Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 38
stokkum, sem ekki leiða til eggleysis, en geta engu að síður valdiS ófrjósemi. Þetta gildir um veiklun á gulbúi (corpus luteum insufficiens) með styttu drift- arskeiði. Þáltur eggjaleiðara Hindrun á leið eggsins er ein algengasta orsök ófrjósemi (25-35%). Þessi hindrun stafar í lang- flestum tilfellum af samvöxtum, en þeir aftur af bólgusjúkdómum. Reyndar geta skurðaðgerðir valdiö samvöxtum, og einnig innri blæðingar (gulbúsblæðing, endo- metriosis), en það er fátíðara. Botnlangabólga, sýking eftir fósturlát og fæðingu (abortus septicus, febris puerperalis) valda samvöxt- um í lífhimnu grindarholslíffæra og hindra þannig eðlilega hreyfingu eggjakerfanna og flutning eggs- ins að trektaropi (fimbria) eggjaleiðarans. Bólga í eggjaleiðurum (non-specifisk salpingitis), veldur sams konar samvaxtamyndunum, en lekandabólga er meira bundin við innri slímhúð (endosalpingitis) og veldur þar stíflu. Berklar eru nú fáséðir sem or- sök ófrjósemi og sama er um s.k. „salpingitis isth- mica nodosa“, sem einkennist af þykkni og hnúðum í legenda túbanna, af ókunnum orsökum. Loks eru hugsanlegar hindranir án samvaxta. Þannig geta krampa-samdrættir lokað mótum legs og túbu, en þekking á þessu fyrirbæri er skammt á veg komin. Þáltur legs og legganga Tíöustu kvillar í legi, svo sem legskekkja, vöðva- æxli (myoma) og meðfæddir gailar eru að jafnaði ekki valdar ófrjósemi. Þetta er þó ekki algild regla og meðferð getur verið réttmæt, einkum ef aðrar ástæður finnast ekki. Sjaldgæfir sjúkdómar í legi, eins og berklar og samvextir (Asherman), valda ófrjósemi. Truflun á kynvökum (hormónum) veldur m. a. stöðvun á vaxtar- og driftarskeiðsþroska legbols- slímunnar. Gera rná ráð fyrir minnkaðri frjósemi af þeim sökum, en hins vegar tekst oft hreiðrun (nida- tion) utanlegs. Yið egglos opnast leghálsgöngin, slímið í þeim verður þunnt, tært og rennandi og sýrustig lágt. Þessar hreytingar verða vegna áhrifa östrogens (egg- búsvaka). Við vöntun á því verður leghálsinn grann- ur, stífur og göngin þröng. Heilbrigður legháls svar- ar þá östrogengj öf, í lágum skömmtum (ekki egg- los-hindrandi). Ýmsir kvillar í leghálsi geta valdið hindrun. Má þar nefna þrengsli eða algera lokun, vegna með- fædds galla, skemmda eftir fæðingu eða aðgerð (koagulation, konisation). Eins getur æxli lokað leiðinni (polypus, myoma). Bólga getur valdið þrengslum og gröftur í sumum tilvikum óhagstæðu pH, en meginreglan er þó sú, að venjuleg langvinn bólga (cervicitis chronica) er ekki ófrjósemivaldur. I leggöngum koma fyrir missmíð (stenosis, atre- sia) og eins geta æxli hindrað eðlilegar samfarir. Idins vegar er bólga (kolpitis) ekki ófrjósemivaldur, né heldur of hált sýrustig, eins og áður var taliö. Onœmisþáttur I litlum hluta ófrjósemi-tilfefla, einkum þar sem engin önnur orsök finnst, leiða ónæmisrannsóknir í ljós mótefni gegn sæðisfrumum. Þau finnast hjá körlum í sæðisvökvanum og hjá konum í legháls- slími, en einnig í blóðvatni (sermi) og valda sam- loðun sæðisfruma (agglutination). Slík mótefni hjá konu hindra ferð sæðisfruma og má sýna fram á það með sérstöku prófi (sperm penetration test). Sterameðferð hefur verið reynd og einnig að nota smokk við samfarir nokkra mánuði, en tæknifrjóvg- un kemur einnig til greina (vide infra). Ymislegl Fátítl mun nú, að jómfrúr leiti læknis vegna ófrjó- semi, en áður var fáfræði algeng. Ofnotkun lyfja og áfengis er á hinn bóginn ennþá alltíöur þáttur við ófrjósemi, bæði hjá körlum og konum. Tíðar sam- farir verka ekki meinlega, eftir því sem best er vitað, of strjálar samfarir eru það hins vegar. Fullnæging (orgasmus) konunnar er ekki nauðsynlegt skilyrði. Stundum hafa konur áhyggjur af því að sæðið renni of fljótt út (effluvium seminis), en það er ekki taliö koma að sök. Ávallt verður nóg eftir. Sálræni þátturinn er ávallt nokkur við ófrjósemi, en vandmetinn. Spenna og kvíði valda hugsanlega krampa-samdrætti í kynfærum. Sú fullyrðing, að 28 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.