Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 19
3) Svæfingalið. 5 svæfingalæknar starfa á Land- spítalanum, og hafa þeir allir unnið á deildum er- lendis þar sem hjartaaðgerðir eru framkvæmdar. Ekki þyrfti því að koma lil aukakostnaður vegna lleiri svæfingarlækna. Nóg er af stöðum fyrir hjúkr- unarkonur, bæði á skurðstofu og gjörgæzludeild. 4) Tæknimenn þarf lil að sjá um perfusion með- an á aðgerð stendur, þrýst'ngsmælingar og umsjón hjarta- og lungnavélar. Einhver mannafli er til stað- ar á tæknideild Landspítalans, þar af einn sem dval- ið hefur á hjartarannsókna- og hjartaskurðlækninga- deildum í Englandi og Bandaríkjunum. E. t. v. þarf að bæta við einhverju starfsfólki hér. Kostnað viJ það er erfitt að meta, en 10 milljónir á ári sem kaup- gre'ðslur ætti að vera ríflega áætlað. Hafa ber í huga, að þessi starfskraftur nýtist í fleira en störf við kransæðaaðgerðir. 5) Skurðstofur. Tvær skurðstofur á Landspítala henta fyrir CABG aðgerðir. Takmarkaður legrúma- fjöldi á Landspítalanum veldur þvi að mun minna er opererað þar en mögulegt væri, og ætti því að vera nóg pláss fyrir þann fjölda CABG sem nefndur var. 6) Legurúmafjöldi. Taka verður tillit til þess legutíma sem hver sjúklingur þarf, við þessa útreikn- inga. Ef miðað er við 14 daga legutíma að meðaltali fyrir hvern sjúkling, 50 aðgerðir á ári og að dag- gjöld séu kr. 50.000, gerir það samtals 35 milljónir á ári. 7) Áhöld og tæki. Kaupa þyrfti eina hjarta- og lungnavél, sem samkvæmt því sem ég komst næst kostar 15-20 milljónir án tolla og slíks. Gjafafé mun vera til fyrir a. m. k. hluta þessarar upphæðar. Einn- ig jsyrfti að kaupa 3 hjartarafsjár (monitora), sem samtals kosta u. þ. b. 12 milljónir. Monitorarnir koma einnig að gagni við ýmsar aðrar aðgerðir og aðra sjúklinga. Skurðstofuáhöld fyrir æðaaðgerðir munu vera gömul og úrelt á Landspítalanum, og ríflega áætlað myndu slík áhöld kosta 10 milljónir króna. Þessi áhöld koma líka að gagni við ýmsar aðrar æðaað- gerðir, og mun vera joörf á endurnýjun jreirra, hvort sem hjartaskurðlækningar verða hafnar eða ekki. Ef við reiknum með að Jressi tæki séu afskrifuð á 10 árum, verður árlegur kostnaður vegna þeirra tæplega 5 milljónir króna. Fastur kostnaður við hverja aðgerð (einnota áhöld og hlutar í hjarta- og lungnavél, sem aðeins eru notaðir einu sinni) er 2— 300 þúsund kr. Miðað við 50 aðgerðir gerir það 10 —15 milljónir. 8) Aukinn kostnaður vegna rannsóknastofu og blóðbanka. Erfitl er að meta þennan kostnað. Ef kostnaður af rannsóknum og auknum vöktum starfs- fólks er í heild metinn þannig að einn sé á vakt á hvorum stað og vinni að meðaltali 8 klst. á dag alla daga ársins, sem hlýtur að vera ríflega mikið, gerir Jsað u. ]í. b. 25 milljónir króna á ári. 9) Röntgen- og aðrar kliniskar rannsóknir. Nú Jaegar eru allar slíkar rannsóknir gerðar á Land- spítalanum, þannig að ekki er um að ræða viðbótar- kostnað vegna Jjess. Ef ofangreindur umframkostnaður er tekinn sam- an, lítur dæmið þannig út: Tækjabúnaður.................... kr. 5.000.000 Einnota áhöld .................... — 15.000.000 Rannsóknastofa og blóðbanki..... — 25.000.000 Laun tæknimanna................... — 10.000.000 Legukostnaður (daggjöld) ......... — 35.000.000 Samtals 90.000.000 Það gerir 1,8 millj. króna á hvern sjúkling miðað við 50 aðgerðir á ári. I jDessari tölu er ekki tekið til- lit til þess, að tækjabúnaður og mannafli nýtist einn- ig í aðrar aðgerðir, t. d. æðaaðgerðir. Þá er og þess að geta, að sérfræðingar telja, að fleiri hjartaað- gerðir en CABG verði hægt að gera hér, t. d. að- gerðir á hjartalokum. Er liklegt að flestar slíkar að- gerðir verði hægt að gera hér nema hjartaaðgerðir á börnum, sem áfram þyrfti að senda út, a. m. k. fyrst um sinn. Þessi tala ætti Jjví ekki að vera mjög lágt metin. Þó er hún heldur ekki mjög há, t. d. mið- að við það að einbýlishús ganga nú á 100 milljónir, eða ef miðað er við verð á skuttogara. Kostnaður við að senda hvern sjúkling til Eng- lands í aðgerð var árið 1977 kr. 800.000, og er lík- lega óhætt að tvöfalda þá upphæð nú eftir rúm tvö ár. Upphæðin verður Jjá 1,6 millj. per sjúkling, og miðað við 50 aðgerðir 80 millj. á ári. Þrátt fyrir það að tölurnar hér að ofan séu gróf- Framh. á bls. 31. LÆKNANEMINN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.