Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 28
Mynd 8. Lítillega víkkaður ductus pancreaticus meS óreglu- legum, loðnum útlínum. Engar stenosur eða stricturur. - Chroniskur pancreatit. kenni sem líkjast acut pancreatitis köslum hafa sést en eru sjaldgæf, talin koma fram hjá 1—1,3% sjúkl- inga. Lang alvarlegasti fylgikvillinn er sepsis, sem sést nánast eingöngu hjá sjúklingum með' stíflur í gall- og brisgöngum. Tíðni septisks cholangitis er talin vera 0,4-0,8% í misjöfnum uppgjörum og mortali- tetið 0,05-0,1%. Með aukinni notkun sýklalyfja, einkum gentamycins og ampicillins saman, hefur tek- ist að fækka tilfellum með septiskar komplicationir. Þá hafa aðgerðir, sem gerðar hafa verið til að létta þrýstingi af stífluðum kerfum, einnig haft verulega þýðingu í þessu skyni. Minni háttar complicationum hefur einnig verið lýst, svo sem óþægindum í hálsi, uppþemhu og kvið- verkjum eftir speglanir, en sé rannsóknin fram- kvæmd á réttan hátt er tíðni þessara complicationa lítil, ekki meiri en við aðrar efri endoscopiskar rann- sóknir. Þrieðingar-tíðni ERCP er tæknilega fremur vandasöm, því er þræðingartíðnin nokkuð breytileg, í misjöfnum upp- gjörum. I stærri samantektum hefur þræðingatíðni verið 70 til 96% (í eigin uppgjöri 79%) og selectív þræðing, þ. e. a. s. fylling á því gangakerfi sem sér- staklega er óskað eftir hjá 74-96% (í eigin uppgjöri um 87%). Sjúkdómar í skeifugörn og á papillu- svæði valda erfiðleikum við þræðingu, einkum tu- mor innvöxtur í skeifugörn og tumor innvöxtur í ganga í caput pancreatitis. Þá veldur Billroth II re- section verulegum erfiðleikum í þræðingu og gerir hana oft ómögulega. Gildi ERCP ERCP hefur auðveldað greiningu og meðferð margra sjúklinga með gallvega og pancreas sjúk- dóma. Staða rannsóknarinnar miðað við aðrar klin- iskar rannsóknir er þó ekki endanlega ákvörðuð. ERCP er góð greiningaraðferð til að greina milli stíflugulu og lifrarfrumugulu, gera má ráð fyrir að greining fáist í 75—90 af 100 sjúklinga. Hjá hluta þessara sjúklinga mun endoscopiska rannsóknin ein sér veita upplvsingar um greininguna. Sú rannsókn, sem helst er hægt að bera saman við ERCP við greiningu á gallvegasjúkdómum er PTC (Percutane- ous transhepatic cholangiography). PTC er nú fram- kvæmd með fínnálstækni og hefur það fækkað complicationum vegna gallleka og blæðinga veru- lega. Sömuleiðis hefur tíðni heppnaðra rannsókna þar sem ekki er um stíflu á göngum að ræða aukist Mynd 9. Víkkaður ductus choledoccus með innvexti neðst í ganginn. Cancer í caput pancreatis með innvexti í chole- doccus. 18 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.