Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 7
Staða kransœðaaðgerða í dag Kristinn Jóhannsson brjóstholsskurðlæknir Kransæðasjúkdómur er alvarlegur sjúkdómur, sem verður mörgum að aldurtila í blóma lífsins. Horfur sjúklinga með kransæðasjúkdóma hafa batnað til muna á 10 síðustu árum. Nú eru liðin 10 ár síðan byrjað var að gera kransæðaaðgerðir (bypass) og hafa þessar aðgerðir sannað ágæti sitt með því að bæta líðan manna. Enn eru menn ekki á sama máli um aðra kosti, sem kransæðaaðgerðir eru taldar hafa. Kransæðaaðgerðir hafa smátt og smátt öðlast viðurkenningu og mun dánartíðni við þessar að- gerðir halda áfram að lækka með betri svæfingum, betri hjarta- og lungnavélum og Ijetri tækni við að- gerðirnar. Aðgerðardauði nú á dögum er víðast inn- an við 4%. Skýrslur hafa komið fram, sem sýna að sjúklingar, sem hafa útbreiddan kransæðasjúkdóm, lifa lengur ef kransæðaaðgerðum er beitt.11,13,17- 18,20,22 llíinnsóknir « sjnklintinm tneð krtins- teðastíflu Horfur eru ekki alltof góðar eftir að kransæða- sjúkdómur gerir vart við sig.i0,14,10 Talið er, að dánartala sjúklinga með hjartakveisu (angina pec- toris) sé um 4% á ár'. Hvaða sjúklinga með krans- æðasjúkdcm á að rannsaka náið? Sjúklinga með hjartakveisu eftir kransæðastíflu og afbrigðilegt EKG í hvíld, sem bendir til kransæðasjúkdóms og einnig þeir, sem eru með leiðslutruflanir og óeðli- legt áreynslupróf. Eiga allir i áðurnefndum flokkum að fá æðarannsókn, áreynslupróf eða skönn? Krans- æðarannsókn (Coronary angiografia) er nú ná- kvæmasta rannsókn til greiningar á kransæðasjúk- dómi.7’9 Sjúklingar með hjartakveisu er langstærsti hópurinn, sem sendur er í kransæðarannsókn. Akvörðun um að gera kransæðarannsókn á ein- kenna lausum sjúklingum eftir kransæðastíflu fer eftir aldri sjúklingsins, starfi hans, áhættuþáttum og árangri af áreynsluprófi. Áreynslupróf er mjög mik- ilvægt í sambandi við gre'ningu á hjartasjúkdómi.0 Með því að nota bergmálstækni og isotopa techne- tium 99 og thallium 201 er hægt að meta blóðþurrð í hjartavöðva mun betur en áður. Það hjálpar skurð- læknum að greina hvort sjúklingurinn hefur drep í hjartavöðva, eða blóðþurrð og geta þá skurðlæknar með meiri vissu en áður skorið upp sjúklinga með yfirvofandi kransæðastíflu. A mynd 1 er sýnt hvernig vena saphena magna er saumuð um kransæð. Allir sutururnar erusettar jyrst í kransæðina og gegnum bláœðina og eru hnýttar í réttri röð. Þetta minnkar hœttuna á þrengslum við tenginguna. 6/0 silki er notað þeg- ar vena er saumuð í kransæð. LÆKNANEMINN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.