Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Side 51

Læknaneminn - 01.12.1978, Side 51
sem við á um miðlægar minnistruflanir). Minnis- atriðin eru lærð hægar, en geymdin er sæmileg, þegar loks hlutirnir eru lærðir. Minnisskerðing í þessu tilviki er í beinu hlutfalli við stærð skemmd- ar. Minnistruflanir geta verið miklar eða litlar eftir atvikum. Það sem aðgreinir sérstaklega þessar tvær teg- undir af minnistruflunum er, að við þá fyrrnefndu á sér stað hröðun í gleymsku á allri nýrri þekkingu, en við minnistruflanir tengdum heilabarkarskemmd- um er minnistruflunin einskorðuð við ákveðið skyn- svið: parietal skemmd, topografiskt minni, temporal dominant, verbal minni, occipital, sjónminni o. s. frv. Skemmdir í forheila hafa í för með sér sérstakar tegundir af minnistruflunum, þ. e. forheilaskemmd hefur ekki síst í för með sér truflun á skipulagi hegðunar frekar en skynúrvinnslu. Forheila sjúk- lingar hafa því alveg sérstök einkenni. Námsgeta þeirra er óregluleg og slæm. Þótt þeir geti lært ein- falda hluti og öðlast ýmsa hæfni, ná þeir aldrei að læra hluti sem eru margbrotnir eða flóknir. Þeir virðast ekki geta í veigamiklum atriðum lært af reynslunni, þannig að þeir læri það sem skiptir máli og annað ekki. Einkenni frá forheila (premo- tor, prefrontal) eru m. a. truflað skipulag hegðun- ar, minnistruflunin er í þessu tilviki aðeins óhein og tengd almennu niðurbroti á stjórn hegðunar. Af framantöldu sést að minnisstarfsemi fer fram í öllum hlutum heilans, en nokkur sérhæfing á sér stað. Heilabörkurinn virðist nauðsynlegur fyrir minnishleðslu (storage), en ýmis miðlæg heilakerfi virðast nauðsynleg við geymd og upprifjun. Minnispróf Við minnisprófun er nauðsynlegt að hafa í huga almennt ástand sjúklings, og fyrsta stig slíkrar próf- unar er nákvæmt samtal við hann almenns eðlis. Tiltölulega slök geta á skammtíma minnisprófi og eitthvað skert námsgeta ætti að opna augu prófanda fyrir þeim möguleika, að sjúklingur sé haldinn þung- lyndi eða eigi við geðræn vandamál að stríða.10 Hins vegar er unnt í slíkum tilvikum, sé um heila- skemmd að ræða, að sýna fram á ýrnsa aðra skerð- ingu en á minni, sem þá væri ekki venjulegur fylgi- fiskur geðrænna vandamála. Þetta sýnir hversu minnisprófun er aðeins hluti nánari heildarathug- unar á úrvinnsluhæfni sjúklings, sem minnkar þó ekki almennt gildi minnisprófunar heldur þvert á móti. Til að minnisprófun veiti einhverjar topologiskar upplýsingar, þarf að prófa sérstaklega aðskilda þætti eðlilegrar minnisstarfsemi, þ. e. minnishleðslu, geymd og upprifjun. Eða sérstaklega skammtíma- minni, áhrif hamlana á það og síðan langtímaminni. Dæmi um tiltölulega einfalda prófun, sem unnt er að koma við undir flestum kringumstæðum, er sá hluti Luriaprófs, sem prófar minni. En nokkrum slikum verður nú lauslega snarað á íslensku. 1. Athugun á námsgetu (learning) Sjúklingur er beðinn að læra 8 til 10 orð í ein- hverri röð. Honum er sagt, að hann geti ekki lært þau öll í einhverri röð. Honum er sagt, að hann geti ekki lært þau í einni atrennu og að þau verði endurtekin síðar. Honum er fengið blýantur og blað og hann beðinn að skrifa þau orð niður, sem hann Mynd 1. Normal Fjöldi skipta Eðlileg kúrfa. Stirð námskúrfa. Aakin þreyta við nám eftir sem á líður. LÆKNANEMINN 41

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.