Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 45

Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 45
1. Þeir sjúkdómar, sem vitaS er að erfast með þessum máta (t. d. hæmophilia og phenylke- tonuria), eru sjaldgæfir en sykursýki er algeng. 2. Mælingar á blóðsykrum við hóprannsóknir höfðu staðfest, að engin skýr og ákveðin mörk eru milli eðlilegra og sjúklegra blóðsykra. Af- gerandi skil milli heilbrigðra og sjúkra er hins vegar einkennandi fyrir erfðamáta þess sjúk- dóms, sem ræðst af einu geni. 3. Tíðni sjúkdómsins reyndist aðeins um hluti áðurnefndrar tíðni, sem kæmi fram, ef sjúk- dómurinn lyti þessum erfðamáta. Þannig kom sjúkdómurinn t. d. ekki fram í öllum afkvæm- um foreldra, sem bæði eru sykursjúk, heldur aðeins í um 25% þeirra. Þegar hér var komið, höfðu allir aðrir hugsanleg- ir erfðamátar verið árangurslaust gagnkannaðir og ljóst þótti, að erfðamáti sjúkdómsins yrði ekki greindur, fyrr en erfðamark hans fyndist. Ýmsar spurningar voru þegar á lofti, og rann- sóknir tóku nýja stefnu. Hafði hugsanlegt framlag umhverfis í sjúkdómsorsökinni verið vanmetið? Fyrri rannsóknir höfðu sýnt mjög ófullkomna sam- svörun (báðir sykursjúkir) meðal eineggja tvíbura, og aldrei hafði verið sannað, að sú samsvörun ykist síðar. Réðst sjúkdómurinn ekki af einu geni eins og talið hafði verið, heldur voru að verki samlæg áhrif margra og mismunandi gena? Ábending var dreif- ing blóðsykra í þjóðfélaginu án ákveðinna marka milli eðlilegra og sjúklegra, svo og hin lága tíðni sjúkdómsins í afkvæmum foreldra, sem bæði voru sykursjúk. Var hækkaður blóðsykur í raun aðeins sameiginlegt teikn ýmissa ólíkra orsaka, bæði erfða og umhverfis, líkt og blóðleysi er samnefnari margra orsaka? Hugmynd sú, að hugsanleg aðild umhverfis hefði verið vanmetin, reyndist hafa við nokkur rök að styðjast vegna niðurstöðu nýrrar og umfangsmikill- ar rannsóknar á eineggja tvíburum. Eineggja tví- burar hafa, eins og áður er vikið að, nákvæmlega sömu genin. Ef sykursýki réðist einvörðungu af erfð- um, kæmi hún því ávallt fram í báðum, en kæmi hún fram í öðrum, en ekki hinum, hlyti hún að ráðast af umhverfi að einhverju eða öllu leyti. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú, að þegar hinn sykursjúki tvíburi var insulinþurfandi, kæmi sjúkdóm-urinn ekki fram í hinum, í helmingi tilvika, en þegar hinn sykursjúki var ekki insulínþurfandi kom sjúkdóm- urinn ávallt fram í báðum; úrslit, sem þóttu gefa sterkan grun um, að erfð gæti ekki verið afgerandi í sykursýki insulinþurfandi sjúklinga, en að hún gæti verið afgerandi í sjúkdómi hinna, sem ekki eru insulinþurfandi — og þar með, að orsakir sjúkdóms- ins gætu verið ólíkar. Þessar niðurstöður, og fréttir um, að mótefni hefðu fundist í blóði margra insulinþurfandi sykur- sjúkra, bæði gegn eyjavef brissins og vissum veir- um, varð kveikjan að afdrifaríkum rannsóknum á vefjaflokkum sykursjúkra. Þáttur HLA mótefnavaka Á yfirborði flestra fruma líkamans eru mótefna- vakar (antigens), sem nefnast HLA (skammstöfun á Human Leucocyte Antigen). Þegar hafa fundist yfir 50, og er þeim skipað, mismunandi mörgum, í 4 hópa. Skipan þeirra ákvarðast af samstæðum genum á sama stað á litningi nr. 6 og eru staðir þessir nefndir A, B, C og D (mynd 1). Þeir erfast sem par, eitt frá hvoru foreldri og getur fjöldi erfða- gerða verið mikill. Flokkun flestra mótefnavakanna er áþekk flokkun blóðflokka og nefnist hún öðru nafni vefjaflokkun vegna mikilvægis þeirra við vefjaflutning; en einnig eru HLA genin i mjög nán- um tengslum við gen þau á sama svæði á litningun- um, sem talin eru fara með höfuðstjórn ónæmis- varna líkamans gegn innra sem ytra áreiti (t. d. sýklum og framandi proteinum). LITNINGUR 6 PGM, GLO Cent romere C2 -15cM---1 HOcM—| |— HLA ------» ■ ~20cM- rC8,0f, Ch.Rg HLA ' 0 i ~n.fi cm 1 HLA HLA ' HLA 0 C A -0.8 cM -----CA % 0.0 cM 0.2cM Pg5 Mynd 1. Sjá texta. LÆKNANEMINN 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.