Læknaneminn - 01.12.1978, Side 46

Læknaneminn - 01.12.1978, Side 46
ViS HLA flokkun sykursjúkra hefur nú uppgötv- ast, að náin tengsl ríkja milli insulinháSrar sykur- sýki og ákveSinna HLA mótefnavaka, en aS ekkert samband er milli HLA kerfisins og þeirrar sykur- sýki. sem ekki er insúlinháS. Þeir HLA mótefnavak- ar, sem þegar eru þekktir aS þessum tengslum, eru, í þjóSum skyldum okkur, 5 talsins, 3 frá B staS litn- ingsins og 2 frá D. Fylgnin er mest meS D mótefna- vökunum og finnast annar eSa báSir í yfir 80% insulinþurfandi sykursjúkra, en í aSeins 24% heil- brigSra, og er hlutfallsleg áhætta hinna síSarnefndu talin um sjöföld. Þessi uppgötvun markar tímamót. Vegna eSli þessara tengsla sykursýki og HLA kerfisins og ná- inna tengsla hins síSarnefnda og gena ónæmis- varna líkamans, þykir sýnt, aS eitt eSa fleiri HLA tengd gen á litningi nr. 6 gegni nauðsynlegu hlut- verki í orsök insulinháSrar sykursýki. Jafnframt er ljóst, aS án utanaSkomandi áhrifa er þáttur HLA mótefnavakanna ekki nœgjanlegur til aS framkalla sjúkdóminn. ÞaS sanna hinir heilbrigSu, sem hafa viSkomandi mótefnavaka, og áSurnefndar tvíbura- rannsóknir, sem sýndu litla samsvörun. MeS öSrum orSum: InsulinháS sykursýki erfist ekki sem slík; tilhneigingin erfist en umhverfisþættir eru mótefna- vökunum nauSsynlegir til aS sjúkdómurinn komi fram. Loks má ráSa af þessum niSurstöSum, aS in- sulinháS sykursýki og sykursýki sem ekki er insulin- háS séu tveir mismunandi sjúkdómar af ób'kum toga, bæSi erfSa og umhverfis. En sykursýkin er jafnvel enn sundurleitari en þetta; enn ein tegund er komin í ljós. Er hún frem- ur sjaldgæf og nefnist MODY (skammstöfun á MATURITY-Onset Diabetes in the Young). Það auSkennir þessa tegund, aS hún kemur fram á unga aldri, er ekki insulinháS og erfSamátinn er ein- faldur ríkjandi. Þáttur umhverfis Aukin tíSni sykursýki er vel þekkt viS offitu, mikla barneign og notkun vissra lyfja. Þessir þættir valda þó ekki sjúkdómnum; þeir koma upp um hann líkt og áreynsla getur komið upp um kransæðasjúk- dóm. HLA flokkun sykursjúkra færSi umhverfiS í brennidepil. Hin nánu tengsl, sem talin eru milli HLA gena og gena ónæmisvarna líkamans leiða get- um aS margvíslegum þáttum, t. d. sýklum, framandi proteinum og kemiskum efnum. Athyglin hefur íil þessa einkum beinst aS veirum meS þessum árangri: 1. Við upphaf insulinháðrar sykursýki er hnatt- frumuíferð í eyjavef hrissins, og er sú bólgu- tegund einkennandi fyrir ónæmissvörum í lík- amanum. 2. Mótefni gegn eyjavef brissins hafa fundist í 85% tilvika við upphaf insulinháSrar sykursýki og í 35% tilvika síSar í sjúkdómnum. Þessi mótefnatíSni er aSeins 5% meðal sykursjúkra, sem ekki eru insulinþurfandi og 1,7% meðal þeirra, sem ekki eru sykursjúkir. 3. Veirur geta meS vissu valdið sykursýki í til- raunadýrum. ViS þessar tilraunir koma fram mótefni gegn eyjavef hrissins. 4. Mótefni gegn vissum veirum hafa fundist við upphaf insulinháðrar sykursýki. 5. Upphaf insulinháðrar sykursýki er árstíða- bundiS eftir 5 ára aldur með mestri tíðni um haust og vetur, þegar veirusýkingar eru algeng- astar. Þessar niðurstöður staðfesta, að ónæmisvarna- kerfi líkamans vinnur við upphaf insulinháðrar syk- ursýki, starf, sem annað hvort er orsök eða afleiS- ing eyjaskemmdanna. Þær nægja hins vegar ekki til að sanna þátt veirusýkingar í orsök sjúkdómsins. Þegar ljóst var, að HLA kerfi líkamans hefði meginhlutverk á hendi með því að stjórna erfða- þætti insulinháSrar sykursýki, var strax talið senni- legt, vegna náinna tengsla þess og gena ónæmis- varna, að það stjómaði einnig þeim átökum við um- hverfisþætti, er leiða síðar til sjúkdómsins, og að þau átök væru fólgin í ónæmissvari. Onæmissvörun hefur nú verið staðfest. NetiS um áreitið þrengist óðum og þegar það er fundið má, með nokkurri bjartsýni, búast við, að fyrirbyggjandi aðgerðir verði í sjónmáli. HEIMILDIR: 1. The Genetics of Diabetes Mellitus. Edited by W. Creutz- feldt J Köbberling, J V Neel. Springer-Verlag Berlin, Heidelberg, New York, 1976. Framh. á bls. 49. 36 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.