Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 57

Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 57
hverju að öllu leyti eða leystir undan forstöðumanns störfum. sem að öðru jöfnu fylgja viðkomandi pró- fessorsembættum og eru unnin fyrir önnur stjórn- völd en HÍ. Störfum þessum skal ]oá ráðstafað á annan hátt. Þessi lillaga er fram komin vegna þeirr- ar staðreyndar að skólastj órastarf, t. d. læknaskóla er ærið verkefni einum manni og því mikilvægt að tryggja honum starfsfrið á því sviði. Þessi tillaga átti mikinn hljómgrunn í læknadeild (26. gr.). 29. greinin fjallar um útgáfu sameiginlegrar kennsluskrár fyrir HI. Samþykki fékkst fyrir þeirri viðbót að hver deild semdi og gæfi úr sér lestrar- og kennsluáætlun. Jafnframt að gera skyldi grein fyrir stjórn deildar og deildarfélagi nemenda og lögum þess. Ekki var gert ráð fyrir þessu í tillögum reglu- gerðarnefndar HI. 30. greinin fjallar um háskólaráð og misseraskipt- ingu. Læknadeild leggur til nokkra rýmkun á þess- um ákvæðum sem hljóða svo: „Heimilt er sam- kvæmt ákvörðun kennslustjóra háskólans að halda próf utan kennsluárs þegar sérstaklega stendur á i eða samkvæmt ósk viðkomandi kennara og nemenda (kennsluárið er frá 15. sept. til 30. maí). Eins og margir vita hefur það oft komið fyrir að óskum stúdenta um tilfærslu á próftíma, t. d. fram í fyrstu daga í júní, hefur verið hafnað þrátt fyrir samþykki allra stúdenta og kennara viðkomandi greinar og skrifstofu háskólans. T. d. hefur kennslustjóri lækna- deildar sett sig gegn slíkum breytingum. 33. grein fjallar um heimspekileg forspjallsvís- indi. Reglugerðarnefnd háskólaráðs leggur til að allir stúdentar læri „fílu“, sem verði 3 námseining- ar eða jafngildi þess. Læknadeild samþykkti að óska eftir niðurfellingu þessa ákvæðis í heild. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að taka upp aukna umræðu um siðfræði læknisfræðinnar og fleira sem beint tengist læknisfræði innan deildarinnar með hæfilegu samstarfi við heimspekingana. Ekki er ljóst hvernig þessu máli lyktar, en víst er að heim- spekingarnir eru í vörn vegna þess að þeim hefur ekki tekist að láta „fíluna“ fylgjast með kröfum tím- ans og þörfum einstakra deilda. 37. grein. Mjög er þrengdur sá tími sem stúdentar geta innritast í háskólann samkvæmt tillögum reglu- gerðarnefndar Hí, eða niður í 2 vikur í júlí og 2 vikur í janúar. Læknadeild leggur til hóflega rýmk- un á þessu ákvæði eða allan júlí og % mánuð í jan- úar. Auk þess heimild til háskólaritara að heimila einstökum stúdentum skráningu á öðrum tímum. 41. grein fjallar um heimild háskólans til að víkja stúdent úr skóla hafi hann hlolið dóm fyrir refsivert brot, sem hefur flekkun mannorðs í för með sér. Stúdent hefur þó möguleika á því að skjóta slíku máli Lil menntamálaráðherra. Læknadeild samþykkli að fella niður setningu sem svo hljóðar: „Heimilt er háskólaráði að víkja stúdent úr skóla um stundar- sakir, meðan rannsókn á slíku máli stendur yfir.“ Við vidlum ganga lengra í þessu efni, eða afnema algjörlega heimild háskólans til þess að geta vísað dæmdum mönnum úr skóla, sem er tvöföldun refs- ingar, og bentum meðal annars á nýja strauma hvað viðkemur menntun og endurhæfingu fanga. 44. grein, 2. málsgrein, fjallar um almenn próf, upptöku og sjúkrapróf. Við lögðum mikla áherslu á þessa grein og vildum að hún hljóðaði svo: „Stúd- ent skal gangast undir próf í einstökum prófgrein- um, prófhlutum eða prófflokkum í lok kennslutíma- bils, nema hann segi sig úr prófi samkvœmt 46. gr. Auk þess má stúdent ganga undir próf í september.“ Reglugerðarnefnd Hí leggur til að haustpróf verði eingöngu upptöku- og sjúkrapróf, en veita megi undanþágur ef gildar ástæður eru fyrir hendi. Sú heimild hefur í framkvæmd meðal annars verið notuð fyrir störfum hlaðna embættismenn stúdenta, t. d. formann stúdentaráðs, fulltrúa í háskólaráði og formenn deildarfélaga. Stærsti hluti reglugerðarnefndar læknadeildar vildi fella niður alla möguleika á undanþágum í þessu efni. Aðeins Tryggvi Ásmundsson fylgdi til- lögum reglugerðarnefndar Hl. Endanleg úrslit á deildarfundi urðu samt þau að upphafleg tillaga reglugerðarnefndar Hl var samþykkt. Læknanem- ar stóðu því í algjörri varnarbaráttu. Rétt er að taka fram að tillaga reglugerðarnefndar HI er mi'kil aft- urför fyrir stúdenta í öllum öðrum deildum HÍ en læknadeild. Okkar rökstuðningur var meðal annars þessi sbr. greinargerð með 44. greininni: 1. Ekki verður komið auga á neirv þau rök, sem réttlæta, að einungis þeir, se,m falla á vorprófum eða forfallast vegna veikinda, skuli hafa rétt til þess að gangast undir haustpróf. Aðrir, sem forfall- ast frá námi af öðrum óviðurkenndum ástæðum, og LÆKNANEMINN 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.