða hafa gengið undir skjálgaðgerð. Er það 4,8% af skoðuðum og 1,3% af íbúatölu í aldursflokknum. Ætla má að meirihluti barna og unglinga með skjálg hafi verið send í augnskoðun af skólahjúkr- unarliði. Ætti því seinni talan að gefa réttari mynd af hinu raunverulega algengi. Af skjálgum reyndust 22 vera tileygðir (eso- tropia) og 10 með fráeygð (exotropia). Skjálgaðgerð hafði verið gerð á 16 (9 körlum, 7 konum). I aldursflokknum 40 ára og eldri voru 10 skjálgir (4 karlar og 6 konur). Fimm með eso- tropiu og 5 með exotropiu. Starfræn sjóndepra (amblyopia ex anopsia). Skil- greining starfrænnar sjóndepru í þessari grein er: Munur á sjónskerpu augna er ein lína eða meira á Snellen sjónprófunartöfiu og engar sjúklegar breyt- ingar finnanlegar, sem skýrt geta sjóndepru. I aldursflokknum 5-39 ára reyndust 47 einstak- lingar vera með starfræna sjóndepru, sjá Ll. töflu, en þaö er um 2,3% af íbúatölu. Algengasta orsök starfrænnar sjóndepru er mis- munandi sjónlag á augum (anisometropia). Um þriðjungur var meö skjálg. f aldursflokknum 40 ára og eldri reyndust 33 (19 karlar og 14 konur) vera með starfræna sjóndepru, sem er um 3% af íbúum og 4,8% af skoðuðum í aldursflokknum. Þar sem algengi starfrænnar sjóndepru mun vera svipað í aldursflokkum mun láta nærri að 3-4.% þjóðarinnar hafi þennan kvilla. Starfræn sjóndepra er aðalorsök sjóndepru í yngri aldursflokkum, sjá 1. mynd, sem sýnir sjón- depru í aldursflokkum, og kemur heim og saman við það sem að ofan er skráð. Leshömlun (dyslexia). Með leshömlun komu 8 drengir, allir á aldrinum 10-14 ára. Höfðu sumir notið nokkurrar sérkennslu. Ekki fundust umtals- verðir sjónlagsgallar meðal þeirra. Sjónstillingarþreyta (excessive accommodation). Orsök þessa kvilla er sú, að börn og unglingar halda bók of nálægt augum við lestur og geta ekki slakaö á sjónstillingarvöðvunum. Myndast þá „nærsýni" 12 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.