Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Page 48

Læknaneminn - 01.12.1978, Page 48
Þótt menn geti ekki alltaf rifjac? upp það, sem þeir hafa lært, læra þeir fljótar aftur það sem þeir hafa einu sinni lært. Því virðist eitthvað hafa geymst af fyrra námi þótt ekki hafi verið unnt að ná til þess. Þetta og ýmislegt fleira hefur gert það að verk- um að mismunandi stig minnisstarfsemi hafa verið aðgreind og síðan rannsökuð sjálfstætt. í þessu’sam- bandi má tala um minnishleðslu eða að leggja eitt- hvað á minnið (storage), geymd (retention) og síð- an upprifjun (retrieval). Þessi þrjú stig minnisstarf- semi geta verið skert eitt í senn eða öll. Menn geta munað en ná ekki að rifja það upp. Geymdin getur verið óvanalega lítil. Onnur hlið minnisstarfsemi sem þarfnast sér- stakrar umfjöllunar er það að gleyma. Allt það sem fyrir her er ekki munað og við eðlilegar aðstæður gegnir gleymska veigamiklu hlutverki. En hvernig það að gleyma fer fram við venjulegar aðstæður þarfnast nánari skýringar. A. m. k. þrjár tilgátur hafa verið settar fram um það hvernig eitthvað gleymist. í fyrsta lagi var álitið að gleymska ætti sér stað einfaldlega vegna veðrunar (decay through disuse), þ. e. með tímanum og vegna skorts á endur- tekningu hyrfu minnisslóðir úr heila manna. Sam- fara námi er gert ráð fyrir efnafræðilegum breyt- ingum í heila, áframhaldandi efnahvörf í heila end- uðu með því að eyða minnisslóðum sem ekki væru styrktar með endurtekningu. Enn er reiknað með því, að einhver hluti þess sem gleymist, gleymist á þennan hátt. Hins vegar virðast menn muna furðu vel ýmsa hluti, sem þeir lærðu í bernsku án þess að þeir hafi nokkurn tíma síðan notað þá eða styrkt. Frekari skýringar á því hvernig eitthvað gleymist virðist því þörf. Önnur tilgáta var fram sett, að menn gleymi ekki eingöngu vegna veðrunar heldur vegna áhrifa þess sem þeir gera á milli náms og upprifjunar (interference effect). Auðvelt er að sannreyna þá tilgátu að það sem við lærum nýtt úti- loki eða trufli það sem við höfum þegar lært. Þetta er þekkt undir nafninu afturverkandi hömlun (retro- active inhibition). Hins vegar getur það sem við höfum þegar lært, hamlað áframhaldandi námi. Slík hömlun er nefnd áframhaldandi hömlun (proactive inhibition). Margar tilraunir hafa sýnt, hversu slík- ar hamlanir verka sterkt í allri minnisstarfsemi og við að gleyma. Þriðja tilgátan kemur fram hjá sál- greinum, en þeir benda á að menn gleyma frekar hlutum, sem tengdir eru einhverjum tilfinningarleg- um tengslum er menn bæla. Einhvers konar varnar- viðbrögð eru stöðugt að verki í skynjun og minni og ákvarða hvað kemst upp á yifrborðið. Þessar þrjár tilgátur um það, hvernig hlutir gleymast, benda allar á ákveðna hlið málsins. En þar sem unnt hefur verið að láta menn rifja upp gleymda atburði með dá- ieiðslu og eins við beina ertingu á heilavef, vaknar sú áleitna spurning, hvort mannlegt minni sé end- ingarbetra en áiitið hefur verið. Minniserfiðleikarn- ir virðast aðeins vera fólgnir í upprifjun. Þar sem engin heildartilgáta virtist skýra til fulln- ustu hvernig menn gleyma, kom fram hjá tilrauna- sáfræðingum um miðja öldina, að minnisstarfsemin ætti sér stað í tveim þrepum, þ. e. skammtímaminni og langtímaminni. Reyndar tala sumir um örstutt minni fyrst og nær það yfir sekúndu eða fyrstu minnisslóðir á viðkomandi skynsvæði heila. Síðan tekur skammtímaminni við og nær yfir þann tíma sem við heyrum og endurtökum nýtt heimilisfang eða símanúmer. Við endurtekningu og áframhald- andi athyglisbeitingu að hlutnum í skammtíma- minni kemst hann loks í langtímaminni og geymist þar næstum ótakmarkað. Ymsar tilgátur hafa verið settar fram um það, hvernig þessi mismunandi minni eru tengd og hvers eðlis þau eru. Eins hafa farið fram á seinni árum merkar athuganir á tengslum athygli og skammtímaminnis.2, Að því er tekur til gleymskufyrirbrigða virðist þessi tveggja þrepa minniskenning skýra æði margt. Minnisslóðir truflast auðveldlega í skammtíma- minni. Til að muna nýtt símanúmer verðum við að endurtaka það eitthvað. Hamlanir virka sterkt hér. Við truflumst auðveldlega kalli einhver fram í þegar við erum að læra nýja hluti. Þegar upplýsingar eru síðan komnar í langtímaminnið er spurning um það, hvemig við getum náð til þeirra síðar. Langtíma- minni má líkja við skjalasafn (en upplýsingar geymast aðeins í stuttan tíma í skemmra minn- inu). Skráningarkerfi þarf að vera til staðar vilji menn ná til einstakra skjala á fljótan og öruggan hátt. Hamlanir er eiga sér stað varðandi langtímaminni eru annars eðlis, en þær sem koma fram varðandi skemmra minnið. Þar sem minnisslóðir í skamm- 38 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.