Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Side 23

Læknaneminn - 01.12.1978, Side 23
Fósturldt (abortus) Sigurður S. Magnússon prófessor og Auðólfur Gunnarson læknir Skilyreininy Ef þungun lýkur áður en fóstrið verður lífvænlegt er talið að fósturlát hafi átt sér stað. Hugmyndir um hvenær fóstur er talið lífvænlegt hafa breyst undan- farin ár. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mæl- ir með þeirri skilgreiningu, að fóstur teljist lífvæn- legt ef það vegur — 500 g, eða meðgöngulengdin nær 20 vikum. í flestum löndum er þó enn miðað við 28 vikna meðgöngu eða fóstrið vegi — 1000 g (með- alþungi 28 vikna fósturs = um 1000 g). Á íslandi telst það fósturlát, ef fóstrið fæðist andvana og vegur < 1000 g. Barn telst lifandi fætt, án tillits til fæðingarþyngdar, ef eitthvert eftirtal- inna einkenna er til staðar: 1. Öndun. 2. Hjartsláttur. 3. Æðasláttur í naflastreng. 4. Sjálfkrafa hreyfingar. Tíðni Staðfestri þungun lýkur í 10-15% tilfella með fósturláti. Álitið er þó, að hin raunverulega tíðni fósturláta sé mun meiri (25-30%) ef með eru talin þau tilfelli þungunar, sem lýkur áður en þungunar- einkenni koma fram. Tíðnin eykst með hækkandi aldri konunnar: 15-25 ára 4% tíðni. 30-34 ára 9% tíðni 40-44 ára 33% tíðni. Teyundir fósturlátu Fósturlát eru oft flokkuð þannig: 1. Sjálfkrafa (abortus spontaneus). a) Snemma á meðgöngu (1—14 vikur) 80%. b) Seint á meðgöngu (14r-28 vikur) 20%. 2. Framkölluð = fóstureyðing (abortus provoca- tus). a) Lögleg (legalis). b) Ólögleg (illegalis). Kliniskt er hagkvæmt að flokka fósturlát á eftir- farandi hátt: Yfirvofandi fósturlál (abortus imminens) er talið vera fyrir hendi, ef vanfær kona fær leggangablæð- ingu með eða án samdráttarverkja á fyrstu 28 vik- um meðgöngu (sjá mynd 1). Á fyrsta trimestri (fyrstu 12 vikunum) ganga einkennin til baka og þungunin heldur áfram í 70-80% tilfella. í 20-30% tilfella verður hins vegar óumflýjanlegt fósturlát (aborlus inevitabilis) (sjá mynd 2). Fósturlát er óumflýj anlegt ef: 1. fóstrið er dáið, læknaneminn 19

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.