Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 44

Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 44
Um orsakir sykursýki Erfðir og umhverfi Þórir Helgason iæknir Inngangur Elstu heimildir, um að orsaka sykursýki væri að leita í erfðum og umhverfi, er að finna í sanskrít- skrifum hinna fornu Hindu lækna fyrir um og yfir 2000 árum. Rök þeirra voru einföld: Ættgengi sjúk- dómsins og aukin tíðni hans við óhóflega neyslu á sýrópi. Þessi einfalda kenning um mikilvægi bæði erfða- og umhverfisþátta í sjúkdómsorsökinni hefur stað- ist tímans tönn. Hins vegar hefur enn ekki tekist að greina nákvæmlega og með allri vissu eðli og hátt þessara þátta, né hlutfallslegt framlag þeirra eða vægi í hverjum einstökum sjúklingi eða ætt. Meiri hjartsýni en oft áður gætir nú um lausn þessa vanda vegna ýmissa, fremur óvæntra, uppgötvana siðustu ára. Páttur erf&ar Erfðafræðilegar rannsóknir á sykursýki urðu um- fangsmiklar þegar kom fram á fjórða áratug þess- arar aldar. Erfðalögmál Mendels, um gen (erfða- vísi) sem erfðaeiningu og um hátt arfgengi, hafði þá hlotið fastan sess. Insúlín hafði verið í notkun í 10 ár, en sykurþolspróf nokkru skemur. Auðvelt reyndist að staðfesta ættgengi sjúkdóms- ins, og nægir að nefna, að tíðni hans er um þrefalt hærri meðal foreldra, systkina eða barna hins syk- ursjúka en meðal sömu skyldmenna þeirra, sem ekki hafa sykursýki. Ættgengi og arfgengi er þó ekki eitt og hið sama; ættgengi ræðst ýmist af erfð- um eða umhverfi eða samverkan beggja þátta. Aðgreining þessara þátta, og staðfesting á erfð- um, var með þeim hætti, að sýnt var fram á, að meðal tvíbura, þar sem annar eða báðir hafa sjúk- dóminn, er tíðni samsvörunar (báðir sykursjúkir) um 50% hjá eineggja tvíburum eða um fimmfalt hærri en meðal tvíeggja para. Í raun nægðu þessar niðurstöður ekki til fulls að- skilnaðar erfða og umhverfis. Rökin eru þau, að eineggja tvíburar hafa nákvæmlega sömu erfða- byggingu, og þess vegna á erfðasjúkdómur meðal þeirra að sýna samsvörun, sem nálgast 100%. Tví- eggja tvíburar eru erfðafræðilega ekki skyldari en venjuleg systkini, og þess vegna á umhverfissjúk- dómur að sýna svipaða tíðni samsvörunar meðal eineggja og tvíeggja para. Það gat því einnig bent til umhverfisþátta í sjúkdómsorsökinni að einungis er 50% samsvörun hjá eineggja tvíburum. I skjóli þess, að erfðamark sjúkdómsins var óþekkt og því ógerningur að finna og greina þá einstaklinga, sem yrðu sykursjúkir síðar, var hins vegar ályktað, að fyrrnefnd tíðni samsvörunar meðal eineggja tví- bura myndi með tímanum vaxa og nálgast 100%, og þar með, að sykursýki væri alfarið erfðasjúk- dómur. Næsta skref var að ákvarða, með hvaða hætti sjúkdómurinn erfðist, en erfðasjúkdómar lúta á- kveðnum lögmálum um hátt arfgengi. Sá erfðamáti, er flestir töldu, að samrýmdist sjúkdómnum best, einkennist af einu geni með víkjandi eiginleika, og felur í sér, að sykursýki kemur aðeins fram í af- kvæmum þeirra foreldra, sem bæði bera viðkomandi gen, og er sjúkdómstíðni afkvæmanna þessi: Hvor- ugt foreldrið sykursjúkt, en bæði bera genið - 25%, annað foreldrið einnig sykursjúkt — 50%, bæði for- eldrin sykursjúk - 100%, — ef viðkomandi lifði nógu lengi. Þessi kenning um hátt arfgengi ríkti í hart nær 40 ár, en undir lok sjöunda áratugsins var henni al- mennt hafnað. Hún hafði stjórnað hugsunum manna, beint rannsóknum í ranga farvegi, valdið rangtúlkun á niðurstöðum þeirra og leitt til rangrar barneignaráðgjafar. Undir lokin voru komnir fram ýmsir veigamiklir agnúar á kenningunni. 34 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.