Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 53
fjarri Reykjavík, virðist hér engu breyta (sjá texta og töflu 2; glös C-C). Var ekkert einstakt mælingar- gildi utan þeirra vikmarka (tafla 1), er Skaftason & Jóhannesson (1975) hafa sett fyrir þá aðferð til greiningar á alkóhóli, er hér um ræðir. Verður því ekki annað séð en ending eða geymsluþol þessara sýna sé í góðu lagi miðað við aðstæður hér á landi. Niðurstöðutölur þeirra rannsókna, er hér greinir frá, gefa ótvírætt vísbendingu í þá átt, að lögreglu- yfirvöld taki tvö (eða fleiri) sýni úr hverjum ein- staklingi. Yrði þá annað sýnið sent til ákvörðunar á alkóhóli með venjulegum hætti svo fljótt og unnt væri. Hitt sýnið mætti geyma í kæliskápi hlutaðeig- andi lögregluembættis í a. m. k. mánuð. Mætti þá senda það lii rannsóknar, ef hlutaðeigandi einstakl- ingur eða lögmaður hans bæru brigöur á réttmæti ákvörðunar alkóhóls í fyrra sýni. Ætti hag einstakl- ingsins þannig að vera betur borgið en nú er og staða lögreglustjóra sömuleiðis traustari en nú er. f þessu sambandi skal þó enn á það bent, að lang- æskilegast væri, ef þess er yfirleitt nokkur kostur, að taka bæði blóðsýni og þvagsýni úr einstakling- um, sem grunaðir eru um brot á umferðarlögum (sbr. Skaftason & Jóhannesson, 1975). Tregða á þessu sviði er þó næsta ótrúleg (Arsskýrsla, 1978). Að lokum skal á það hent, að natríumflúoríö varnar einnig segamyndun eða storknun í blóðsýn- um. Er mjög mikilsvert, að sýni séu vel segavarin og engu miður en rotvarin. Því er nauðsynlegt að snúa glösum vendilega, sbr. reglur dómsmálaráðuneytis- ins, eftir að sýni er komið í þau og þannig, að blóð- ið blandist vel natríumflúoríði. Helsti galli við notk- un natríumflúoríðs í blóðsýnum er sá, að efnið get- ur truflað ákvörðun nokkurra róandi lyfja og svefn- lyfja. Lyfjamælingar eru þó yfirleitt gerðar í ser- um. Eru blóðsýni því skilin og segavarnar þannig ekki þörf. HEIMILDIR: Arsskýrsla: Ársskýrsla Rannsóknasto/u í lyfjajrœðí árið 1978 (p. 8). Curry, A. S.: Advances in Forensic and Clinical Toxicology. CRC Press, Cleveland, Ohio, 1972 (pp. 27-28). Skaftason, .1. & .Tóhannesson, Þ.: ÁkvarSanir á alkóhóli (etanóli) í hlóði. Tímarit lögfrœðinga 1975, 25, 5-17. Smalldon, K. W.: Ethanol Oxidation hy Human Eythrocytes. Nature 1973, 245, 266-267. Sjúkmtilfelli Framh. a) bls. 35. Rannsóknir Hb 10,6 gr%, HCT 32,7%, MCV 86, MCHC 32,0, Hv. blk. 10200, deilitalning: eo 6%, stafir 2%, seg- ment 56% , lympho 28%, mono 8000. Thrombocytar 292.000, sökk 76 mm/klst. Ahnenn þvagskoðun eðli- leg. Electrolytar og s-kalcium eðlilegt, sykurþols- próf sýnir væga skerðingu á sykurþoli. S-kreatinin 0,85 mg%, alk. fosfatasi 112 einingar, s-bilirubin 15 mg%, gamma GT 25 einingar, ASAT 17 eining- ar, LDH 322 einingar, aldolasi 0,3 einingar (eðlilegt < 6 einingar). S-þvagsýra 9,5 mg%, blæðingar status eðlilegur. Blóð í hægðum fannst ekki. Próf fyrir rheumatoid factor voru neikvæð, anti DNA 18 einingar (eðlilegt minna en 22 einingar). LE frum- ur neikv. x 3. T4 og T3 innan eðlilegra marka. Röntgenrannsóknir Lungna- og hjartamynd eðlileg, urografia eðlileg. Magamynd eölileg. Ristill: Engar bólgugrunsamleg- ar breytingar eða pokamyndanir, en görnin er de- baustreruð og slímbúð viröist lág. A&rar rannsóknir Mergskoðun: Eðlilegar járnbirgðir. Hringsidero- blastar sjást ekki. Engar megaloblastiskar eða aðrar breytingar samsvara þroskahindrun blóðkorna sjást. Mergframandi frumur sjást ekki. Lifrarscan gefur grun um nokkra smádefekta í bægri lobus, en lifrin er ekki stækkuð og milta eölilegt. Beinascan er eðli- legt. Biopsia frá þverrákóltum vöðva (lærvöðva): Engar sjúklegar breytingar. Nálarbiopsia frá lifur: Engar sjúklegar breytingar sjást. Hjartaafrit eðli- legt. Líklegasta greiningin? Hvernig má freista þess að sanna bana? LÆKNANEMINN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.