Læknaneminn - 01.10.1979, Qupperneq 16
A að taka upp
r
coronary bypass aðgerðir á Islandi?
Ólafur Gísli Jónsson stud. med.
Á seinni árum hefur kirurgisk meðferð við hjarta-
sjúkdómum aukizt mjög í flestum löndum í okkar
heimshluta. Er hún nú af flestum talin mjög mikil-
vægur þáttur í meðferð slíkra sjúklinga, einkum ef
lyfjameðferð her ekki árangur sem skyldi. I seinni
tíð hafa því heyrzt raddir meðal íslenzkra lækna um
að taka beri upp hjartaskurðlækningar hérlendis, og
hefur áhuginn þá einkum heinzt að aðgerðum á
kransæðum, svonefndum coronary artery bypass
grafting, hér á eftir skammstafað CABG.
Það mun hafa verið árið 1971 sem umræður hóf-
ust hérlendis að marki um þessi mál, í kjölfar þess
að gert hafði verið við coarctatio aortae í fyrsta
skipti hérlendis. Urðu um þetta einhver blaðaskrif,
þar sem meðal annars kom fram, að það helzta sem
vanlaði lil að hægt væri að hefja hjartaskurðlækn-
ingar hérlendis, væri hjarta- og lungnavél. I fram-
haldi af þessu var gefin fjárhæð til kaupa á slíkri
vél. Síðan mun þetta mál hafa verið endurvakið a.
m. k. einu sinni og svo aftur árið 1977. í framhaldi
af því var skipuð nefnd til að kanna þessi mál, en
hún náði ekki samstöðu um málið, og er það nú í
biðstöðu að því er virðist.
Skynsamlega ákvörðun um hvort hefja eigi
hjartaskurðlækningar hérlendis er ekki hægt að taka
nema að vanrllega hugsuðu máli. Margir þættir koma
inn í það mat, og er suma hverja æði erfitt að meta,
eins og ég komst íljótt að eftir að hafa ákveðið að
skrifa stutta greinargerð um jietta. Þyrfti reyndar
mun meiri tíma og fleiri gögn um málið en kostur
gafst á fyrir mig í þetta sinn. Ber því að taka allar
tölur sem hér birtast með hæíilegum fyrirvara, þótt
reynt hafi verið að hafa það sem sannara reyndist.
Það er Ijóst, að stofnkostnaður verður talsverður,
ef hefja á hj artaskurðlækningar hér. Því hlýtur sá
fjöldi aðgerða, sem væntanlega verða gerðar, að
vera sá þáttur sem mestu máli skiptir, ef reynt er að
meta þetta peningalega. Einnig er þess að gæta, að
ákveðinn lágmarksfjölda aðgerða þarf til að halda
læknum og tæknimönnum, sem við slíkar aðgerðir
fást, í nægilegri þjálfun. Aðrir þættir sem koma inn
í kostnaðarhliðina eru t. d. kaup á vélum og áhöld-
um, aukinn starfskraftur á sjúkrahúsinu, aukin
þjónusta ákveðinna aðila, einkum rannsóknastofu
og blóðbanka. Verður nánar fjallað um þessa og
fleiri þætti hér á eftir.
Það mun öllum Ijóst, að tíðni hjarta- og æðasjúk-
dóma hefur aukizt stórlega í svokölluðum velmegun-
arþjóðfélögum á síðustu áratugum. Árið 1967 voru
46% mannsláta af völdum þessara sjúkdóma, hjarta-
sjúkdómar einir ullu 30% árin 1966-70, miðað við
13,1 % 1951-55. Dánartíðni hérlendis vegna þess-
ara sjúkdóma er með því hæsta sem gerist, 853/
100.000 íbúa 1965. U. þ. b. 50% fleiri deyja úr
hjartasjúkdómum einum en úr krabbameini, og þre-
falt fleiri en látast af slysförum, en þetta eru þó þær
dánarorsakir sem næstar koma.
Eitt algengasta einkenni hjartasjúkdóms er ang-
ina pectoris. Rannsókn Hjartaverndar bendir til, að
10% íslenzkra karla á aldrinum 37—64 ára séu með
angina, og 9% íslenzkra kvenna á sama aldri. Út frá
þessu hefur verið áætlað nýgengi fyrir angina u. þ.
b. 1 % hjá körlum, en 0,6% hjá konum. Ef farið er í
mannfjöldaskýrslur, þýðir þetta að á hverjum tíma
séu um 2900 karlar og 2600 konur á þessum aldri
með angina, og árlega hætist 290 karlar og 175 kon-
ur við. Það er því ljóst að hér er við mikið lækn-
isfræðilegt vandamál að stríða. Meðferð angina
pectoris hefur fram á síðustu ár verið lyfjameðferð,
en hún hefur ekki alltaf dugað, og eru flestir á því
að CABG sé mikilvæg viðbót.
CABG virðist mjög rökrétt meðferð, þ. e. að
tengja fram hjá þrengslum í kransæðum, sem mjög
oft eru proximalt í þeim. Markmiðið er þannig að:
1) Aftur að fá sem bezt blóðflæði um myocard-
10
LÆKNANEMINN