Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.12.1978, Blaðsíða 18
TABLE 11 Amblyopia ex anopsia among 642 patients (273 males, 369 jemales) 5-39 years old in Borgar- nes district 1978. Anisometropia amblyopia amplyopia with without Patients % of % of strabismus strabismus No. patients population No. cases No. cases Males 25 9,2 2,3 9 16 Females 22 5,7 2,3 6 15 Total 47 7,3 2,3 15 31 Milne og Williamsson í Edinborg7 fundu drer meðal 22% íbúa 62-79 ára. Notuð voru sömu skil- merki og í þessari könnun og Framingham-könnun- inni. Mc William í East Kilbride8 fann 14% með drer 65-74 ára og 10% meðal 75 ára og eldri. Alls voru skoðaðir 4300 einstaklingar. Algengi ellirýrnunar í miðgróf sjónu (degenera- tio macularis senilis) er svipað í þessari könnun og Framingham-könnuninni, bæði aukning með aldri og heildaralgengið tæplega 9% í framanskráðum aldurshópum. Erfitt er að bera sig saman við höf- unda því þeir segja ekki við hvaða sjón þeir miða við greiningu. Kornzweig og félagar fundu þennan kvilla meðal 9% vistmanna á elliheimili í New York yngri en 80 ára og 16% meðal þeirra, sem komnir voru yfir þann alduiv’ Athyglisvert er að ekki fundust neinar sykursýkis- breytingar í augnbotnum meðal íbúa í þessari könn- un. Ekki var vitað nema um 7 sykursýkissjúklinga af þeim, sem skoðaðir voru. I 10. töflu sést algengi sykursýkisbreytinga í augnbotnum í Framingham- könnuninni. Heildaralgengið var um 3,1% af íbú- um 52-85 ára. Blinda af völdum sykursýki er orðið þjóðfélags- vandamál í velferðarríkjum Vesturlanda vegna sí- aukinnar tíðni. I Englandi og víðar eru sykursýkis- skemmdir í augnbotnum algengasta orsök blindu meðal íbúa 65 ára og eldri og er nú um 14% af öll- um nýskráðum blindum.10 í nágrannalöndunum er þessi tegund blindu kom- in jafn ofarlega á lista og blinda af völdum gláku, drers og ellirýrnunar í augnbotnum.11 Mjög lítið er vitað um algengi sykursýkisbreyt- inga í augnbotnum meðal íbúa í hinum ýmsu lönd- um og er mest um áætlað algengi að ræða. Kahn og Bradley áætla algengi: 1,9%, 2,8% og 3,0% meðal íbúa 55-64 ára, 65-74 ára og 75 ára og eldri.12 Sennilega munu ekki margir áratugir líða uns Is- lendingar hafa svipaða sögu að segja, ef marka má af þeirri aukningu sjúklinga, sem leitað hafa til höf- undar með sykursýkisbreytingar í augum á tveim síðustu árum. Aukning blindu hér af þessum orsök- um er sennilega á næsta leiti, því stöðugt fjölgar þeim, sem sendir eru í „laser geisla“ meðferð. Algengi skjálg og starfrœnnar sjóndepru virðist vera svipuð hér og í nálægum löndum. Af börnum 5-14 ára voru 5,5% af skoðuðum með skjálg, en rúmlega 2,0% af íbúatölu. Sennilega hafa ekki öll skjálg börn komið í leitirnar, þrátt fyr- ir leit skólalækna og heilsugæslu hjúkrunarkvenna. Höfundum ber ekki saman um algengi skjálg. I amerískum kennslubókum er talað um 3% algengi meðal barna. Ein besta könnun á afbrigðilegu vöðvaj afnvægi augnvöðva var nýlega gerð í Cardiff í Englandi. Meðal 5-6 ára barna voru 7,1% með afbrigðilegt vöðvajafnvægi, en 5,3% með augljósa skjálg. Starfrœn sjóndepra er algengasta orsök sjóndepru á öðru auga uns ellisjúkdómarnir gera vart við sig. Ekki hafa verið birtar tölur um algengi þessa sjón- galla hér á landi og erlendum höfundum ber ekki saman, sennilega vegna þess að miðað er við sjón- depru á mismunandi stigi; er ýmist miðað við sjón, sem ekki nægir til lestrar eða einnar línu mismun á sjónprófunarspjaldi. Algengið hér virðist vera 3- 4%. Theodor og félagar rannsökuðu 190.000 hermenn í Florida í síðari heimsstyrjöld. Töldu þeir að um 4% hefðu starfræna sjóndepru og miðuðu þá við 6/18 sjón á öðru auga, sem ekki var hægt að bæta með glerjum.10 Gundersen í U.S.A. telur þetta uppgjör einna á- reiðanlegast af þeim, sem gerð hafa verið.16 Ýmsir fá lægri tölur en þá er átt við starfræna sjóndepru samfara skjálg. Keinar taldi að algengi skjálg og starfrænnar sjóndepru væri allt að 2,2% af íbúafjölda.17 16 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.