Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Side 7

Læknaneminn - 01.10.1979, Side 7
Staða kransœðaaðgerða í dag Kristinn Jóhannsson brjóstholsskurðlæknir Kransæðasjúkdómur er alvarlegur sjúkdómur, sem verður mörgum að aldurtila í blóma lífsins. Horfur sjúklinga með kransæðasjúkdóma hafa batnað til muna á 10 síðustu árum. Nú eru liðin 10 ár síðan byrjað var að gera kransæðaaðgerðir (bypass) og hafa þessar aðgerðir sannað ágæti sitt með því að bæta líðan manna. Enn eru menn ekki á sama máli um aðra kosti, sem kransæðaaðgerðir eru taldar hafa. Kransæðaaðgerðir hafa smátt og smátt öðlast viðurkenningu og mun dánartíðni við þessar að- gerðir halda áfram að lækka með betri svæfingum, betri hjarta- og lungnavélum og Ijetri tækni við að- gerðirnar. Aðgerðardauði nú á dögum er víðast inn- an við 4%. Skýrslur hafa komið fram, sem sýna að sjúklingar, sem hafa útbreiddan kransæðasjúkdóm, lifa lengur ef kransæðaaðgerðum er beitt.11,13,17- 18,20,22 llíinnsóknir « sjnklintinm tneð krtins- teðastíflu Horfur eru ekki alltof góðar eftir að kransæða- sjúkdómur gerir vart við sig.i0,14,10 Talið er, að dánartala sjúklinga með hjartakveisu (angina pec- toris) sé um 4% á ár'. Hvaða sjúklinga með krans- æðasjúkdcm á að rannsaka náið? Sjúklinga með hjartakveisu eftir kransæðastíflu og afbrigðilegt EKG í hvíld, sem bendir til kransæðasjúkdóms og einnig þeir, sem eru með leiðslutruflanir og óeðli- legt áreynslupróf. Eiga allir i áðurnefndum flokkum að fá æðarannsókn, áreynslupróf eða skönn? Krans- æðarannsókn (Coronary angiografia) er nú ná- kvæmasta rannsókn til greiningar á kransæðasjúk- dómi.7’9 Sjúklingar með hjartakveisu er langstærsti hópurinn, sem sendur er í kransæðarannsókn. Akvörðun um að gera kransæðarannsókn á ein- kenna lausum sjúklingum eftir kransæðastíflu fer eftir aldri sjúklingsins, starfi hans, áhættuþáttum og árangri af áreynsluprófi. Áreynslupróf er mjög mik- ilvægt í sambandi við gre'ningu á hjartasjúkdómi.0 Með því að nota bergmálstækni og isotopa techne- tium 99 og thallium 201 er hægt að meta blóðþurrð í hjartavöðva mun betur en áður. Það hjálpar skurð- læknum að greina hvort sjúklingurinn hefur drep í hjartavöðva, eða blóðþurrð og geta þá skurðlæknar með meiri vissu en áður skorið upp sjúklinga með yfirvofandi kransæðastíflu. A mynd 1 er sýnt hvernig vena saphena magna er saumuð um kransæð. Allir sutururnar erusettar jyrst í kransæðina og gegnum bláœðina og eru hnýttar í réttri röð. Þetta minnkar hœttuna á þrengslum við tenginguna. 6/0 silki er notað þeg- ar vena er saumuð í kransæð. LÆKNANEMINN 5

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.