Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 18
]Jað er því ljóst, að nijög mismikið er opererað. Athyglisvert er, hve geysihá talan er í Bandaríkjun- um, og hafa ber það í huga, að í rauninni er hún miklu hærri í sumum þjóðfélagshópum þar, vegna þess að aðrir hópar en hvítir menn eru að jafnaði minni „neytendur“ læknisþjónustu. E. t. v. liggur heppileg tala CABG fyrir hvert þjóðfélag einhvers staðar mitt á midi þess sem gerist í Bandaríkjunum og í Evrópu. Aðrir þættir hafa áhrif á fjölda CABG í hverju þjóðfélagi: 1) Viðhorf lœknis. I einni studiu, sem vitnað er í í sérfræðingabók WHO um þessi mál, var læknum skipt í tvennt, conservativa og aggressiva. Ef þeir conservativu réðu, var talið að þörfin fyrir CABG væri 23/100.000, en 100/100.000 er hinn hópurinn réði ferð.nni. Hérlendis hafa læknar verið fremur conservativir við val sjúklinga til aðgeröar, sem sést m. a. á því, að allar coronary angiographiu spólur sem sendar hafa verið lil Englands til að fá álit um, hvort aðgerð myndi henta, hafa fengið jákvætt svar. Aðgerðafjöldi á Islendingum hefur smám saman vaxið, á þessu ári hafa tæplega 30 farið t;l London í aðgerð, þ. e. 12-13/100.000. 2) Viðhorf sjúlclinga. I því felst m. a. upplýsing- ar um aðgerð, sem hann fær frá lækni og fjölmiðl- um o. fl. og hvernig hann metur þær. Einnig spilar inn í hve mikla angina sjúklingur er með og hve vel hann þolir hana. 3) Aðstaða. Rannsókna- og skurðstofuaðstaða skiptir mál'. E. t. v. er tilhneiging hjá sumum til að auka fjölda aðgerða til að réttlæta fjárfestinguna. Hér á landi hefur verið næg aðstaða tif að rannsaka alla sjúklinga sem talin var þörf á, en skurðstofuað- stöðuna hefur vantað. Mér er ekki kunnugt um, hvort einhverjir íslendingar hafi ekki átt kost á eða ekki komizt í aðgerð vegna þessa, þó þeir hefðu haft gagn af henni. 4) Tíðni hjartasjúkdóma. Tíðni hjartasjúkdóma í hverju fandi hlýtur að hafa áhrif á fjölda aðgerða. Sjúklingar sem færu í CABG ættu að vera einhver ,,ideal“ prósentutala af heildarfjölda sjúklinga með angina pectoris, og þannig væri hægt að reikna út þörfina fyrir CABG í hverju landi. Tölur Hjarta- verndar um tíðni angina pectoris liggja fyrir, en ég gat hvergi fundið tölur um hve mörg prósent af angina-sjúklingum væri rétt að operera. Miðað við tölur Hjartaverndar og aðrar tölur hér að framan er þó ekki ólíklegt að 40-50 sjúklingar yrðu opererað- ir hér árlega næstu árin, og er sú tala nokkuð í sam- ræmi við þróunina hér á undanförnum árum. Lík- legt er, að þessi fjöldi vaxi á komandi árum, t. d. er talað um það á einum stað í margnefndri bók WHO, að heildarþörf fyrir CABG geti verið nálægt 400 per miljón íbúa, sem gerir fyrir Island eitthvað yfir 83 aðgerðir á ári. 5) Indicationir. Að lokum er þess að geta, að indicat'onir fyrir CABG geta hreytzt, og myndi það hafa áhrif á fjölda aðgerða. Eftir því sem fleiri pros- pectivar rannsóknir eru gerðar kemur hetur í ljós gildi þessarar aðferðar. A siðuslu árum hafa indi- cationir fyrir CABG frekar verið að víkka en hitt. Þá hafa framfarir í medicinskri meðferð einnig mik- ið að segja upp á væntanlegan aðgerðafjölda, svo og breytingar í tíðni kransæðasjúkdóma. Af framansögðu virðist ljóst, að CABG er rnikil- væg viðbót við medicinska meðferð í völdum íilfell- um, og er þjóðhagslega hagkvæmt að slík meðferð standi sjúklingum til boða, svo ekki sé talað um þýð- ingu þessa fyrir viðkomandi sjúklinga. Kemur þar til aukin vinnugeta þessara sjúklinga og minnkuð lyfjanotkun, og auk þess líklega minni greiðslur vegna örorku. Spurningin sem svara þarf er hins vegar, hvort gera eigi þessar aðgerðir hér á Islandi eða senda þessa sjúklinga áfram til útlanda eins og hingað lil hefur verið gert. Helztu þættir, sem hafa þarf i huga í þessu sam- bandi, eru: 1) Halda operations-mortaliteti í lágmarki. Mið- að við að val sjúklinga til aðgerðar yrði vandað og gerðar yrðu u. þ. b. 50 aðgerðir hér árlega, þyrfti mortalitet ekki að vera hærra en gerist annars stað- ar. 2) Læknafjöldi. Skurð- og lyflæknar myndu sinna þessum sjúklingum í samvinnu. Það virðist miðað við að þessi starfsemi verði á Landspítalanum þegar til kemur, en þar eru nú fyrir læknastöður sem nægja myndu, þannig að ekki yrði aukakostnaður vegna þess að bæta þyrfti við stöðurn. 12 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.