Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 53

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 53
fjarri Reykjavík, virðist hér engu breyta (sjá texta og töflu 2; glös C-C). Var ekkert einstakt mælingar- gildi utan þeirra vikmarka (tafla 1), er Skaftason & Jóhannesson (1975) hafa sett fyrir þá aðferð til greiningar á alkóhóli, er hér um ræðir. Verður því ekki annað séð en ending eða geymsluþol þessara sýna sé í góðu lagi miðað við aðstæður hér á landi. Niðurstöðutölur þeirra rannsókna, er hér greinir frá, gefa ótvírætt vísbendingu í þá átt, að lögreglu- yfirvöld taki tvö (eða fleiri) sýni úr hverjum ein- staklingi. Yrði þá annað sýnið sent til ákvörðunar á alkóhóli með venjulegum hætti svo fljótt og unnt væri. Hitt sýnið mætti geyma í kæliskápi hlutaðeig- andi lögregluembættis í a. m. k. mánuð. Mætti þá senda það lii rannsóknar, ef hlutaðeigandi einstakl- ingur eða lögmaður hans bæru brigöur á réttmæti ákvörðunar alkóhóls í fyrra sýni. Ætti hag einstakl- ingsins þannig að vera betur borgið en nú er og staða lögreglustjóra sömuleiðis traustari en nú er. f þessu sambandi skal þó enn á það bent, að lang- æskilegast væri, ef þess er yfirleitt nokkur kostur, að taka bæði blóðsýni og þvagsýni úr einstakling- um, sem grunaðir eru um brot á umferðarlögum (sbr. Skaftason & Jóhannesson, 1975). Tregða á þessu sviði er þó næsta ótrúleg (Arsskýrsla, 1978). Að lokum skal á það hent, að natríumflúoríö varnar einnig segamyndun eða storknun í blóðsýn- um. Er mjög mikilsvert, að sýni séu vel segavarin og engu miður en rotvarin. Því er nauðsynlegt að snúa glösum vendilega, sbr. reglur dómsmálaráðuneytis- ins, eftir að sýni er komið í þau og þannig, að blóð- ið blandist vel natríumflúoríði. Helsti galli við notk- un natríumflúoríðs í blóðsýnum er sá, að efnið get- ur truflað ákvörðun nokkurra róandi lyfja og svefn- lyfja. Lyfjamælingar eru þó yfirleitt gerðar í ser- um. Eru blóðsýni því skilin og segavarnar þannig ekki þörf. HEIMILDIR: Arsskýrsla: Ársskýrsla Rannsóknasto/u í lyfjajrœðí árið 1978 (p. 8). Curry, A. S.: Advances in Forensic and Clinical Toxicology. CRC Press, Cleveland, Ohio, 1972 (pp. 27-28). Skaftason, .1. & .Tóhannesson, Þ.: ÁkvarSanir á alkóhóli (etanóli) í hlóði. Tímarit lögfrœðinga 1975, 25, 5-17. Smalldon, K. W.: Ethanol Oxidation hy Human Eythrocytes. Nature 1973, 245, 266-267. Sjúkmtilfelli Framh. a) bls. 35. Rannsóknir Hb 10,6 gr%, HCT 32,7%, MCV 86, MCHC 32,0, Hv. blk. 10200, deilitalning: eo 6%, stafir 2%, seg- ment 56% , lympho 28%, mono 8000. Thrombocytar 292.000, sökk 76 mm/klst. Ahnenn þvagskoðun eðli- leg. Electrolytar og s-kalcium eðlilegt, sykurþols- próf sýnir væga skerðingu á sykurþoli. S-kreatinin 0,85 mg%, alk. fosfatasi 112 einingar, s-bilirubin 15 mg%, gamma GT 25 einingar, ASAT 17 eining- ar, LDH 322 einingar, aldolasi 0,3 einingar (eðlilegt < 6 einingar). S-þvagsýra 9,5 mg%, blæðingar status eðlilegur. Blóð í hægðum fannst ekki. Próf fyrir rheumatoid factor voru neikvæð, anti DNA 18 einingar (eðlilegt minna en 22 einingar). LE frum- ur neikv. x 3. T4 og T3 innan eðlilegra marka. Röntgenrannsóknir Lungna- og hjartamynd eðlileg, urografia eðlileg. Magamynd eölileg. Ristill: Engar bólgugrunsamleg- ar breytingar eða pokamyndanir, en görnin er de- baustreruð og slímbúð viröist lág. A&rar rannsóknir Mergskoðun: Eðlilegar járnbirgðir. Hringsidero- blastar sjást ekki. Engar megaloblastiskar eða aðrar breytingar samsvara þroskahindrun blóðkorna sjást. Mergframandi frumur sjást ekki. Lifrarscan gefur grun um nokkra smádefekta í bægri lobus, en lifrin er ekki stækkuð og milta eölilegt. Beinascan er eðli- legt. Biopsia frá þverrákóltum vöðva (lærvöðva): Engar sjúklegar breytingar. Nálarbiopsia frá lifur: Engar sjúklegar breytingar sjást. Hjartaafrit eðli- legt. Líklegasta greiningin? Hvernig má freista þess að sanna bana? LÆKNANEMINN 39

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.